Taktu þitt pláss, ÞÚ skiptir máli Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Margrét Sigrún Þórólfsdóttir, Svanur Gísli Þorkelsson, Vania Cristína Leite Lopes og Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifa 13. maí 2022 14:21 Hvort sem hlutirnir eru í lagi eða boðaðar eru breytingar fyrir fólkið í bænum, þar sem framtíðin á miðjunni segir vertu memm og áfram við, þá er það eina sem skiptir máli ert þú! Þú kjósandi góður ert aðalnúmerið, á kjördag tekur þú ákvörðun um það hverjum þú ætlar að treysta til þess að halda með þér og þínum skoðunum næstu fjögur árin. Vilt þú hafa eitthvað að segja varðandi ákvarðanir í umdeildum málum sbr. mengandi stóriðju eða öryggisvistun í Reykjanesbæ nú eða að allt rusl af suðuvesturhorninu verði brennt í Helguvík? Þá eigum við samleið þar sem við viljum gefa íbúum rödd með bindandi kosningum um málefnin sem eru umdeild. Vilt þú kjósandi góður styðja við foreldra og börn með því að gefa þeim rödd og málsvara í samskiptum við stjórnsýslustigið sem getur verið flókið fyrir t.d. fólk af erlendum uppruna sem veit ekki hvert ætti að leita eða hvaða rétt það hefur. Þá eigum við samleið því Píratar og óháðir vilja koma á fót stöðu umboðsmanns foreldra barna í leik – og grunnskólum. Þekkir þú einhvern eða er einhver þér nákominn sem þarf á virkni að halda, er jafnvel illa staddur félagslega en hefur ekkert úrræði að leita til? Þá eigum við samleið því við teljum brýnt að það séu margar mismunandi og ólíkar leiðir til að þjónusta þennan hóp sem er eins fjölbreyttur og einstaklingarnir sem í honum eru, þurfum að sníða þjónustuna að þörfum þessa hóps en ekki að þörfum sérfræðinganna. Þurfum að koma á alvöru NPA úrræði sem miðast við þjónustuþegana en ekki sérfræðingana. Viltu anda að þér mengun frá umhverfinu sem skaðar heilsu fólks? Viltu efla stóriðju á kostnað nýsköpunar og sprotafyrirtækja t.d. á sviði matvæla- og lyfjaframleiðslu? Ef þú vilt ekki mengandi stóriðju þá áttu svo sannarlega samleið með okkur Pírötum og óháðum því við munum ALDREI samþykkja mengandi iðnað í Helguvík og ef slíkt kæmi inná borð eru það íbúarnir sem eiga að kjósa um slíkt málefni í bindandi kosningu. Eigum við að markaðssetja bæinn okkar betur sem þann flotta menningarbæ sem hann er? Píratar og óháðir vilja stofna menningarsetur þar sem nýtt bókasafn og byggðasafn yrði undir einu þaki, þar yrði líka til rými fyrir listsköpun hinna ýmsu hópa, þar gætu t.d. kórar/sönghópar fengið aðstöðu til æfinga, rými til að geyma hluti sem slíku starfi fylgir, þar gætu „bílskúrsbönd“ fengið að æfa og íbúar bæði innlendir og þeir sem eru af erlendum uppruna gætu komið saman og unnið að listsköpun sameiginlega og þannig kynnst hverjir öðrum. Vilt þú kjósandi góður eiga möguleika á öruggu húsnæði? Húsnæði sem verður ekki selt ofan af þér eða leigan hækkuð eftir arðsemiskröfu eigenda? Þá eru Píratar og óháðir þér sammála því við viljum styðja við óhagnaðardrifin leigufélög að norrænni fyrirmynd líkt og Íbúðarfélag Suðurnesja hsf. hefur barist fyrir að koma á laggirnar. Einnig teljum við mikilvægt að Reykjanesbær fjölgi félagslegu húsnæði þar sem ríflega 200 manns eru á biðlista eftir slíku húsnæði og sveitarfélögum ber skylda til samkvæmt lögum að bjóða fólki félagslegt húsnæði sem getur ekki sjálft eignast þak yfir höfuðið eða leigt dýrt og óöruggt húsnæði. Píratar og óháðir vilja að elsta stig leikskóla verði gjaldfrjálst enda viðurkennt sem fyrsta skólastigið. Leikskólar ættu að taka við börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða og heimilin ættu aðeins að greiða eitt gjald óháð fjölda barna á leikskóla, það er kjarabót fyrir fjölskyldur bæjarins. Það þarf að styrkja vel og styðja íþrótta – og tómstundastarf barna, þá eigum við einnig við tónlistarnám barna sem er dýrt og ekki á færi allra heimila að fjármagna en það er mismunun gagnvart börnum sem eiga að geta stundað svona tómstundir óháð efnahag foreldra. Nýju farsældarlögin sem tóku gildi um síðustu áramót setja skyldur á sveitarfélög að verða barnvæn og samkvæmt því þá ættu sveitarfélögin einmitt að styðja heimilin varðandi íþróttir og tómstundastarf barna. Að styrkja sérstaklega íþróttafélögin hefur bærinn gert bæði hvað varðar árleg framlög svo og varðandi covid viðspyrnu sem er vel en sveitarfélagið á að styðja og styrkja öll íþróttafélög þ.m.t NES íþróttafélag en þeir hafa ekki einu sinni haft fjármagn til þess að ráða fótboltaþjálfara og einmitt fyrir þann hóp sem svo sannarlega þarf á slíku starfi að halda. Það er svo mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi, óháð kyni, uppruna eða fötlunar. Ef þú ert sammála þessum áherslum, þá eigum við Píratar og óháðir svo sannarlega samleið með þér. En umfram allt kjósandi góður, taktu þátt í kosningum, stattu með sjálfum þér og mundu að ÞÚ skiptir máli. Höfundar eru á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir 1. sæti Margrét Sigrún Þórólfsdóttir 2. sæti Svanur Gísli Þorkelsson 3. sæti Vania Cristína Leite Lopes 4. sæti Daníel Freyr Rögnvaldsson 5. sæti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort sem hlutirnir eru í lagi eða boðaðar eru breytingar fyrir fólkið í bænum, þar sem framtíðin á miðjunni segir vertu memm og áfram við, þá er það eina sem skiptir máli ert þú! Þú kjósandi góður ert aðalnúmerið, á kjördag tekur þú ákvörðun um það hverjum þú ætlar að treysta til þess að halda með þér og þínum skoðunum næstu fjögur árin. Vilt þú hafa eitthvað að segja varðandi ákvarðanir í umdeildum málum sbr. mengandi stóriðju eða öryggisvistun í Reykjanesbæ nú eða að allt rusl af suðuvesturhorninu verði brennt í Helguvík? Þá eigum við samleið þar sem við viljum gefa íbúum rödd með bindandi kosningum um málefnin sem eru umdeild. Vilt þú kjósandi góður styðja við foreldra og börn með því að gefa þeim rödd og málsvara í samskiptum við stjórnsýslustigið sem getur verið flókið fyrir t.d. fólk af erlendum uppruna sem veit ekki hvert ætti að leita eða hvaða rétt það hefur. Þá eigum við samleið því Píratar og óháðir vilja koma á fót stöðu umboðsmanns foreldra barna í leik – og grunnskólum. Þekkir þú einhvern eða er einhver þér nákominn sem þarf á virkni að halda, er jafnvel illa staddur félagslega en hefur ekkert úrræði að leita til? Þá eigum við samleið því við teljum brýnt að það séu margar mismunandi og ólíkar leiðir til að þjónusta þennan hóp sem er eins fjölbreyttur og einstaklingarnir sem í honum eru, þurfum að sníða þjónustuna að þörfum þessa hóps en ekki að þörfum sérfræðinganna. Þurfum að koma á alvöru NPA úrræði sem miðast við þjónustuþegana en ekki sérfræðingana. Viltu anda að þér mengun frá umhverfinu sem skaðar heilsu fólks? Viltu efla stóriðju á kostnað nýsköpunar og sprotafyrirtækja t.d. á sviði matvæla- og lyfjaframleiðslu? Ef þú vilt ekki mengandi stóriðju þá áttu svo sannarlega samleið með okkur Pírötum og óháðum því við munum ALDREI samþykkja mengandi iðnað í Helguvík og ef slíkt kæmi inná borð eru það íbúarnir sem eiga að kjósa um slíkt málefni í bindandi kosningu. Eigum við að markaðssetja bæinn okkar betur sem þann flotta menningarbæ sem hann er? Píratar og óháðir vilja stofna menningarsetur þar sem nýtt bókasafn og byggðasafn yrði undir einu þaki, þar yrði líka til rými fyrir listsköpun hinna ýmsu hópa, þar gætu t.d. kórar/sönghópar fengið aðstöðu til æfinga, rými til að geyma hluti sem slíku starfi fylgir, þar gætu „bílskúrsbönd“ fengið að æfa og íbúar bæði innlendir og þeir sem eru af erlendum uppruna gætu komið saman og unnið að listsköpun sameiginlega og þannig kynnst hverjir öðrum. Vilt þú kjósandi góður eiga möguleika á öruggu húsnæði? Húsnæði sem verður ekki selt ofan af þér eða leigan hækkuð eftir arðsemiskröfu eigenda? Þá eru Píratar og óháðir þér sammála því við viljum styðja við óhagnaðardrifin leigufélög að norrænni fyrirmynd líkt og Íbúðarfélag Suðurnesja hsf. hefur barist fyrir að koma á laggirnar. Einnig teljum við mikilvægt að Reykjanesbær fjölgi félagslegu húsnæði þar sem ríflega 200 manns eru á biðlista eftir slíku húsnæði og sveitarfélögum ber skylda til samkvæmt lögum að bjóða fólki félagslegt húsnæði sem getur ekki sjálft eignast þak yfir höfuðið eða leigt dýrt og óöruggt húsnæði. Píratar og óháðir vilja að elsta stig leikskóla verði gjaldfrjálst enda viðurkennt sem fyrsta skólastigið. Leikskólar ættu að taka við börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða og heimilin ættu aðeins að greiða eitt gjald óháð fjölda barna á leikskóla, það er kjarabót fyrir fjölskyldur bæjarins. Það þarf að styrkja vel og styðja íþrótta – og tómstundastarf barna, þá eigum við einnig við tónlistarnám barna sem er dýrt og ekki á færi allra heimila að fjármagna en það er mismunun gagnvart börnum sem eiga að geta stundað svona tómstundir óháð efnahag foreldra. Nýju farsældarlögin sem tóku gildi um síðustu áramót setja skyldur á sveitarfélög að verða barnvæn og samkvæmt því þá ættu sveitarfélögin einmitt að styðja heimilin varðandi íþróttir og tómstundastarf barna. Að styrkja sérstaklega íþróttafélögin hefur bærinn gert bæði hvað varðar árleg framlög svo og varðandi covid viðspyrnu sem er vel en sveitarfélagið á að styðja og styrkja öll íþróttafélög þ.m.t NES íþróttafélag en þeir hafa ekki einu sinni haft fjármagn til þess að ráða fótboltaþjálfara og einmitt fyrir þann hóp sem svo sannarlega þarf á slíku starfi að halda. Það er svo mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi, óháð kyni, uppruna eða fötlunar. Ef þú ert sammála þessum áherslum, þá eigum við Píratar og óháðir svo sannarlega samleið með þér. En umfram allt kjósandi góður, taktu þátt í kosningum, stattu með sjálfum þér og mundu að ÞÚ skiptir máli. Höfundar eru á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir 1. sæti Margrét Sigrún Þórólfsdóttir 2. sæti Svanur Gísli Þorkelsson 3. sæti Vania Cristína Leite Lopes 4. sæti Daníel Freyr Rögnvaldsson 5. sæti
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun