Sumarið er tíminn fyrir jafnlaunavottun Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 24. maí 2022 13:00 Nú fer hver að verða síðastur að hefja vinnu við jafnlaunavottunarferlið en það getur tekið 12-18 mánuði frá upphafi til enda. Öll fyrirtæki sem eru með 25 eða fleiri í starfi, að meðaltali yfir árið, þurfa að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun í lok árs. Lög þess efnis tóku gildi 2017 en koma ekki að fullrar til framvæmdar fyrr en nú um áramót. Þetta ferli getur verið tímafrekt fyrir fyrirtæki og oft mjög kostnaðarsamt en sem betur fer er búið að finna góða lausn á því. Hvað þarf ég að gera strax? Til þess að ná vottun þarf að bóka sér tíma hjá vottunaraðila til þess að taka jafnlaunakerfið út og þessir aðilar eru uppteknir og því er best að byrja á hafa strax samband við vottunaraðila og bóka tíma hjá þeim fyrir úttekt. Hvað svo? Justly Pay getur hjálpað þér með næsta skref en með því að nota Justly Pay geturðu stytt ferðina um 8-12 mánuði. Það er hugbúnaðarlausn sem auðveldar og styttir leiðina fyrir fyrirtæki að jafnlaunavottun. Lausnin inniheldur grunn skjala sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins og hægt er að laga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana. Þar er einnig að finna vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. But why me? Árið 2008 hófst vinna sem endaði í því að jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 varð til. Jafnlaunastaðall sem byggður var á grunni þekktra alþjóðlegra stjórnunar- og gæðastaðla eins og ISO9001 og ISO14001. Til að byrja með var staðallinn valkvæður, þ.e. fyrirtæki og stofnanir gátu innleitt jafnlaunakerfi að eigin frumkvæði til þess bæði að sýna að launajafnrétti væri þeim mikilvægt en líka til að gæta þess að launaákvarðanir væru teknar með sama hætti fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Það var svo í júní árið 2017 sem jafnlaunavottun var fest í lög. 7. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (nr. 150/2020) sem tóku gildi 29. desember 2020 staðfeta að jafnlaunavottun skuli byggja á jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012. Markmið laganna “er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins” (1. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna). Þó jafnlaunavottun sé ekki tól sem gengur úr skugga um að allt fólk sé með nákvæmlega sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæta vinnu, þá býr hún til jafnlaunakerfi sem snýst um að launaákvarðanir séu teknar út frá sömu forsendum og að fólk í sömu eða jafnverðmætum störfum hafi sömu tækifæri til launa og annarra kjara. Hvenær þarf mitt fyrirtæki að vera komið með vottun? Þann 31. desember 2022 eiga öll fyrirtæki sem hafa 25 eða fleiri starfandi að jafnaði á ársgrundvelli að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Tekið er mið af fjölda starfsfólks á síðasta rekstrarári og þá er miðað við 2021 í þetta skiptið. Samkvæmt reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana voru sett fjögur tímamörk er varða jafnlaunavottun. Þessi tímamörk miðuðu að stærð fyrirtækja, þ.e. hve margt starfsfólk starfaði að jafnaði á ársgrundvelli hjá þeim. Fyrstu tímamörkin voru 31. desember 2019 og voru fyrir aðila með 250 eða fleiri í starfi. Síðustu tímamörkin eru, eins og áður segir, 31. desember 2022 og miðar við starfsemi með 25 eða fleiri. Það skiptir miklu máli að vinna að góðum málum og réttlátara samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Það eru forréttindi að fá að vinna að verkefnum sem stuðla að því og því ekki seinna vænna en að hefjast handa. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Kjaramál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú fer hver að verða síðastur að hefja vinnu við jafnlaunavottunarferlið en það getur tekið 12-18 mánuði frá upphafi til enda. Öll fyrirtæki sem eru með 25 eða fleiri í starfi, að meðaltali yfir árið, þurfa að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun í lok árs. Lög þess efnis tóku gildi 2017 en koma ekki að fullrar til framvæmdar fyrr en nú um áramót. Þetta ferli getur verið tímafrekt fyrir fyrirtæki og oft mjög kostnaðarsamt en sem betur fer er búið að finna góða lausn á því. Hvað þarf ég að gera strax? Til þess að ná vottun þarf að bóka sér tíma hjá vottunaraðila til þess að taka jafnlaunakerfið út og þessir aðilar eru uppteknir og því er best að byrja á hafa strax samband við vottunaraðila og bóka tíma hjá þeim fyrir úttekt. Hvað svo? Justly Pay getur hjálpað þér með næsta skref en með því að nota Justly Pay geturðu stytt ferðina um 8-12 mánuði. Það er hugbúnaðarlausn sem auðveldar og styttir leiðina fyrir fyrirtæki að jafnlaunavottun. Lausnin inniheldur grunn skjala sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins og hægt er að laga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana. Þar er einnig að finna vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. But why me? Árið 2008 hófst vinna sem endaði í því að jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 varð til. Jafnlaunastaðall sem byggður var á grunni þekktra alþjóðlegra stjórnunar- og gæðastaðla eins og ISO9001 og ISO14001. Til að byrja með var staðallinn valkvæður, þ.e. fyrirtæki og stofnanir gátu innleitt jafnlaunakerfi að eigin frumkvæði til þess bæði að sýna að launajafnrétti væri þeim mikilvægt en líka til að gæta þess að launaákvarðanir væru teknar með sama hætti fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Það var svo í júní árið 2017 sem jafnlaunavottun var fest í lög. 7. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (nr. 150/2020) sem tóku gildi 29. desember 2020 staðfeta að jafnlaunavottun skuli byggja á jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012. Markmið laganna “er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins” (1. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna). Þó jafnlaunavottun sé ekki tól sem gengur úr skugga um að allt fólk sé með nákvæmlega sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæta vinnu, þá býr hún til jafnlaunakerfi sem snýst um að launaákvarðanir séu teknar út frá sömu forsendum og að fólk í sömu eða jafnverðmætum störfum hafi sömu tækifæri til launa og annarra kjara. Hvenær þarf mitt fyrirtæki að vera komið með vottun? Þann 31. desember 2022 eiga öll fyrirtæki sem hafa 25 eða fleiri starfandi að jafnaði á ársgrundvelli að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Tekið er mið af fjölda starfsfólks á síðasta rekstrarári og þá er miðað við 2021 í þetta skiptið. Samkvæmt reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana voru sett fjögur tímamörk er varða jafnlaunavottun. Þessi tímamörk miðuðu að stærð fyrirtækja, þ.e. hve margt starfsfólk starfaði að jafnaði á ársgrundvelli hjá þeim. Fyrstu tímamörkin voru 31. desember 2019 og voru fyrir aðila með 250 eða fleiri í starfi. Síðustu tímamörkin eru, eins og áður segir, 31. desember 2022 og miðar við starfsemi með 25 eða fleiri. Það skiptir miklu máli að vinna að góðum málum og réttlátara samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Það eru forréttindi að fá að vinna að verkefnum sem stuðla að því og því ekki seinna vænna en að hefjast handa. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar