SÁÁ á við vanda að etja Svanur Guðmundsson skrifar 27. maí 2022 11:31 Fyrir tveimur árum var kosin ný stjórn yfir Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ). Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina hjá samtökunum sem sést meðal annars á því að samningsbrot SÁÁ er nú til skoðunar hjá Héraðsaksóknara og Landlækni. SÁÁ hefur á liðnum árum náð miklum árangri við meðferð á áfengissýki í gegnum starfsemi sinni þrátt fyrir takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á álfasölu sem takmarkaði mikið tekjur samtakanna. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að bæta SÁÁ tekjuskerðinguna og koma með aukið fjármagn. Núna hefur komið í ljós að ný stjórn virðist hafa beitt einhverjum brellum við rekstur samtakanna. Í bréfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) frá 4. júní 2021 er SÁÁ krafið um greiðslu 36 milljóna vegna rangra reikninga. Formaður SÁÁ upplýsti ekki rekstrarfélag SÁÁ um bréfið á sínum tíma og taldi líklega það vera einkabréf til sín. Í áframhaldi af því bréfi og að SÍ fékk ekki þau gögn sem beðið var um nýtti SÍ sér heimild til að fara á starfsstöð SÁÁ til gagnaöflunar. Það leiddi til þess að krafan hækkaði upp í 174 milljónir kr. Sem staðfest var með bréfi frá SÍ 29. desember 2021. Þrátt fyrir þá stöðu sem upp var komin var valdhroki stjórnenda SÁÁ slíkur að þeir fóru að saka starfsmenn SÍ um misbeitingu valds eða að þetta væri allt misskilningur. Það allt saman leiddi til þess að SÍ sá sér ekki annað fært en að vísa málinu til Héraðssaksóknara. Þar er málið núna statt og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvort dómsmál verði höfðað gegn SÁÁ. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ, vegna þess að hann sinnir aðallega tvígreindum einstaklingum, þ.e.a.s einstaklingar sem þjást af geð- og fíknisjúkdómum. Óeigingjarnt starf frumkvöðla SÁÁ, sem áður fyrr skilaði frábærum árangri, er í mikilli hættu. Biðlistar hafa lengst og er það annað hvort vegna þess að erfiðara er að komast inn á Vog eða vandinn er að aukast. Það eru dæmi um að einstaklingar þurfi að bíða í 8 mánuði eftir að komast í fíkniefnameðferð og er það ólíðandi. Það eiga ekki að vera biðlistar í fíknimeðferð. Það eiga alltaf að vera til laus pláss fyrir þá sem þurfa og vilja komast í meðferð við lífshættulegri fíkn. Fíknisjúkdómar verða alltaf erfiðari og hættulegri þeim sem við þá glíma meðan ekki er gripið inn í af fagaðilum með óæskilegum áhrifum á aðstandendur og samfélagið í heild sinni. Það er mikilvægt að SÁÁ nái samningum við ríkið og skikki verði komið á þann vanda sem nú blasir við í meðferðarúrræðum fíkniefnaneytenda. Það er von mín að á næsta aðalfundi SÁÁ verði kosin ný stjórn og að nýr formaður geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og í samstarfi við alla þá sem eru í Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Allt samfélaginu til heilla. Höfundur er meðlimur í SÁÁ og aðstandandi mm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson SÁÁ Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum var kosin ný stjórn yfir Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ). Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina hjá samtökunum sem sést meðal annars á því að samningsbrot SÁÁ er nú til skoðunar hjá Héraðsaksóknara og Landlækni. SÁÁ hefur á liðnum árum náð miklum árangri við meðferð á áfengissýki í gegnum starfsemi sinni þrátt fyrir takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á álfasölu sem takmarkaði mikið tekjur samtakanna. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að bæta SÁÁ tekjuskerðinguna og koma með aukið fjármagn. Núna hefur komið í ljós að ný stjórn virðist hafa beitt einhverjum brellum við rekstur samtakanna. Í bréfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) frá 4. júní 2021 er SÁÁ krafið um greiðslu 36 milljóna vegna rangra reikninga. Formaður SÁÁ upplýsti ekki rekstrarfélag SÁÁ um bréfið á sínum tíma og taldi líklega það vera einkabréf til sín. Í áframhaldi af því bréfi og að SÍ fékk ekki þau gögn sem beðið var um nýtti SÍ sér heimild til að fara á starfsstöð SÁÁ til gagnaöflunar. Það leiddi til þess að krafan hækkaði upp í 174 milljónir kr. Sem staðfest var með bréfi frá SÍ 29. desember 2021. Þrátt fyrir þá stöðu sem upp var komin var valdhroki stjórnenda SÁÁ slíkur að þeir fóru að saka starfsmenn SÍ um misbeitingu valds eða að þetta væri allt misskilningur. Það allt saman leiddi til þess að SÍ sá sér ekki annað fært en að vísa málinu til Héraðssaksóknara. Þar er málið núna statt og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvort dómsmál verði höfðað gegn SÁÁ. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ, vegna þess að hann sinnir aðallega tvígreindum einstaklingum, þ.e.a.s einstaklingar sem þjást af geð- og fíknisjúkdómum. Óeigingjarnt starf frumkvöðla SÁÁ, sem áður fyrr skilaði frábærum árangri, er í mikilli hættu. Biðlistar hafa lengst og er það annað hvort vegna þess að erfiðara er að komast inn á Vog eða vandinn er að aukast. Það eru dæmi um að einstaklingar þurfi að bíða í 8 mánuði eftir að komast í fíkniefnameðferð og er það ólíðandi. Það eiga ekki að vera biðlistar í fíknimeðferð. Það eiga alltaf að vera til laus pláss fyrir þá sem þurfa og vilja komast í meðferð við lífshættulegri fíkn. Fíknisjúkdómar verða alltaf erfiðari og hættulegri þeim sem við þá glíma meðan ekki er gripið inn í af fagaðilum með óæskilegum áhrifum á aðstandendur og samfélagið í heild sinni. Það er mikilvægt að SÁÁ nái samningum við ríkið og skikki verði komið á þann vanda sem nú blasir við í meðferðarúrræðum fíkniefnaneytenda. Það er von mín að á næsta aðalfundi SÁÁ verði kosin ný stjórn og að nýr formaður geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og í samstarfi við alla þá sem eru í Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Allt samfélaginu til heilla. Höfundur er meðlimur í SÁÁ og aðstandandi mm.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun