„Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. maí 2022 23:31 Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna. AP Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind Varaforsetinn tjáði sig um vaxandi skotvopnaógn í Bandaríkjunum eftir að hún var viðstödd jarðarför hinnar 86 ára gömlu Ruth With-field sem var sú elsta sem lést í skotárás í stórmarkaði Í New York fyrir tveimur vikum. Rúmlega viku eftir skotárásina skaut átján ára gamall árásarmaður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas. Vill banna árásarvopn Varaforsetinn sagði lausnina við vaxandi byssuógn einfalda. „Ég hef oft sagt að við megum ekki sitja með hendur í skauti og leita að lausn. Við erum ekki að leita að bóluefni. Við vitum hvað virkar gegn þessu. Eitt af því er að banna árásarvopn,“ sagði Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna. Hún sagði að árásarvopn væru hönnuð í þeim eina tilgangi að drepa margt fólk í einu og að slík vopn eigi ekki heima úti í samfélaginu. „Þingið þarf að grípa til ráðstafana. Við þurfum að sameinast sem ein og óskipt þjóð þar sem allir standa saman.“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í árásinni í Uvalde í hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. Nöfn þeirra má finna á Vísi ásamt stuttum eftirmæli sem AP fréttastofan tók saman. Í kjölfar árásarinnar hafa skólar víðsvegar um Bandaríkin hert öryggisgæslu. Margir skólar hafa takmarkað komur gestkomandi, fjölgað öryggismyndavélum og í borginni Buffalo í New York þurfa foreldrar að fá sérstakt leyfi til þess að koma inn í skóla þar sem allar dyr skólabygginga verða læstar. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Skotvopn Tengdar fréttir „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Varaforsetinn tjáði sig um vaxandi skotvopnaógn í Bandaríkjunum eftir að hún var viðstödd jarðarför hinnar 86 ára gömlu Ruth With-field sem var sú elsta sem lést í skotárás í stórmarkaði Í New York fyrir tveimur vikum. Rúmlega viku eftir skotárásina skaut átján ára gamall árásarmaður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas. Vill banna árásarvopn Varaforsetinn sagði lausnina við vaxandi byssuógn einfalda. „Ég hef oft sagt að við megum ekki sitja með hendur í skauti og leita að lausn. Við erum ekki að leita að bóluefni. Við vitum hvað virkar gegn þessu. Eitt af því er að banna árásarvopn,“ sagði Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna. Hún sagði að árásarvopn væru hönnuð í þeim eina tilgangi að drepa margt fólk í einu og að slík vopn eigi ekki heima úti í samfélaginu. „Þingið þarf að grípa til ráðstafana. Við þurfum að sameinast sem ein og óskipt þjóð þar sem allir standa saman.“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í árásinni í Uvalde í hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. Nöfn þeirra má finna á Vísi ásamt stuttum eftirmæli sem AP fréttastofan tók saman. Í kjölfar árásarinnar hafa skólar víðsvegar um Bandaríkin hert öryggisgæslu. Margir skólar hafa takmarkað komur gestkomandi, fjölgað öryggismyndavélum og í borginni Buffalo í New York þurfa foreldrar að fá sérstakt leyfi til þess að koma inn í skóla þar sem allar dyr skólabygginga verða læstar.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Skotvopn Tengdar fréttir „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55