Hörður steinhissa á spurningu Sigga um leikstjórnandaguðinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2022 12:01 Herði Unnsteinssyni brá í brún þegar Sigurður Orri Kristjánsson varpaði fram spurningu Chris Paul. getty/Christian Petersen „Nei eða já“ er fastur liður í Lögmáli leiksins, þætti Stöðvar 2 Sports um NBA-deildina í körfubolta. Í þætti gærkvöldsins varpaði Sigurður Orri Kristjánsson fram spurningu sem Hörður Unnsteinsson var afar undrandi á. Leikstjórnandinn þrautreyndi Chris Paul gaf hressilega eftir í síðustu leikjum einvígis Phoenix Suns og Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og var ólíkur sjálfum sér. Sigurður Orri spurði Hörð því hvort hinn 37 ára Paul, eða leikstjórnandaguðinn (e. point god) eins og hann er stundum kallaður, ætti að leggja skóna á hilluna. Ekki stóð á svari hjá Herði. „Nei ... nei, nei. Það hefði verið gaman ef ég hefði bara farið í já. Hann er að spila á MVP getustigi og er örugglega í öðru úrvalsliði deildarinnar. Hann er topp fimmtán leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður. „Hann ætti augljóslega ekki að hætta en hann verður ekki, og ég hef svo sem sagt það áður, meistari sem besti leikmaður liðs.“ Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Hörður kom þá með spurningu á móti, hvort Phoenix ætti hreinlega að skipta Paul í burtu. „Ég held að það sé alveg möguleiki. Það þarf þá að vera eitthvað lið sem heldur að það sé nálægt því að vinna. Chris Paul í einhverju svona Oklahoma City Thunder dæmi aftur, ég sé það ekki gerast,“ sagði Sigurður Orri. Hörður telur líklegast að ef Paul yrði skipt í burtu myndi hann reyna að komast að hjá sterku liði svo hann gæti loks unnið meistaratitil. „Ef hann á að vinna titil verður það þessi klassíski Jason Kidd eða Gary Payton titil,“ sagði Hörður og vísaði til meistaratitla sem þeir Kidd og Payton unnu á efri árum ferilsins, Kidd með Dallas 2011 og Payton með Miami Heat 2006. „Nei eða já,“ í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. 23. maí 2022 18:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira
Leikstjórnandinn þrautreyndi Chris Paul gaf hressilega eftir í síðustu leikjum einvígis Phoenix Suns og Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og var ólíkur sjálfum sér. Sigurður Orri spurði Hörð því hvort hinn 37 ára Paul, eða leikstjórnandaguðinn (e. point god) eins og hann er stundum kallaður, ætti að leggja skóna á hilluna. Ekki stóð á svari hjá Herði. „Nei ... nei, nei. Það hefði verið gaman ef ég hefði bara farið í já. Hann er að spila á MVP getustigi og er örugglega í öðru úrvalsliði deildarinnar. Hann er topp fimmtán leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður. „Hann ætti augljóslega ekki að hætta en hann verður ekki, og ég hef svo sem sagt það áður, meistari sem besti leikmaður liðs.“ Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Hörður kom þá með spurningu á móti, hvort Phoenix ætti hreinlega að skipta Paul í burtu. „Ég held að það sé alveg möguleiki. Það þarf þá að vera eitthvað lið sem heldur að það sé nálægt því að vinna. Chris Paul í einhverju svona Oklahoma City Thunder dæmi aftur, ég sé það ekki gerast,“ sagði Sigurður Orri. Hörður telur líklegast að ef Paul yrði skipt í burtu myndi hann reyna að komast að hjá sterku liði svo hann gæti loks unnið meistaratitil. „Ef hann á að vinna titil verður það þessi klassíski Jason Kidd eða Gary Payton titil,“ sagði Hörður og vísaði til meistaratitla sem þeir Kidd og Payton unnu á efri árum ferilsins, Kidd með Dallas 2011 og Payton með Miami Heat 2006. „Nei eða já,“ í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. 23. maí 2022 18:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira
Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. 23. maí 2022 18:00