Atkvæðum kastað á glæ? Ómar Már Jónsson skrifar 20. maí 2022 11:00 Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir og ljóst er að Miðflokkurinn fékk ekki það fylgi sem ég vonaðist eftir er ástæða til að líta yfir hið pólitíska svið. Þrátt fyrir niðurstöðuna er ég sáttur með frammistöðu minna félaga á lista Miðflokksins og ekki síður þau mikilvægu málefni sem við lögðum áherslu á. Nú af afstöðnum kosningum, styttist í að meirihlutasamstarf verði innsiglað til næstu fjögurra ára í borginni. Nýjustu fregnir herma að Framsókn muni lengja líftíma stjórnar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar önnur fjögur ár. Það er verður að teljast athyglisverð niðurstaða þar sem Framsókn talaði afdráttarlaust um að að fella meirihlutann í borginni í kosningabaráttu sinni. Núna er Framsókn tilbúin til að vinna með þeim sem hann ætlaði að fella. Við í Miðflokknum vorum með skýr skilaboð í þessari kosningabaráttu, eitt þeirra var að fella núverandi meirihluta í borginni. Hvað segja þeir kjósendur núna sem settu X við Framsókn á kjördag? Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort þeir hafi verið meðvitaðir um að með því væru þeir að styðja við áframhaldandi stjórn í borginni, stjórn sem mun starfa á sömu forsendum og borgin hefur verið rekin undanfarin átta ár. Voru niðurstöður kosninganna vísbending um að kjósendur væru ánægðir með hvernig borgin er rekin, hvernig hún hefur staðið sig í skipulagmálum og samgöngumálum? Ég tel svo ekki vera. Samfylking tapaði tveimur fulltrúum, Viðreisn einum og Vinstri grænir rétt náðu inn einum fulltrúa. Píratar bæta við einum fulltrúa. Það getur ekki talist vísbending um að meirihluti kjósenda sé ánægður með stefnu borgarinnar. Ég og mitt fólk höfum átt mörg samtöl við kjósendur eftir að niðurstöður lágu fyrir. Fjölmargir höfðu líst yfir stuðningi við okkur fyrir kosningarnar, ætluðu að setja X við M. Eftir kosningarnar hafa margir upplýst okkur um að þar sem Miðflokkurinn mældist ekki inni fyrir kosningar, þá vildu þeir ekki að atkvæðið sitt dytti niður dautt og ómerkt, yrði kastað á glæ. Þeir hinir sömu kusu Framsóknarflokkinn í staðinn. Það töldu þessir kjósendur öruggustu leiðina til að fella meirihlutann í borginni. Það er áhugavert að ef atkvæði hefði verið greitt Miðflokknum og hann hefði komið inn manni væri Miðflokkurinn með gríðarlegt vægi í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir. Hann hefði að öllum líkindum verið í stöðu til að fella meirihlutann, gera alvöru breytingar í borginni. Það var sú stefna sem við boðuðum og hefðum að sjálfsögðu staðið við, hefðum við fengið til þess stuðning. Nú kemur í ljós að atkvæði greitt Framsóknarflokknum var kastað á glæ. Lærdómurinn er sá að við kjósendur eigum að fylgja innsæi okkar og setja X við þann flokk sem trú er á að geti gert samfélagið okkar betra. Höfundur er framkvæmdastjóri og oddviti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir og ljóst er að Miðflokkurinn fékk ekki það fylgi sem ég vonaðist eftir er ástæða til að líta yfir hið pólitíska svið. Þrátt fyrir niðurstöðuna er ég sáttur með frammistöðu minna félaga á lista Miðflokksins og ekki síður þau mikilvægu málefni sem við lögðum áherslu á. Nú af afstöðnum kosningum, styttist í að meirihlutasamstarf verði innsiglað til næstu fjögurra ára í borginni. Nýjustu fregnir herma að Framsókn muni lengja líftíma stjórnar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar önnur fjögur ár. Það er verður að teljast athyglisverð niðurstaða þar sem Framsókn talaði afdráttarlaust um að að fella meirihlutann í borginni í kosningabaráttu sinni. Núna er Framsókn tilbúin til að vinna með þeim sem hann ætlaði að fella. Við í Miðflokknum vorum með skýr skilaboð í þessari kosningabaráttu, eitt þeirra var að fella núverandi meirihluta í borginni. Hvað segja þeir kjósendur núna sem settu X við Framsókn á kjördag? Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort þeir hafi verið meðvitaðir um að með því væru þeir að styðja við áframhaldandi stjórn í borginni, stjórn sem mun starfa á sömu forsendum og borgin hefur verið rekin undanfarin átta ár. Voru niðurstöður kosninganna vísbending um að kjósendur væru ánægðir með hvernig borgin er rekin, hvernig hún hefur staðið sig í skipulagmálum og samgöngumálum? Ég tel svo ekki vera. Samfylking tapaði tveimur fulltrúum, Viðreisn einum og Vinstri grænir rétt náðu inn einum fulltrúa. Píratar bæta við einum fulltrúa. Það getur ekki talist vísbending um að meirihluti kjósenda sé ánægður með stefnu borgarinnar. Ég og mitt fólk höfum átt mörg samtöl við kjósendur eftir að niðurstöður lágu fyrir. Fjölmargir höfðu líst yfir stuðningi við okkur fyrir kosningarnar, ætluðu að setja X við M. Eftir kosningarnar hafa margir upplýst okkur um að þar sem Miðflokkurinn mældist ekki inni fyrir kosningar, þá vildu þeir ekki að atkvæðið sitt dytti niður dautt og ómerkt, yrði kastað á glæ. Þeir hinir sömu kusu Framsóknarflokkinn í staðinn. Það töldu þessir kjósendur öruggustu leiðina til að fella meirihlutann í borginni. Það er áhugavert að ef atkvæði hefði verið greitt Miðflokknum og hann hefði komið inn manni væri Miðflokkurinn með gríðarlegt vægi í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir. Hann hefði að öllum líkindum verið í stöðu til að fella meirihlutann, gera alvöru breytingar í borginni. Það var sú stefna sem við boðuðum og hefðum að sjálfsögðu staðið við, hefðum við fengið til þess stuðning. Nú kemur í ljós að atkvæði greitt Framsóknarflokknum var kastað á glæ. Lærdómurinn er sá að við kjósendur eigum að fylgja innsæi okkar og setja X við þann flokk sem trú er á að geti gert samfélagið okkar betra. Höfundur er framkvæmdastjóri og oddviti Miðflokksins í Reykjavík.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun