„Tjáningarfrelsinu einu að þakka hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2022 21:01 Dómur í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar er ekki til marks um að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þetta segir lögmaður Sindra Þórs sem var sýknaður í málinu. Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í fyrradag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs hefur sagt dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þessu er lögmaður Sindra ekki sammála, þvert á móti megi alls ekki segja hvað sem er um hvern sem er. „Ég er alls ekki sammála þessu. Auðvitað má ekki segja hvað sem er um hvern sem er. Ef við tökum sem dæmi þessi ummæli Sindra að Ingólfur hafi stundað það að ríða börnum. Ef umfjöllun um málefni Ingólfs hefðu ekki verið í hámæli á þessum tíma og Sindri hafi upp úr þurru sest niður og skrifað þetta opinberlega þá værum við að horfa á allt aðra hluti og þá hefði dómurinn fallið á allt aðra vegu en hann gerði,“ sagði Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Sindra Þórs. Þá tekur Sigrún ekki undir þau orð lögmanns Ingólfs að ummælin séu byggð á kjaftasögum. Frásagnir þrjátíu kvenna hafi lýst siðferðislega ámælisverðri hegðun að sögn Sigrúnar. „Trúnaðarvinkona Sindra var í samskipti við allar þessar konur og ræddi þessi mál við Sindra þannig hann hafði ekki ástæðu til að efast um heilindi þeirra. Það er mikið verið að tala um að þetta séu ekki beinar frásagnir. Ég get tekið sem dæmi að fyrir dómi komu einstaklingar og lýstu að þeir hafi verið beint vitni að þessari hegðun.“ Segir Sindra viljandi hafa tekið groddaralega til máls Sindri hafi viljandi tekið groddaralega til máls, enda ummælin ádeila á þá staðreynd að á Íslandi sé með undantekningum leyfilegt að hafa samfarir við börn 15 ára og eldri. „Það sem gerist er að Helgi Áss skrifar grein þar sem hann hvetur fólk til þess að koma Ingólfi til varnar. Við það blöskrar Sindra og hann fer inn í opinbera umræðu sem þá var í gangi og spyr Helga hvað honum finnist réttlætanlegt að maður ríði mörgum börnum áður en hann er tekinn af dagskrá á þjóðhátíð.“ „Með þessu á hann við að í dag er ekki ólöglegt að hafa samfarir við börn á aldrinum fimmtán til átján ára. Fimmtugir menn geta stofnað til kynferðislegs sambands við fimmtán ára barn svo lengi sem barnið samþykkir og ef það er ekki einhver tæling t.d. í formi fés, vímuefna eða gjafa. Sindri tekur svo groddaralega til máls til þess að vekja aðra lesendur til umhugsunar um hvort þetta sé það sem við viljum í samfélaginu í dag.“ Tjáningarfrelsið verndi ekki bara góð ummæli „Tjáningarfrelsið það verndar líka umræðu og ummæli sem getur verið særandi, sjokkerandi og meitt.“ Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsis, sér í lagi þegar kemur að kynferðisbrotamálum. „Og við megum ekki gleyma því að það er tjáningarfrelsinu einu að þakka og opinberri umræðu hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum.“ Lögmaður Ingólfs segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30 „Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15 Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað frá vegna tengsla lögregluþjóns við mann sem varð fyrir árás Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Sjá meira
Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í fyrradag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs hefur sagt dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þessu er lögmaður Sindra ekki sammála, þvert á móti megi alls ekki segja hvað sem er um hvern sem er. „Ég er alls ekki sammála þessu. Auðvitað má ekki segja hvað sem er um hvern sem er. Ef við tökum sem dæmi þessi ummæli Sindra að Ingólfur hafi stundað það að ríða börnum. Ef umfjöllun um málefni Ingólfs hefðu ekki verið í hámæli á þessum tíma og Sindri hafi upp úr þurru sest niður og skrifað þetta opinberlega þá værum við að horfa á allt aðra hluti og þá hefði dómurinn fallið á allt aðra vegu en hann gerði,“ sagði Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Sindra Þórs. Þá tekur Sigrún ekki undir þau orð lögmanns Ingólfs að ummælin séu byggð á kjaftasögum. Frásagnir þrjátíu kvenna hafi lýst siðferðislega ámælisverðri hegðun að sögn Sigrúnar. „Trúnaðarvinkona Sindra var í samskipti við allar þessar konur og ræddi þessi mál við Sindra þannig hann hafði ekki ástæðu til að efast um heilindi þeirra. Það er mikið verið að tala um að þetta séu ekki beinar frásagnir. Ég get tekið sem dæmi að fyrir dómi komu einstaklingar og lýstu að þeir hafi verið beint vitni að þessari hegðun.“ Segir Sindra viljandi hafa tekið groddaralega til máls Sindri hafi viljandi tekið groddaralega til máls, enda ummælin ádeila á þá staðreynd að á Íslandi sé með undantekningum leyfilegt að hafa samfarir við börn 15 ára og eldri. „Það sem gerist er að Helgi Áss skrifar grein þar sem hann hvetur fólk til þess að koma Ingólfi til varnar. Við það blöskrar Sindra og hann fer inn í opinbera umræðu sem þá var í gangi og spyr Helga hvað honum finnist réttlætanlegt að maður ríði mörgum börnum áður en hann er tekinn af dagskrá á þjóðhátíð.“ „Með þessu á hann við að í dag er ekki ólöglegt að hafa samfarir við börn á aldrinum fimmtán til átján ára. Fimmtugir menn geta stofnað til kynferðislegs sambands við fimmtán ára barn svo lengi sem barnið samþykkir og ef það er ekki einhver tæling t.d. í formi fés, vímuefna eða gjafa. Sindri tekur svo groddaralega til máls til þess að vekja aðra lesendur til umhugsunar um hvort þetta sé það sem við viljum í samfélaginu í dag.“ Tjáningarfrelsið verndi ekki bara góð ummæli „Tjáningarfrelsið það verndar líka umræðu og ummæli sem getur verið særandi, sjokkerandi og meitt.“ Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsis, sér í lagi þegar kemur að kynferðisbrotamálum. „Og við megum ekki gleyma því að það er tjáningarfrelsinu einu að þakka og opinberri umræðu hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum.“ Lögmaður Ingólfs segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30 „Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15 Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað frá vegna tengsla lögregluþjóns við mann sem varð fyrir árás Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01
„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30
„Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15
Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent