„Tjáningarfrelsinu einu að þakka hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2022 21:01 Dómur í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar er ekki til marks um að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þetta segir lögmaður Sindra Þórs sem var sýknaður í málinu. Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í fyrradag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs hefur sagt dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þessu er lögmaður Sindra ekki sammála, þvert á móti megi alls ekki segja hvað sem er um hvern sem er. „Ég er alls ekki sammála þessu. Auðvitað má ekki segja hvað sem er um hvern sem er. Ef við tökum sem dæmi þessi ummæli Sindra að Ingólfur hafi stundað það að ríða börnum. Ef umfjöllun um málefni Ingólfs hefðu ekki verið í hámæli á þessum tíma og Sindri hafi upp úr þurru sest niður og skrifað þetta opinberlega þá værum við að horfa á allt aðra hluti og þá hefði dómurinn fallið á allt aðra vegu en hann gerði,“ sagði Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Sindra Þórs. Þá tekur Sigrún ekki undir þau orð lögmanns Ingólfs að ummælin séu byggð á kjaftasögum. Frásagnir þrjátíu kvenna hafi lýst siðferðislega ámælisverðri hegðun að sögn Sigrúnar. „Trúnaðarvinkona Sindra var í samskipti við allar þessar konur og ræddi þessi mál við Sindra þannig hann hafði ekki ástæðu til að efast um heilindi þeirra. Það er mikið verið að tala um að þetta séu ekki beinar frásagnir. Ég get tekið sem dæmi að fyrir dómi komu einstaklingar og lýstu að þeir hafi verið beint vitni að þessari hegðun.“ Segir Sindra viljandi hafa tekið groddaralega til máls Sindri hafi viljandi tekið groddaralega til máls, enda ummælin ádeila á þá staðreynd að á Íslandi sé með undantekningum leyfilegt að hafa samfarir við börn 15 ára og eldri. „Það sem gerist er að Helgi Áss skrifar grein þar sem hann hvetur fólk til þess að koma Ingólfi til varnar. Við það blöskrar Sindra og hann fer inn í opinbera umræðu sem þá var í gangi og spyr Helga hvað honum finnist réttlætanlegt að maður ríði mörgum börnum áður en hann er tekinn af dagskrá á þjóðhátíð.“ „Með þessu á hann við að í dag er ekki ólöglegt að hafa samfarir við börn á aldrinum fimmtán til átján ára. Fimmtugir menn geta stofnað til kynferðislegs sambands við fimmtán ára barn svo lengi sem barnið samþykkir og ef það er ekki einhver tæling t.d. í formi fés, vímuefna eða gjafa. Sindri tekur svo groddaralega til máls til þess að vekja aðra lesendur til umhugsunar um hvort þetta sé það sem við viljum í samfélaginu í dag.“ Tjáningarfrelsið verndi ekki bara góð ummæli „Tjáningarfrelsið það verndar líka umræðu og ummæli sem getur verið særandi, sjokkerandi og meitt.“ Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsis, sér í lagi þegar kemur að kynferðisbrotamálum. „Og við megum ekki gleyma því að það er tjáningarfrelsinu einu að þakka og opinberri umræðu hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum.“ Lögmaður Ingólfs segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30 „Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15 Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Sjá meira
Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í fyrradag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs hefur sagt dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þessu er lögmaður Sindra ekki sammála, þvert á móti megi alls ekki segja hvað sem er um hvern sem er. „Ég er alls ekki sammála þessu. Auðvitað má ekki segja hvað sem er um hvern sem er. Ef við tökum sem dæmi þessi ummæli Sindra að Ingólfur hafi stundað það að ríða börnum. Ef umfjöllun um málefni Ingólfs hefðu ekki verið í hámæli á þessum tíma og Sindri hafi upp úr þurru sest niður og skrifað þetta opinberlega þá værum við að horfa á allt aðra hluti og þá hefði dómurinn fallið á allt aðra vegu en hann gerði,“ sagði Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Sindra Þórs. Þá tekur Sigrún ekki undir þau orð lögmanns Ingólfs að ummælin séu byggð á kjaftasögum. Frásagnir þrjátíu kvenna hafi lýst siðferðislega ámælisverðri hegðun að sögn Sigrúnar. „Trúnaðarvinkona Sindra var í samskipti við allar þessar konur og ræddi þessi mál við Sindra þannig hann hafði ekki ástæðu til að efast um heilindi þeirra. Það er mikið verið að tala um að þetta séu ekki beinar frásagnir. Ég get tekið sem dæmi að fyrir dómi komu einstaklingar og lýstu að þeir hafi verið beint vitni að þessari hegðun.“ Segir Sindra viljandi hafa tekið groddaralega til máls Sindri hafi viljandi tekið groddaralega til máls, enda ummælin ádeila á þá staðreynd að á Íslandi sé með undantekningum leyfilegt að hafa samfarir við börn 15 ára og eldri. „Það sem gerist er að Helgi Áss skrifar grein þar sem hann hvetur fólk til þess að koma Ingólfi til varnar. Við það blöskrar Sindra og hann fer inn í opinbera umræðu sem þá var í gangi og spyr Helga hvað honum finnist réttlætanlegt að maður ríði mörgum börnum áður en hann er tekinn af dagskrá á þjóðhátíð.“ „Með þessu á hann við að í dag er ekki ólöglegt að hafa samfarir við börn á aldrinum fimmtán til átján ára. Fimmtugir menn geta stofnað til kynferðislegs sambands við fimmtán ára barn svo lengi sem barnið samþykkir og ef það er ekki einhver tæling t.d. í formi fés, vímuefna eða gjafa. Sindri tekur svo groddaralega til máls til þess að vekja aðra lesendur til umhugsunar um hvort þetta sé það sem við viljum í samfélaginu í dag.“ Tjáningarfrelsið verndi ekki bara góð ummæli „Tjáningarfrelsið það verndar líka umræðu og ummæli sem getur verið særandi, sjokkerandi og meitt.“ Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsis, sér í lagi þegar kemur að kynferðisbrotamálum. „Og við megum ekki gleyma því að það er tjáningarfrelsinu einu að þakka og opinberri umræðu hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum.“ Lögmaður Ingólfs segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30 „Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15 Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01
„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30
„Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15
Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54