Vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss Hrönn Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, Gunnsteinn R. Ómarsson og Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir skrifa 13. maí 2022 07:15 Framfarasinnar í Ölfusi bjóða fram lista með öflugu fólki á breiðum aldri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar n.k. laugardag, 14. maí. Á listanum er víðsýnt og áhugasamt fólk með reynslu, þekkingu og færni til að leiða áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins og reka stofnanir þess með ábyrgum hætti. Markmið hópsins hefur frá upphafi verið að vinna saman að umbótum og framförum í sveitarfélaginu okkar. Við höfum rætt við íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og starfsfólk sveitarfélagsins, hlustað og teljum okkur hafa skýra sýn á það sem gera þarf á næstunni til að bæta þjónustu og byggja upp öflugra samfélag. Við munum halda áfram að hlusta og við munum vinna í þágu samfélagsins. Rekstur sveitarfélags er verkefni sem aldrei tekur enda. Við ætlum hins vegar á fyrstu dögum okkar að leggja áherslu á eftirfarandi: Auglýsa starf bæjarstjóra, endurskoða stjórnkerfi sveitarfélagsins og hlúa að starfsfólki til að tryggja árangur og vellíðan í starfi. Auglýsa 100% starf forstöðumanneskju á 9-unni og í framhaldinu koma á fót velferðarteymi í samstarfi við starfsfólk 9-unnar og færustu ráðgjafa sem sinna mun þjónustu við aldraða. Skipuleggja með faglegum hætti og ná sátt um leikskólastarf í sveitarfélaginu og hraða undirbúningi byggingar nýs leikskóla í Þorlákshöfn. Leggja drög að áhugaverðum sumarstörfum fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu. Hefja undirbúningsvinnu að kynningarátaki í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu með það að markmiði að styrkja þau fyrirtæki sem nú þegar eru í sveitarfélaginu og laða að ný fyrirtæki. Fara í viðræður við Gagnaveituna og Mílu um ljósleiðaratengingar á öll heimili í sveitarfélaginu sem ekki hafa kost á slíkri tengingu í dag. Koma á tengslateymi til að efla samvinnu, upplýsingaflæði og tengingu milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þarna ætlum við ekki að láta staðar numið heldur ætlum við að vinna eftir málefnaskrá okkar á kjörtímabilinu ásamt því að hlusta á raddir samfélagsins og vinna ötullega að þeirri flottu uppbyggingu sem hingað til hefur verið unnið að. Við ætlum að vinna með ykkur íbúum að betri þjónustu við aldraða, blómlegra atvinnulífi, faglegri þjónandi stjórnsýslu, öflugri fræðslu- og velferðarmálum, betri skipulags-, umhverfis- og samgöngumálum og öflugri íþrótta-, æskulýðs og menningarmálum. Málefnaskrána í heild sinni, upplýsingar um frambjóðendur og greinar má sjá á heimasíðu okkar framfarasinnar.is. Við bjóðum fram krafta okkar til að vinna fyrir ykkur og óskum því eftir stuðningi ykkar í sveitarstjórnarkosningunum núna á laugardaginn. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Fyrir hönd frambjóðenda X-B Framfarasinna. Hrönn Guðmundsdóttir, 1. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiVilhjálmur Baldur Guðmundsson, 2. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiGunnsteinn R. Ómarsson, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiHrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 4. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Framfarasinnar í Ölfusi bjóða fram lista með öflugu fólki á breiðum aldri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar n.k. laugardag, 14. maí. Á listanum er víðsýnt og áhugasamt fólk með reynslu, þekkingu og færni til að leiða áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins og reka stofnanir þess með ábyrgum hætti. Markmið hópsins hefur frá upphafi verið að vinna saman að umbótum og framförum í sveitarfélaginu okkar. Við höfum rætt við íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og starfsfólk sveitarfélagsins, hlustað og teljum okkur hafa skýra sýn á það sem gera þarf á næstunni til að bæta þjónustu og byggja upp öflugra samfélag. Við munum halda áfram að hlusta og við munum vinna í þágu samfélagsins. Rekstur sveitarfélags er verkefni sem aldrei tekur enda. Við ætlum hins vegar á fyrstu dögum okkar að leggja áherslu á eftirfarandi: Auglýsa starf bæjarstjóra, endurskoða stjórnkerfi sveitarfélagsins og hlúa að starfsfólki til að tryggja árangur og vellíðan í starfi. Auglýsa 100% starf forstöðumanneskju á 9-unni og í framhaldinu koma á fót velferðarteymi í samstarfi við starfsfólk 9-unnar og færustu ráðgjafa sem sinna mun þjónustu við aldraða. Skipuleggja með faglegum hætti og ná sátt um leikskólastarf í sveitarfélaginu og hraða undirbúningi byggingar nýs leikskóla í Þorlákshöfn. Leggja drög að áhugaverðum sumarstörfum fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu. Hefja undirbúningsvinnu að kynningarátaki í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu með það að markmiði að styrkja þau fyrirtæki sem nú þegar eru í sveitarfélaginu og laða að ný fyrirtæki. Fara í viðræður við Gagnaveituna og Mílu um ljósleiðaratengingar á öll heimili í sveitarfélaginu sem ekki hafa kost á slíkri tengingu í dag. Koma á tengslateymi til að efla samvinnu, upplýsingaflæði og tengingu milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þarna ætlum við ekki að láta staðar numið heldur ætlum við að vinna eftir málefnaskrá okkar á kjörtímabilinu ásamt því að hlusta á raddir samfélagsins og vinna ötullega að þeirri flottu uppbyggingu sem hingað til hefur verið unnið að. Við ætlum að vinna með ykkur íbúum að betri þjónustu við aldraða, blómlegra atvinnulífi, faglegri þjónandi stjórnsýslu, öflugri fræðslu- og velferðarmálum, betri skipulags-, umhverfis- og samgöngumálum og öflugri íþrótta-, æskulýðs og menningarmálum. Málefnaskrána í heild sinni, upplýsingar um frambjóðendur og greinar má sjá á heimasíðu okkar framfarasinnar.is. Við bjóðum fram krafta okkar til að vinna fyrir ykkur og óskum því eftir stuðningi ykkar í sveitarstjórnarkosningunum núna á laugardaginn. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Fyrir hönd frambjóðenda X-B Framfarasinna. Hrönn Guðmundsdóttir, 1. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiVilhjálmur Baldur Guðmundsson, 2. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiGunnsteinn R. Ómarsson, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiHrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 4. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar