Hörður steinhissa á spurningu Sigga um leikstjórnandaguðinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2022 12:01 Herði Unnsteinssyni brá í brún þegar Sigurður Orri Kristjánsson varpaði fram spurningu Chris Paul. getty/Christian Petersen „Nei eða já“ er fastur liður í Lögmáli leiksins, þætti Stöðvar 2 Sports um NBA-deildina í körfubolta. Í þætti gærkvöldsins varpaði Sigurður Orri Kristjánsson fram spurningu sem Hörður Unnsteinsson var afar undrandi á. Leikstjórnandinn þrautreyndi Chris Paul gaf hressilega eftir í síðustu leikjum einvígis Phoenix Suns og Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og var ólíkur sjálfum sér. Sigurður Orri spurði Hörð því hvort hinn 37 ára Paul, eða leikstjórnandaguðinn (e. point god) eins og hann er stundum kallaður, ætti að leggja skóna á hilluna. Ekki stóð á svari hjá Herði. „Nei ... nei, nei. Það hefði verið gaman ef ég hefði bara farið í já. Hann er að spila á MVP getustigi og er örugglega í öðru úrvalsliði deildarinnar. Hann er topp fimmtán leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður. „Hann ætti augljóslega ekki að hætta en hann verður ekki, og ég hef svo sem sagt það áður, meistari sem besti leikmaður liðs.“ Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Hörður kom þá með spurningu á móti, hvort Phoenix ætti hreinlega að skipta Paul í burtu. „Ég held að það sé alveg möguleiki. Það þarf þá að vera eitthvað lið sem heldur að það sé nálægt því að vinna. Chris Paul í einhverju svona Oklahoma City Thunder dæmi aftur, ég sé það ekki gerast,“ sagði Sigurður Orri. Hörður telur líklegast að ef Paul yrði skipt í burtu myndi hann reyna að komast að hjá sterku liði svo hann gæti loks unnið meistaratitil. „Ef hann á að vinna titil verður það þessi klassíski Jason Kidd eða Gary Payton titil,“ sagði Hörður og vísaði til meistaratitla sem þeir Kidd og Payton unnu á efri árum ferilsins, Kidd með Dallas 2011 og Payton með Miami Heat 2006. „Nei eða já,“ í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. 23. maí 2022 18:00 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Leikstjórnandinn þrautreyndi Chris Paul gaf hressilega eftir í síðustu leikjum einvígis Phoenix Suns og Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og var ólíkur sjálfum sér. Sigurður Orri spurði Hörð því hvort hinn 37 ára Paul, eða leikstjórnandaguðinn (e. point god) eins og hann er stundum kallaður, ætti að leggja skóna á hilluna. Ekki stóð á svari hjá Herði. „Nei ... nei, nei. Það hefði verið gaman ef ég hefði bara farið í já. Hann er að spila á MVP getustigi og er örugglega í öðru úrvalsliði deildarinnar. Hann er topp fimmtán leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður. „Hann ætti augljóslega ekki að hætta en hann verður ekki, og ég hef svo sem sagt það áður, meistari sem besti leikmaður liðs.“ Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Hörður kom þá með spurningu á móti, hvort Phoenix ætti hreinlega að skipta Paul í burtu. „Ég held að það sé alveg möguleiki. Það þarf þá að vera eitthvað lið sem heldur að það sé nálægt því að vinna. Chris Paul í einhverju svona Oklahoma City Thunder dæmi aftur, ég sé það ekki gerast,“ sagði Sigurður Orri. Hörður telur líklegast að ef Paul yrði skipt í burtu myndi hann reyna að komast að hjá sterku liði svo hann gæti loks unnið meistaratitil. „Ef hann á að vinna titil verður það þessi klassíski Jason Kidd eða Gary Payton titil,“ sagði Hörður og vísaði til meistaratitla sem þeir Kidd og Payton unnu á efri árum ferilsins, Kidd með Dallas 2011 og Payton með Miami Heat 2006. „Nei eða já,“ í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. 23. maí 2022 18:00 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. 23. maí 2022 18:00