Megi heppnin vera með þér… að loknu fæðingarorlofi Heiðdís Geirsdóttir skrifar 12. maí 2022 14:00 Við maðurinn minn erum heppin, ég er á leið aftur að vinna í haust eftir dásamlegt fæðingarorlof og við erum ein af þessum heppnu. Við erum nefnilega með pláss hjá dagforeldri. Þetta er staðreynd og hún er pínulítið galin. Það á ekki að vera spurning um heppni að barn fái dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Það er bara ekki sanngjarnt. Þegar frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar var samþykkt árið 2020 og fæðingarorlof lengt í 12 mánuði var mikið framfaraskref stigið. Nú er kominn tími til að taka næsta skref. Sannarlega væri heppilegast ef fæðingarorlof yrði lengt í 18 mánuði og barn kæmist þá beint inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Við getum því miður ekki boðið það hér, ríkið þyrfti að koma að slíku. En við getum þó boðið lausnir og fjölgað þeim úrræðum sem standa foreldrum til boða að loknu fæðingarorlofi, núna. Hvaða umönnun barn fær, þau tengsl sem það myndar og áreiti sem það verður fyrir fyrstu ár ævinnar hefur allt mikil mótandi áhrif á barnið. Í Kópavogi eru börn alla jafna komin með leikskólapláss á öðru aldursári, sum aðeins fyrr og önnur seinna, sá breytileiki stafar einkum af því að aðeins er unnt að taka stóran hóp ungra barna inn í skólana að hausti þegar elstu börnin fara á næsta skólastig, í grunnskóla. Með heimgreiðslum til foreldra væri hægt að gera foreldrum það kleift að vera heima með börn sín þar til þau fá pláss á leikskóla eða til tveggja ára aldurs. Það er skref sem Framsókn vill taka og myndi breyta miklu fyrir fjölskyldur ungra barna, núna. En ekki hafa allir foreldrar kost á eða hug á að vera svo lengi frá vinnu, hvað með þá? Jú fjölbreytni er lykilatriði í þessu eins og svo mörgu öðru. Framsókn ætlar að styrkja dagforeldra í bænum, leitast við að fjölga þeim og gera dagvistun hjá dagforeldrum að raunhæfum kosti fyrir foreldra sem það kjósa auk þess að bæta inntökuferli svo það sé ekki bara spurning um heppni að fá pláss. Það má nefnilega ekki gleyma því að leikskólar eru fyrst og fremst skólar, fyrsta skólastigið og því mikilvægt að gera greinarmun á dagvistun og faglegu skólastarfi. Vissulega má einnig tala fyrir fjölgun leikskólarýma og ungbarnadeildum en þau loforð eru eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Með sífelldum loforðum um fjölgun barna í leikskólum er vegið að því mikilvæga og metnaðarfulla faglega starfi sem er í leikskólum bæjarins, en það starf er til fyrirmyndar i Kópavogi. Hlutfall faglærða starfsmanna á leikskólum í Kópavogi er með því hæsta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu og viljum við halda því þannig. Með fjölgun leikskólarýma myndi hlutfall leikskólakennara lækka enn frekar og það er ekki sú þróun sem við viljum sjá á fyrsta skólastiginu. Framsókn í Kópavogi vill raunhæfar lausnir en ekki tálsýn, við ætlum að gera það besta fyrir börnin og það er ekki endilega það sama sem hentar öllum börnum og foreldrum, það er því mikilvægt að bjóða fjölbreyttari mögulega að loknu fæðingarorlofi. Verum raunsæ, hættum að stóla á heppnina og mætumst á miðjunni í Kópavogi. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Við maðurinn minn erum heppin, ég er á leið aftur að vinna í haust eftir dásamlegt fæðingarorlof og við erum ein af þessum heppnu. Við erum nefnilega með pláss hjá dagforeldri. Þetta er staðreynd og hún er pínulítið galin. Það á ekki að vera spurning um heppni að barn fái dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Það er bara ekki sanngjarnt. Þegar frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar var samþykkt árið 2020 og fæðingarorlof lengt í 12 mánuði var mikið framfaraskref stigið. Nú er kominn tími til að taka næsta skref. Sannarlega væri heppilegast ef fæðingarorlof yrði lengt í 18 mánuði og barn kæmist þá beint inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Við getum því miður ekki boðið það hér, ríkið þyrfti að koma að slíku. En við getum þó boðið lausnir og fjölgað þeim úrræðum sem standa foreldrum til boða að loknu fæðingarorlofi, núna. Hvaða umönnun barn fær, þau tengsl sem það myndar og áreiti sem það verður fyrir fyrstu ár ævinnar hefur allt mikil mótandi áhrif á barnið. Í Kópavogi eru börn alla jafna komin með leikskólapláss á öðru aldursári, sum aðeins fyrr og önnur seinna, sá breytileiki stafar einkum af því að aðeins er unnt að taka stóran hóp ungra barna inn í skólana að hausti þegar elstu börnin fara á næsta skólastig, í grunnskóla. Með heimgreiðslum til foreldra væri hægt að gera foreldrum það kleift að vera heima með börn sín þar til þau fá pláss á leikskóla eða til tveggja ára aldurs. Það er skref sem Framsókn vill taka og myndi breyta miklu fyrir fjölskyldur ungra barna, núna. En ekki hafa allir foreldrar kost á eða hug á að vera svo lengi frá vinnu, hvað með þá? Jú fjölbreytni er lykilatriði í þessu eins og svo mörgu öðru. Framsókn ætlar að styrkja dagforeldra í bænum, leitast við að fjölga þeim og gera dagvistun hjá dagforeldrum að raunhæfum kosti fyrir foreldra sem það kjósa auk þess að bæta inntökuferli svo það sé ekki bara spurning um heppni að fá pláss. Það má nefnilega ekki gleyma því að leikskólar eru fyrst og fremst skólar, fyrsta skólastigið og því mikilvægt að gera greinarmun á dagvistun og faglegu skólastarfi. Vissulega má einnig tala fyrir fjölgun leikskólarýma og ungbarnadeildum en þau loforð eru eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Með sífelldum loforðum um fjölgun barna í leikskólum er vegið að því mikilvæga og metnaðarfulla faglega starfi sem er í leikskólum bæjarins, en það starf er til fyrirmyndar i Kópavogi. Hlutfall faglærða starfsmanna á leikskólum í Kópavogi er með því hæsta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu og viljum við halda því þannig. Með fjölgun leikskólarýma myndi hlutfall leikskólakennara lækka enn frekar og það er ekki sú þróun sem við viljum sjá á fyrsta skólastiginu. Framsókn í Kópavogi vill raunhæfar lausnir en ekki tálsýn, við ætlum að gera það besta fyrir börnin og það er ekki endilega það sama sem hentar öllum börnum og foreldrum, það er því mikilvægt að bjóða fjölbreyttari mögulega að loknu fæðingarorlofi. Verum raunsæ, hættum að stóla á heppnina og mætumst á miðjunni í Kópavogi. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun