Allt opið í Hafnarfirði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 16. maí 2022 20:26 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar. Flokkurinn bætti við sig tveimur mönnum í kosningunum á laugardag. Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman. Spenna ríkir um meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Samfylkingin vann mikinn sigur á laugardaginn og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafnmarga og Sjálfstæðisflokkurinn sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti við sig manni og er nú með tvo. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Valdirmar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að byrja á því að eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks, um grundvöll fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi. Eru einhverjar formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk hafnar? „Nei engar formlegar, þetta hefur verið óformlegt. Bæði í gær og í dag sem ég hef rætt við bæði oddvita Viðreisnar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, en formlegar viðræður munu hefjast á næstu dögum,“ sagði Valdimar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðmundar Árni hefur óskað formlega eftir því við oddvita Framsóknar að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs meirihluta. „Ég gerði honum grein fyrir því og hann hafði skilning á því að til að byrja með myndu flokkarnir sem hefðu meirihluta og héldu meirihluta byrja á að ræða saman þannig að ég veit af hans áhuga og hef gert honum grein fyrir því að við byrjum þetta samtal með þessum hætti,“ sagði Valdimar. Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningum 2022 Bæjarstjórastóllinn ræddur Gerir þú kröfu um bæjarstjórastól? „Bæjarstjórastóllinn hefur verið ræddur. Ég hef verið stjórnandi í tæp 20 ár sem skólastjóri og vissulega væri ég tilbúinn í það verkefni en það er ekki forgangsmál í samtalinu en vissulega verður það rætt.“ En ef Samfylkingin myndi gefa ykkur bæjarstjórastólinn, væri það freisting að vinna með þeim? „Samfylkingin hefur viðrað það að þeir sjái fyrir sér stjórn sem Framsókn leiðir en hins vegar erum við fyrst og fremst að horfa til málefna, hvort við náum þeim á framfæri áður en við förum að ræða um skiptingu í embætti og ráða nefndir.“ Samstarf við Sjálfstæðisflokk ekki í kortunum en samt allt opið Guðmundur Árni kannaðist ekki við að hafa boðið Framsókn bæjarstjórastólinn. Viðræður við Framsóknarflokkinn yrði á jafnréttisgrundvelli jafnvel þó að Samfylkingin hefði fengið 29% atkvæða en Framsókn 13%. „Við komum ekki inn í slíkar viðræður með neinar kröfur enda er það ekki mjög gagnlegt í pólitík og hefur aldrei verið,“ sagði Guðmundur Árni í kvöldfréttunum. Sagðist hann telja úrslit kosninganna ákall um að Framsókn og Samfylkingin komi til verka í bæjarstjórn. Spurður út í hvort að möguleiki væri á að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ynnu saman sló Guðmundur Árni úr og í. „Það hefur aldrei verið í kortunum og er það ekki heldur núna.“ Í næstu andrá sagðist hann þó hafa átt gott samtal við Rósu í síma í dag. „Þannig að það er allt opið. Allt er opið í lífinu og ekki síst í pólitíkinni,“ sagði Guðmundur Árni. L-listinn í lykilstöðu á Akureyri Formlegar meirihlutaviðræður hefjast á Akureyri í kvöld þegar oddvitar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funda um grundvöll fyrir meirihlutasamstarfi. „Við hittumst aðeins í gærkvöldi og ákváðum að byrja að tala saman og hittumst núna væntanlega mikið á næstu dögum,“ sagði Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans á Akureyri. L-listinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar. Listinn er í lykilstöðu en oddvitinn útilokar ekki samstarf við aðra flokka. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Akureyri Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Spenna ríkir um meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Samfylkingin vann mikinn sigur á laugardaginn og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafnmarga og Sjálfstæðisflokkurinn sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti við sig manni og er nú með tvo. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Valdirmar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að byrja á því að eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks, um grundvöll fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi. Eru einhverjar formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk hafnar? „Nei engar formlegar, þetta hefur verið óformlegt. Bæði í gær og í dag sem ég hef rætt við bæði oddvita Viðreisnar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, en formlegar viðræður munu hefjast á næstu dögum,“ sagði Valdimar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðmundar Árni hefur óskað formlega eftir því við oddvita Framsóknar að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs meirihluta. „Ég gerði honum grein fyrir því og hann hafði skilning á því að til að byrja með myndu flokkarnir sem hefðu meirihluta og héldu meirihluta byrja á að ræða saman þannig að ég veit af hans áhuga og hef gert honum grein fyrir því að við byrjum þetta samtal með þessum hætti,“ sagði Valdimar. Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningum 2022 Bæjarstjórastóllinn ræddur Gerir þú kröfu um bæjarstjórastól? „Bæjarstjórastóllinn hefur verið ræddur. Ég hef verið stjórnandi í tæp 20 ár sem skólastjóri og vissulega væri ég tilbúinn í það verkefni en það er ekki forgangsmál í samtalinu en vissulega verður það rætt.“ En ef Samfylkingin myndi gefa ykkur bæjarstjórastólinn, væri það freisting að vinna með þeim? „Samfylkingin hefur viðrað það að þeir sjái fyrir sér stjórn sem Framsókn leiðir en hins vegar erum við fyrst og fremst að horfa til málefna, hvort við náum þeim á framfæri áður en við förum að ræða um skiptingu í embætti og ráða nefndir.“ Samstarf við Sjálfstæðisflokk ekki í kortunum en samt allt opið Guðmundur Árni kannaðist ekki við að hafa boðið Framsókn bæjarstjórastólinn. Viðræður við Framsóknarflokkinn yrði á jafnréttisgrundvelli jafnvel þó að Samfylkingin hefði fengið 29% atkvæða en Framsókn 13%. „Við komum ekki inn í slíkar viðræður með neinar kröfur enda er það ekki mjög gagnlegt í pólitík og hefur aldrei verið,“ sagði Guðmundur Árni í kvöldfréttunum. Sagðist hann telja úrslit kosninganna ákall um að Framsókn og Samfylkingin komi til verka í bæjarstjórn. Spurður út í hvort að möguleiki væri á að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ynnu saman sló Guðmundur Árni úr og í. „Það hefur aldrei verið í kortunum og er það ekki heldur núna.“ Í næstu andrá sagðist hann þó hafa átt gott samtal við Rósu í síma í dag. „Þannig að það er allt opið. Allt er opið í lífinu og ekki síst í pólitíkinni,“ sagði Guðmundur Árni. L-listinn í lykilstöðu á Akureyri Formlegar meirihlutaviðræður hefjast á Akureyri í kvöld þegar oddvitar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funda um grundvöll fyrir meirihlutasamstarfi. „Við hittumst aðeins í gærkvöldi og ákváðum að byrja að tala saman og hittumst núna væntanlega mikið á næstu dögum,“ sagði Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans á Akureyri. L-listinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar. Listinn er í lykilstöðu en oddvitinn útilokar ekki samstarf við aðra flokka.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Akureyri Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent