„Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. maí 2022 23:31 Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna. AP Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind Varaforsetinn tjáði sig um vaxandi skotvopnaógn í Bandaríkjunum eftir að hún var viðstödd jarðarför hinnar 86 ára gömlu Ruth With-field sem var sú elsta sem lést í skotárás í stórmarkaði Í New York fyrir tveimur vikum. Rúmlega viku eftir skotárásina skaut átján ára gamall árásarmaður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas. Vill banna árásarvopn Varaforsetinn sagði lausnina við vaxandi byssuógn einfalda. „Ég hef oft sagt að við megum ekki sitja með hendur í skauti og leita að lausn. Við erum ekki að leita að bóluefni. Við vitum hvað virkar gegn þessu. Eitt af því er að banna árásarvopn,“ sagði Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna. Hún sagði að árásarvopn væru hönnuð í þeim eina tilgangi að drepa margt fólk í einu og að slík vopn eigi ekki heima úti í samfélaginu. „Þingið þarf að grípa til ráðstafana. Við þurfum að sameinast sem ein og óskipt þjóð þar sem allir standa saman.“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í árásinni í Uvalde í hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. Nöfn þeirra má finna á Vísi ásamt stuttum eftirmæli sem AP fréttastofan tók saman. Í kjölfar árásarinnar hafa skólar víðsvegar um Bandaríkin hert öryggisgæslu. Margir skólar hafa takmarkað komur gestkomandi, fjölgað öryggismyndavélum og í borginni Buffalo í New York þurfa foreldrar að fá sérstakt leyfi til þess að koma inn í skóla þar sem allar dyr skólabygginga verða læstar. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Skotvopn Tengdar fréttir „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
Varaforsetinn tjáði sig um vaxandi skotvopnaógn í Bandaríkjunum eftir að hún var viðstödd jarðarför hinnar 86 ára gömlu Ruth With-field sem var sú elsta sem lést í skotárás í stórmarkaði Í New York fyrir tveimur vikum. Rúmlega viku eftir skotárásina skaut átján ára gamall árásarmaður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas. Vill banna árásarvopn Varaforsetinn sagði lausnina við vaxandi byssuógn einfalda. „Ég hef oft sagt að við megum ekki sitja með hendur í skauti og leita að lausn. Við erum ekki að leita að bóluefni. Við vitum hvað virkar gegn þessu. Eitt af því er að banna árásarvopn,“ sagði Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna. Hún sagði að árásarvopn væru hönnuð í þeim eina tilgangi að drepa margt fólk í einu og að slík vopn eigi ekki heima úti í samfélaginu. „Þingið þarf að grípa til ráðstafana. Við þurfum að sameinast sem ein og óskipt þjóð þar sem allir standa saman.“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í árásinni í Uvalde í hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. Nöfn þeirra má finna á Vísi ásamt stuttum eftirmæli sem AP fréttastofan tók saman. Í kjölfar árásarinnar hafa skólar víðsvegar um Bandaríkin hert öryggisgæslu. Margir skólar hafa takmarkað komur gestkomandi, fjölgað öryggismyndavélum og í borginni Buffalo í New York þurfa foreldrar að fá sérstakt leyfi til þess að koma inn í skóla þar sem allar dyr skólabygginga verða læstar.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Skotvopn Tengdar fréttir „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55