Fóru yfir agavandamál Eyjamanna: Lárus Orri telur að Guðjón Pétur spili ekki aftur fyrir ÍBV Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 07:30 Guðjón Pétur reynir að stinga Kristinn Frey Sigurðsson af í leik ÍBV gegn FH í Kaplakrika. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar ÍBV hafa ekki átt sjö dagana sæla í Bestu deild karla í fótbolta til þessa. Liðið er með þrjú stig eftir átta umferðir og hefur ekki unnið leik. Það virðist lítill agi vera á liðinu sem hefur sankað að sér spjöldum og þá er Guðjón Pétur Lýðsson í vikustraffi. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur hins vegar að miðjumaðurinn spili ekki aftur fyrir félagið. „Mér finnst að það sé kjörið tækifæri hjá ÍBV að byrja mótið frá síðasta leik. Þá kemur upp augnablik þar sem Guðjón Pétur Lýðsson er takinn af velli og honum lendir saman við Hermann (Hreiðarsson, þjálfara),“ segir Lárus Orri. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 „Það hafa margir séð það myndband. Guðjón Pétur er tekinn af velli og þó maður heyri ekki hvað er sagt þá virðist vera eins og hann hreyti einhverju (í Hermann). Guðjón er ósáttur, þeir fara eitthvað saman og það er gengið á milli. Guðjón virðist síðan ganga til búningsherbergja,“ sagði Guðmundur Benediktsson um atvikið sem sjá má hér að ofan. „Hemmi kom inn á það að hann væri í vikustraffi. Hann er reyndar í lengra straffi því Hemmi veit alveg að það eru landsleikir þannig að hann er allavegana í þriggja vikna straffi,“ bætti Guðmundur við. „Rauða spjaldið sem Elvis (Okello Bwomono) fær í þeim líka var alveg skelfilegt. Bæði gulu spjöldin voru alveg út úr kú. Svo er það þetta augnablik með Hans (Kamta Mpongo) og vítaspyrnuna (sem Andri Rúnar Bjarnason tók og klúðraði),“ bætti Lárus Orri við og heldur áfram. „Núna er landsleikjahlé og ég held það sé ekkert lið fegnara því en ÍBV. Þeir eiga að nota þetta hlé til þess að byrja á því að útkljá öll þessi mál. Hemmi er nú í lykilstöðu til að afgreiða þessi mál og taka fast á þessu öllu saman. Þeir þurfa að taka hart á öllum þessum málum og sýna að þeim er alvara.“ Albert Brynjar Ingason lagði svo orð í belg. „Til að koma aðeins inn á þennan punkt með stöðuna á liðinu. Það er búið að vera rosalega neikvæð umræða í kringum liðið. Það bætist ofan á það með Guðjón Pétur, svo gerist þetta atvik gegn ÍA.“ „ÍBV dettur svo út úr bikarnum gegn Fylki (sem leika í Lengjudeildinni) þar sem Tómas Bent Magnússon fer í glórulausa tæklingu á gulu spjaldi og er sendur af velli. Hemmi kemur ekki í viðtal eftir leik sem mér fannst rosalega skrítin ákvörðun. Umræðan er orðin neikvæð, að gera ekki sitt allra besta til að stýra henni í rétta átt. Að sleppa viðtali þarna býr til enn eina neikvæðu fyrirsögnina.“ Að lokum spurði Guðmundur einfaldlega hvort Guðjón Pétur myndi spila aftur fyrir ÍBV. „Það kæmi mér á óvart, yrði hissa ef ég myndi sjá það. Þetta sem maður sér þegar hann kemur út af á ekki að eiga sér stað hjá nokkrum leikmönnum. Hvað þá hjá svona reyndum leikmanni,“ sagði Lárus Orri. „Ég set alveg spurningamerki við það að þjálfari sé að fara upp í andlitið á leikmanni. Í staðinn fyrir að Guðjón Pétur missi sig þá ertu kominn með þjálfarann í það líka,“ sagði Albert Brynjar um atvikið en lét þó vera að spá fyrir um hvort Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV eftir landsleikjahlé. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Agavandamál ÍBV Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV Stúkan Besta deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur hins vegar að miðjumaðurinn spili ekki aftur fyrir félagið. „Mér finnst að það sé kjörið tækifæri hjá ÍBV að byrja mótið frá síðasta leik. Þá kemur upp augnablik þar sem Guðjón Pétur Lýðsson er takinn af velli og honum lendir saman við Hermann (Hreiðarsson, þjálfara),“ segir Lárus Orri. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 „Það hafa margir séð það myndband. Guðjón Pétur er tekinn af velli og þó maður heyri ekki hvað er sagt þá virðist vera eins og hann hreyti einhverju (í Hermann). Guðjón er ósáttur, þeir fara eitthvað saman og það er gengið á milli. Guðjón virðist síðan ganga til búningsherbergja,“ sagði Guðmundur Benediktsson um atvikið sem sjá má hér að ofan. „Hemmi kom inn á það að hann væri í vikustraffi. Hann er reyndar í lengra straffi því Hemmi veit alveg að það eru landsleikir þannig að hann er allavegana í þriggja vikna straffi,“ bætti Guðmundur við. „Rauða spjaldið sem Elvis (Okello Bwomono) fær í þeim líka var alveg skelfilegt. Bæði gulu spjöldin voru alveg út úr kú. Svo er það þetta augnablik með Hans (Kamta Mpongo) og vítaspyrnuna (sem Andri Rúnar Bjarnason tók og klúðraði),“ bætti Lárus Orri við og heldur áfram. „Núna er landsleikjahlé og ég held það sé ekkert lið fegnara því en ÍBV. Þeir eiga að nota þetta hlé til þess að byrja á því að útkljá öll þessi mál. Hemmi er nú í lykilstöðu til að afgreiða þessi mál og taka fast á þessu öllu saman. Þeir þurfa að taka hart á öllum þessum málum og sýna að þeim er alvara.“ Albert Brynjar Ingason lagði svo orð í belg. „Til að koma aðeins inn á þennan punkt með stöðuna á liðinu. Það er búið að vera rosalega neikvæð umræða í kringum liðið. Það bætist ofan á það með Guðjón Pétur, svo gerist þetta atvik gegn ÍA.“ „ÍBV dettur svo út úr bikarnum gegn Fylki (sem leika í Lengjudeildinni) þar sem Tómas Bent Magnússon fer í glórulausa tæklingu á gulu spjaldi og er sendur af velli. Hemmi kemur ekki í viðtal eftir leik sem mér fannst rosalega skrítin ákvörðun. Umræðan er orðin neikvæð, að gera ekki sitt allra besta til að stýra henni í rétta átt. Að sleppa viðtali þarna býr til enn eina neikvæðu fyrirsögnina.“ Að lokum spurði Guðmundur einfaldlega hvort Guðjón Pétur myndi spila aftur fyrir ÍBV. „Það kæmi mér á óvart, yrði hissa ef ég myndi sjá það. Þetta sem maður sér þegar hann kemur út af á ekki að eiga sér stað hjá nokkrum leikmönnum. Hvað þá hjá svona reyndum leikmanni,“ sagði Lárus Orri. „Ég set alveg spurningamerki við það að þjálfari sé að fara upp í andlitið á leikmanni. Í staðinn fyrir að Guðjón Pétur missi sig þá ertu kominn með þjálfarann í það líka,“ sagði Albert Brynjar um atvikið en lét þó vera að spá fyrir um hvort Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV eftir landsleikjahlé. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Agavandamál ÍBV Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV Stúkan Besta deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira