Innlent

Telja ekki að and­lát konunnar sem fannst hafi borið að með sak­næmum hætti

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarsveitir og lögregla voru að störfum við grjótgarðinn við Eiðsgranda í gær.
Björgunarsveitir og lögregla voru að störfum við grjótgarðinn við Eiðsgranda í gær. Vísir/Vilhelm

Manneskjan sem fannst látin í fjörunni norðan Eiðsgranda í Reykjavík eftir hádegi í gær var kona. Ekki er talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti.

Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem fréttastofu barst nú rétt í þessu. Þar segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Lögregla hefur varist fregna af málinu þegar fréttastofa hefur leitað upplýsinga í dag.


Tengdar fréttir

Líkfundur við Eiðsgranda

Lögreglan skimar nú grjótgarðinn við Eiðsgranda eftir líkfund og er málið til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×