Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 08:46 Brian Kemp stóð af sér atlögu frambjóðanda Trump í baráttu um ríkisstjóratilnefningu repúblikana í Georgíu. AP/John Bazemore Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Brian Kemp, sitjandi ríkisstjóri Georgíu, fór með öruggan sigur af hólmi gegn David Purdue, fyrrverandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, sem Trump handvaldi til að bjóða sig fram gegn Kemp. Fyrir vikið verður Kemp frambjóðandi flokksins til ríkisstjóra og mætir demókratanum Stacey Abrams í kosningum í nóvember. Forval var haldið í fimm ríkjum í gær en Georgía átti hug Trump allan. Hún var ein nokkurra ríkja þar sem litlu munaði á atkvæðafjölda Trump og Joes Biden í forsetakosningunum árið 2020. Trump og bandamenn hans reyndu að hnekkja úrslitunum fyrir dómstólum og með beinum þrýstingi á embættismenn á grundvelli fjarstæðukenndra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Fyrir utan að tapa slagnum við Kemp stóð Brad Raffensperger, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður kosningamála í Georgíu í forsetakosningunum 2020, af sér áhlaup frá áskoranda sem Trump studdi. Raffensperger var undir gríðarlegum þrýstingi frá Trump og bandamönnum hans að taka þátt í herferð þeirra til að snúa við kosningaúrslitunum en kiknaði ekki undan honum. Trump hringdi meðal annars beint í Raffensperger og sagðist vilja „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til að tryggja sér sigur þar. Allir töluðu um „heilindi“ kosninga í baráttunni Þrátt fyrir ósigurinn í Georgíu sýndu önnur úrslit forvalsins í gær að Trump hefur enn tögl og hagldir á Repúblikanaflokknum. Herschel Walker, frambjóðandinn sem hann studdi til annars öldungadeildarsætis Georgíu, vann öruggan sigur þrátt fyrir áhyggjur sumra repúblikana af kjörþokka hans. Walker á sér sögu um heimilisofbeldi og geðræn vandamál. Einnig í Georgíu hélt Marjorie Taylor Greene velli í forvali um fulltrúadeildarsæti á Bandaríkjaþingi. Hún hefur verið afar umdeild á tveggja ára kjörtímabili sínu og meðal annars verið rekin úr þingnefndum vegna samsæriskenninga og æsings til ofbeldis gegn demókrötum. Sarah Sanders, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í tíð Trump, vann forval repúblikana í Arkansas og verður ríkisstjóraefni flokksins þar. AP-fréttastofan segir að nærri því allir frambjóðendur í forvali repúblikana, jafnvel Kemp ríkisstjóri í Georgíu, hafi verið með „heilindi kosninga“ á stefnuskrá sinni. Repúblikanaflokkurinn hefur gert slík mál að helsta stefnumáli sínu til að friðþægja Trump og taka undir samsæriskenningar hans um forsetakosningarnar. Kosningarnar í Georgíu voru jafnframt þær fyrstu eftir að repúblikanar á ríkisþinginu breyttu kosningalögum vegna óánægju Trump með ósigur sinn. Kjósendum var gert erfiðara að senda inn atkvæði með pósti, strangari kröfur um auðkenni voru gerðar sem gagnrýnendur sögðu gera svörtum erfiðara að kjósa en utankjörfundaratkvæðagreiðsla var gerð auðveldari í dreifbýli þar sem flestir kjósa repúblikana. Þá banna lögin að gefa kjósendum í löngum biðröðum við kjörstaði mat eða vatn. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Brian Kemp, sitjandi ríkisstjóri Georgíu, fór með öruggan sigur af hólmi gegn David Purdue, fyrrverandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, sem Trump handvaldi til að bjóða sig fram gegn Kemp. Fyrir vikið verður Kemp frambjóðandi flokksins til ríkisstjóra og mætir demókratanum Stacey Abrams í kosningum í nóvember. Forval var haldið í fimm ríkjum í gær en Georgía átti hug Trump allan. Hún var ein nokkurra ríkja þar sem litlu munaði á atkvæðafjölda Trump og Joes Biden í forsetakosningunum árið 2020. Trump og bandamenn hans reyndu að hnekkja úrslitunum fyrir dómstólum og með beinum þrýstingi á embættismenn á grundvelli fjarstæðukenndra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Fyrir utan að tapa slagnum við Kemp stóð Brad Raffensperger, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður kosningamála í Georgíu í forsetakosningunum 2020, af sér áhlaup frá áskoranda sem Trump studdi. Raffensperger var undir gríðarlegum þrýstingi frá Trump og bandamönnum hans að taka þátt í herferð þeirra til að snúa við kosningaúrslitunum en kiknaði ekki undan honum. Trump hringdi meðal annars beint í Raffensperger og sagðist vilja „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til að tryggja sér sigur þar. Allir töluðu um „heilindi“ kosninga í baráttunni Þrátt fyrir ósigurinn í Georgíu sýndu önnur úrslit forvalsins í gær að Trump hefur enn tögl og hagldir á Repúblikanaflokknum. Herschel Walker, frambjóðandinn sem hann studdi til annars öldungadeildarsætis Georgíu, vann öruggan sigur þrátt fyrir áhyggjur sumra repúblikana af kjörþokka hans. Walker á sér sögu um heimilisofbeldi og geðræn vandamál. Einnig í Georgíu hélt Marjorie Taylor Greene velli í forvali um fulltrúadeildarsæti á Bandaríkjaþingi. Hún hefur verið afar umdeild á tveggja ára kjörtímabili sínu og meðal annars verið rekin úr þingnefndum vegna samsæriskenninga og æsings til ofbeldis gegn demókrötum. Sarah Sanders, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í tíð Trump, vann forval repúblikana í Arkansas og verður ríkisstjóraefni flokksins þar. AP-fréttastofan segir að nærri því allir frambjóðendur í forvali repúblikana, jafnvel Kemp ríkisstjóri í Georgíu, hafi verið með „heilindi kosninga“ á stefnuskrá sinni. Repúblikanaflokkurinn hefur gert slík mál að helsta stefnumáli sínu til að friðþægja Trump og taka undir samsæriskenningar hans um forsetakosningarnar. Kosningarnar í Georgíu voru jafnframt þær fyrstu eftir að repúblikanar á ríkisþinginu breyttu kosningalögum vegna óánægju Trump með ósigur sinn. Kjósendum var gert erfiðara að senda inn atkvæði með pósti, strangari kröfur um auðkenni voru gerðar sem gagnrýnendur sögðu gera svörtum erfiðara að kjósa en utankjörfundaratkvæðagreiðsla var gerð auðveldari í dreifbýli þar sem flestir kjósa repúblikana. Þá banna lögin að gefa kjósendum í löngum biðröðum við kjörstaði mat eða vatn.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira