Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 12. maí 2022 16:00 Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð, Akureyri og Hornafjörð. Fjölmenningarráð hafa það mikilvæga hlutverk að standa vörð um og vinna að málefnum innflytjenda. Þá er verið að tengja saman fjölmenningarleg samfélög og koma málefnum innflytjenda á framfæri. Reykjavíkurborg er til að mynda hluti af verkefni sem að heitir „Intercultural Cities“. Fjölmenningu á að nálgast á þann hátt að einblínt er á ávinningin af fjölbreytileikanum og auðlindina á bak við samfélagið, hagkerfið og menninguna sem innflytjendur færa okkur. Hvar er fjölmenningin í Kópavogi? Kópavogsbær heldur ekki úti fjölmenningarráði þrátt fyrir að um 11% íbúa bæjarins séu erlendir ríkisborgarar. Það eru um 4.300 einstaklingar. Nú er Kópavogsbær næststærsta sveitarfélag Íslands og ætti því að vera leiðandi í því að tryggja góða stefnu í fjölmenningu og gefa málefnum innflytjenda mun meiri gaum. Það er skammarlegt að ekki sé fjölmenningarráð í Kópavogi og þessu þarf að breyta strax. Standa þarf vörð um málefni innflytjenda í bænum til þess að Kópavogur horfi til framtíðar en sé ekki staðnaður bær sem þróast ekki í takt við tímann. Við viljum búa í bæ sem fagnar og leggur mikið upp úr fjölmenningu en eins og staðan er núna er ekki að sjá að Kópavogur vilji vera leiðandi í málefnum innflytjenda. Það þarf fjölmenningarráð í Kópavogi Píratar fagna fjölbreytileika og trúa því að innflytjendur eigi að vera þátttakendur í samfélaginu með greiðan aðgang að sínum réttindum og öllu því sem Kópavogsbær hefur upp á að bjóða. Það er okkur öllum til bóta að gera betur í málefnum innflytjenda. Göngum í takt við tímann og saman inn í framtíðina. Fjölmenningarráð þarf að setja á fót í Kópavogi strax í gær. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Kópavogi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Innflytjendamál Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð, Akureyri og Hornafjörð. Fjölmenningarráð hafa það mikilvæga hlutverk að standa vörð um og vinna að málefnum innflytjenda. Þá er verið að tengja saman fjölmenningarleg samfélög og koma málefnum innflytjenda á framfæri. Reykjavíkurborg er til að mynda hluti af verkefni sem að heitir „Intercultural Cities“. Fjölmenningu á að nálgast á þann hátt að einblínt er á ávinningin af fjölbreytileikanum og auðlindina á bak við samfélagið, hagkerfið og menninguna sem innflytjendur færa okkur. Hvar er fjölmenningin í Kópavogi? Kópavogsbær heldur ekki úti fjölmenningarráði þrátt fyrir að um 11% íbúa bæjarins séu erlendir ríkisborgarar. Það eru um 4.300 einstaklingar. Nú er Kópavogsbær næststærsta sveitarfélag Íslands og ætti því að vera leiðandi í því að tryggja góða stefnu í fjölmenningu og gefa málefnum innflytjenda mun meiri gaum. Það er skammarlegt að ekki sé fjölmenningarráð í Kópavogi og þessu þarf að breyta strax. Standa þarf vörð um málefni innflytjenda í bænum til þess að Kópavogur horfi til framtíðar en sé ekki staðnaður bær sem þróast ekki í takt við tímann. Við viljum búa í bæ sem fagnar og leggur mikið upp úr fjölmenningu en eins og staðan er núna er ekki að sjá að Kópavogur vilji vera leiðandi í málefnum innflytjenda. Það þarf fjölmenningarráð í Kópavogi Píratar fagna fjölbreytileika og trúa því að innflytjendur eigi að vera þátttakendur í samfélaginu með greiðan aðgang að sínum réttindum og öllu því sem Kópavogsbær hefur upp á að bjóða. Það er okkur öllum til bóta að gera betur í málefnum innflytjenda. Göngum í takt við tímann og saman inn í framtíðina. Fjölmenningarráð þarf að setja á fót í Kópavogi strax í gær. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Kópavogi og varaþingmaður.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar