Skólaheilsugæsla, aukin samvinna í þágu farsældar barna Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2022 14:31 Skólaheilsugæslu í reykvískum grunnskólum er sinnt af Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Reglulega kemur fram umræða í samfélaginu um mikilvægi öflugrar skólaheilsugæslu til að sinna margvíslegri heilbrigðisþjónustu við börn. Ljóst er að skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægum verkefnum bæði innan skólanna og í nærsamfélaginu. Meðal verkefna þeirra er að sinna forvörnum og heilsuelfingu grunnskólabarna í víðum skilningi. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum að óska eftir viðræðum til að formgera betur samstarf borgarinnar við Heilusgæslu Höfuðborgarsvæðisins um skipulag og framkvæmd skólaheilsugæslu. Málið á sér talsverðan aðdraganda en á fundi Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar 2019 lögðu fulltrúar ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða fram tillögu þess efnis að gerðar verði ráðstafanir til að auka viðveru hjúkrunarfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Mér þótti málið mikilvægt og óskaði eftir upplýsingum frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins um stöðugildi hjúkrunarfræðinga í skólum borgarinnar. Dæmi eru um að grunnskólar í Reykjavík uppfylli ekki viðmið Heilsugæslunnar um að 650 nemendur séu að baki hverju fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings, mikilvægt er að bæta úr þeirri stöðu sem allra fyrst. Skóla- og frístundaráð samþykkti svo á fundi sínum í september 2020 að vekja athygli Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins á stöðu mála. Skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægri þjónustu við nemendur í grunnskólum en í lögum um grunnskóla kemur fram að þjónusta skólahjúkrunarfræðinga sé á ábyrgð heilsugæslunnar á hverjum stað. Ég vona að Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins taki vel í umleitan Skóla-og frístundasviðs þess efnis að formgera betur samstarf varðandi skipulag og tilhögun skólaheilsugæslu, enda er um mikilvæga þjónustu við börnin í borginni að ræða. Ljóst er að vegna stærðar Reykjavíkur og þess fjölda skóla sem þar er heppilegast að samráð um þessa mikilvægu þjónustu fari fram miðlægt milli Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Skóla- og frístundasviðs. Meðal þess sem þarf að fjalla um í slíku samstarfi er verkaskipting og sameiginleg sýn á verkefnin framundan, skipulag og tilhögun skólaheilsugæslu. Auk þess þarf að formgera betur samstarf vegna innleiðingu laga um farslæld barna, heilsugælsu barna á leikskólaaldri, heilsueflingu og kynheilbrigði. Mikilvægt er að fullnægjandi skólaheilsugæsla sé til staðar í öllum skólum borgarinnar og að jafnræði nemenda að þessarri mikilvægu þjónustu sé tryggt í hvívetna, auk þess sem samstarf ólíkra kerfa sé formgert með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Skólaheilsugæslu í reykvískum grunnskólum er sinnt af Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Reglulega kemur fram umræða í samfélaginu um mikilvægi öflugrar skólaheilsugæslu til að sinna margvíslegri heilbrigðisþjónustu við börn. Ljóst er að skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægum verkefnum bæði innan skólanna og í nærsamfélaginu. Meðal verkefna þeirra er að sinna forvörnum og heilsuelfingu grunnskólabarna í víðum skilningi. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum að óska eftir viðræðum til að formgera betur samstarf borgarinnar við Heilusgæslu Höfuðborgarsvæðisins um skipulag og framkvæmd skólaheilsugæslu. Málið á sér talsverðan aðdraganda en á fundi Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar 2019 lögðu fulltrúar ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða fram tillögu þess efnis að gerðar verði ráðstafanir til að auka viðveru hjúkrunarfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Mér þótti málið mikilvægt og óskaði eftir upplýsingum frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins um stöðugildi hjúkrunarfræðinga í skólum borgarinnar. Dæmi eru um að grunnskólar í Reykjavík uppfylli ekki viðmið Heilsugæslunnar um að 650 nemendur séu að baki hverju fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings, mikilvægt er að bæta úr þeirri stöðu sem allra fyrst. Skóla- og frístundaráð samþykkti svo á fundi sínum í september 2020 að vekja athygli Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins á stöðu mála. Skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægri þjónustu við nemendur í grunnskólum en í lögum um grunnskóla kemur fram að þjónusta skólahjúkrunarfræðinga sé á ábyrgð heilsugæslunnar á hverjum stað. Ég vona að Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins taki vel í umleitan Skóla-og frístundasviðs þess efnis að formgera betur samstarf varðandi skipulag og tilhögun skólaheilsugæslu, enda er um mikilvæga þjónustu við börnin í borginni að ræða. Ljóst er að vegna stærðar Reykjavíkur og þess fjölda skóla sem þar er heppilegast að samráð um þessa mikilvægu þjónustu fari fram miðlægt milli Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Skóla- og frístundasviðs. Meðal þess sem þarf að fjalla um í slíku samstarfi er verkaskipting og sameiginleg sýn á verkefnin framundan, skipulag og tilhögun skólaheilsugæslu. Auk þess þarf að formgera betur samstarf vegna innleiðingu laga um farslæld barna, heilsugælsu barna á leikskólaaldri, heilsueflingu og kynheilbrigði. Mikilvægt er að fullnægjandi skólaheilsugæsla sé til staðar í öllum skólum borgarinnar og að jafnræði nemenda að þessarri mikilvægu þjónustu sé tryggt í hvívetna, auk þess sem samstarf ólíkra kerfa sé formgert með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun