Ef þú vilt breytingu í Garðabæ setur þú X við G Harpa Þorsteinsdóttir og Ingvar Arnarson skrifa 13. maí 2022 10:21 Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Hvar er lýðræðið í því? Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum og gott betur en það. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn, tillögur sem sköpuðu umræður, einstaka voru samþykktar og öðrum vísað í nefndir og enn aðrar sem voru teknar og þvegnar af meirihlutanum áður en þær birtust í bæjarstjórn á ný. Hér eru brot af þeim málum sem við höfum lagt til og talað fyrir í bæjarstjórn á þessu tímabili: Hækkun hvatapeninga Hvatapeningar nýtist 4-5 ára börnum Systkina- og fjölgreinaafsláttur Ungmennahús Sundkort til ungmenna Gjaldfrjáls morgunhressing í grunnskólum Ávextir og grænmeti í boði í nestistíma grunnskóla Halda aftur af hækkunum á gjöldum á börn Tekjutenging gjalda Heilsuefling eldri borgara Aðhald í umhverfismálum Efling tónlistarskólans Samgöngur milli hverfa Útboð á endurskoðun ársreikninga Við munum halda áfram að tala fyrir frekari lífsgæðum bæjarbúa, því það sem einkennir Garðabæjarlistann er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Í störfum okkar á síðasta kjörtímabili er margt sem við höfum áorkað, eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Okkar rödd í bæjarstjórn hefur haft mikilvægt vægi og með okkar aðhaldi hefur málefnum verið haldið á lofti sem annars hefðu mögulega gleymst ofan í skúffu eða týnst á milli lína í 100 loforða bæklingi Sjálfstæðisflokksins frá því fyrir seinustu kosningar. Fleiri raddir þurfa að heyrast og við höfum metnað fyrir því að gera það áfram. Við vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G fyrir okkar samfélag! Höfundar eru bæjarfulltrúar og skipa 2. og 3. sæti Garðabæjarlistans, X-G. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Þorsteinsdóttir Ingvar Arnarson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Hvar er lýðræðið í því? Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum og gott betur en það. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn, tillögur sem sköpuðu umræður, einstaka voru samþykktar og öðrum vísað í nefndir og enn aðrar sem voru teknar og þvegnar af meirihlutanum áður en þær birtust í bæjarstjórn á ný. Hér eru brot af þeim málum sem við höfum lagt til og talað fyrir í bæjarstjórn á þessu tímabili: Hækkun hvatapeninga Hvatapeningar nýtist 4-5 ára börnum Systkina- og fjölgreinaafsláttur Ungmennahús Sundkort til ungmenna Gjaldfrjáls morgunhressing í grunnskólum Ávextir og grænmeti í boði í nestistíma grunnskóla Halda aftur af hækkunum á gjöldum á börn Tekjutenging gjalda Heilsuefling eldri borgara Aðhald í umhverfismálum Efling tónlistarskólans Samgöngur milli hverfa Útboð á endurskoðun ársreikninga Við munum halda áfram að tala fyrir frekari lífsgæðum bæjarbúa, því það sem einkennir Garðabæjarlistann er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Í störfum okkar á síðasta kjörtímabili er margt sem við höfum áorkað, eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Okkar rödd í bæjarstjórn hefur haft mikilvægt vægi og með okkar aðhaldi hefur málefnum verið haldið á lofti sem annars hefðu mögulega gleymst ofan í skúffu eða týnst á milli lína í 100 loforða bæklingi Sjálfstæðisflokksins frá því fyrir seinustu kosningar. Fleiri raddir þurfa að heyrast og við höfum metnað fyrir því að gera það áfram. Við vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G fyrir okkar samfélag! Höfundar eru bæjarfulltrúar og skipa 2. og 3. sæti Garðabæjarlistans, X-G.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun