Hönnun og nýsköpun – alltumlykjandi allt árið Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 19. maí 2022 13:01 HönnunarMars – uppskeruhátíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi – er nýafstaðinn og um þessar mundir er Nýsköpunarvika í fullum gangi. Þessir viðburðir bera vitni um sköpunarkraft og framfaravilja sem einkennir íslenskt atvinnulíf og menningu. Í víðum skilningi verða hönnun og nýsköpun vart aðskilin, þar sem eitt nærir annað, og sem aðferðafræði er hönnun eitt besta verkfærið sem við höfum til þess að tengja saman sköpunarkraft, tækni og vísindi í þágu fólks og umhverfis. Frá HönnunarMarsAldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Fyrir mannlíf og umhverfi Leiðarstef í þeim fjölbreyttu verkefnum sem kynnt voru á HönnunarMars í ár voru meðal annars skýr áhersla á aukin lífsgæði, betri nýtingu auðlinda og umhverfissjónarmið. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem eitt mikilvægasta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburðanna staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Fyrir tilstilli HönnunarMars eru skapaðar einstakar aðstæður til þess að sýna og kynna nýjar aðferðir, og eiga frjótt samtal um framtíðina. Þar hefur starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, og ótal samstarfsaðilar þeirra, unnið þrekvirki við að þróa og móta spennandi hátíð sem höfðar til víðs hóps og hefur sannarlega átt stóran hlut í því að koma íslenskri hönnun rækilega á kortið. Frá HönnunarMars.Aldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Áhrif Hönnunarsjóðs Um þessar mundir fögnum við líka 10 ára afmæli Hönnunarsjóðs sem var komið á laggirnar til þess að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á þessum sviðum. Þegar litið er til baka og horft til áhrifa sjóðsins í okkar kvika samfélagi þá getum við verið stolt og bjartsýn. Fyrir tilstilli framlaga sjóðsins hefur mörgum spennandi nýskapandi verkefnum verið hrint í framkvæmd og þau hjól halda mörg áfram að snúast af krafti. Stuðningur úr Hönnunarsjóði er mikilvæg lyftistöng og viðurkenning, og oft fyrsta skref að einhverju stærra. Nú höfum við ákveðið að hækka framlög til sjóðsins, frá og með næsta ári. Með því mun slagkraftur sjóðsins aukast og vonir standa til þess að áhrifa hans gæti enn víðar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir á HönnunarMars.Aldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Vor í lofti Það er sannarlega vor í lofti fyrir ört vaxandi hönnunarsamfélag hér á landi. Fagstéttir tengdar hönnunar og arkitektúr stækka og fyrirtækjum fjölgar ört. Áhugi á menntun og starfsþróun eykst og til verða spennandi og eftirsóknarverð störf. Ég tel gríðarleg sóknarfæri til verðmæta- og atvinnusköpunar í hönnunargeiranum, þar er mannauður og hugvit sem við getum virkjað til hagsbóta fyrir samfélagið allt, ekki síst með aukinni hönnunardrifinni nýsköpun og þverfaglegu samstarfi. Hönnuðir og arkitektar mennta sig til að vinna í síbreytilegu samfélagi. Nám þeirra hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (e. design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir okkar tíma. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi á síðustu 10 árum og a.m.k. 500 aðrir munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun. Hönnun í öndvegi Við setjum málefni hönnunar í öndvegi á þessu kjörtímabili og í menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nú unnið að mótun nýrrar hönnunarstefnu, í góðri samvinnu við hagaðila. Markmið þeirrar vinnu er skýrt; við hyggjumst móta stefnu og aðgerðir sem skila árangri, fagmennsku og gæðum til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Stefnu sem ætlað er að virkja mannauð í hönnunargreinum til þess að leysa brýn verkefni samtímans og stuðla að sjálfbærri verðmætasköpun. Við höfum allt að vinna að efla íslenska hönnun og arkitektúr, sem fag- og atvinnugrein, útflutningsgrein og mikilvæga aðferðafræði – allt eru þetta leiðir að lífgæðum fyrir samfélagið. Höfundur er ferðamála- viðskipta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
HönnunarMars – uppskeruhátíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi – er nýafstaðinn og um þessar mundir er Nýsköpunarvika í fullum gangi. Þessir viðburðir bera vitni um sköpunarkraft og framfaravilja sem einkennir íslenskt atvinnulíf og menningu. Í víðum skilningi verða hönnun og nýsköpun vart aðskilin, þar sem eitt nærir annað, og sem aðferðafræði er hönnun eitt besta verkfærið sem við höfum til þess að tengja saman sköpunarkraft, tækni og vísindi í þágu fólks og umhverfis. Frá HönnunarMarsAldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Fyrir mannlíf og umhverfi Leiðarstef í þeim fjölbreyttu verkefnum sem kynnt voru á HönnunarMars í ár voru meðal annars skýr áhersla á aukin lífsgæði, betri nýtingu auðlinda og umhverfissjónarmið. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem eitt mikilvægasta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburðanna staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Fyrir tilstilli HönnunarMars eru skapaðar einstakar aðstæður til þess að sýna og kynna nýjar aðferðir, og eiga frjótt samtal um framtíðina. Þar hefur starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, og ótal samstarfsaðilar þeirra, unnið þrekvirki við að þróa og móta spennandi hátíð sem höfðar til víðs hóps og hefur sannarlega átt stóran hlut í því að koma íslenskri hönnun rækilega á kortið. Frá HönnunarMars.Aldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Áhrif Hönnunarsjóðs Um þessar mundir fögnum við líka 10 ára afmæli Hönnunarsjóðs sem var komið á laggirnar til þess að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á þessum sviðum. Þegar litið er til baka og horft til áhrifa sjóðsins í okkar kvika samfélagi þá getum við verið stolt og bjartsýn. Fyrir tilstilli framlaga sjóðsins hefur mörgum spennandi nýskapandi verkefnum verið hrint í framkvæmd og þau hjól halda mörg áfram að snúast af krafti. Stuðningur úr Hönnunarsjóði er mikilvæg lyftistöng og viðurkenning, og oft fyrsta skref að einhverju stærra. Nú höfum við ákveðið að hækka framlög til sjóðsins, frá og með næsta ári. Með því mun slagkraftur sjóðsins aukast og vonir standa til þess að áhrifa hans gæti enn víðar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir á HönnunarMars.Aldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Vor í lofti Það er sannarlega vor í lofti fyrir ört vaxandi hönnunarsamfélag hér á landi. Fagstéttir tengdar hönnunar og arkitektúr stækka og fyrirtækjum fjölgar ört. Áhugi á menntun og starfsþróun eykst og til verða spennandi og eftirsóknarverð störf. Ég tel gríðarleg sóknarfæri til verðmæta- og atvinnusköpunar í hönnunargeiranum, þar er mannauður og hugvit sem við getum virkjað til hagsbóta fyrir samfélagið allt, ekki síst með aukinni hönnunardrifinni nýsköpun og þverfaglegu samstarfi. Hönnuðir og arkitektar mennta sig til að vinna í síbreytilegu samfélagi. Nám þeirra hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (e. design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir okkar tíma. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi á síðustu 10 árum og a.m.k. 500 aðrir munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun. Hönnun í öndvegi Við setjum málefni hönnunar í öndvegi á þessu kjörtímabili og í menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nú unnið að mótun nýrrar hönnunarstefnu, í góðri samvinnu við hagaðila. Markmið þeirrar vinnu er skýrt; við hyggjumst móta stefnu og aðgerðir sem skila árangri, fagmennsku og gæðum til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Stefnu sem ætlað er að virkja mannauð í hönnunargreinum til þess að leysa brýn verkefni samtímans og stuðla að sjálfbærri verðmætasköpun. Við höfum allt að vinna að efla íslenska hönnun og arkitektúr, sem fag- og atvinnugrein, útflutningsgrein og mikilvæga aðferðafræði – allt eru þetta leiðir að lífgæðum fyrir samfélagið. Höfundur er ferðamála- viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar