Framsókn til framtíðar í atvinnumálum í Fjarðabyggð Arnfríður Eide Hafþórsdóttir skrifar 12. maí 2022 09:15 Það er stundum sagt að þeir sem vilji fá raunhagkerfið í æð ættu að bóka sér ferð til Fjarðabyggðar – og það er ekki orðum aukið. Sveitarfélagið getur verið einstaklega stolt af þeirri staðreynd að atvinnulífið hér er einn af burðarásum verðmætasköpunar á Íslandi. Hin öflugu fyrirtæki sem hér eru m.a. í sjávarútvegi, álframleiðslu og fiskeldi framleiða gríðarlegt magn verðmæta sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnhagslíf. Horfum til grænnar framtíðar Við í Framsókn segjum að samfélag sé samvinnuverkefni og það að brjóta niður múra og leiða fólk úr ólíkum áttum saman sé til þess fallið að styrkja samfélagið. Á sama tíma og hlúa þarf vel að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru Fjarðabyggð, vill Framsókn horfa fram á veginn, og skjóta fjölbreyttari og framsæknum stoðum undir atvinnulífið. Þar eru málefni um Grænan orkugarð á Reyðarfirði og uppbygging á honum skýrasta dæmið. Verkefni er stórt, á alla mælikvarða, og mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið hér í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð vill að sveitarfélagið verði leiðandi samfélag þegar kemur að framleiðslu á orku til orkuskipta. Framsókn í Fjarðabyggð mun leggja höfuðáherslu á áframhaldandi þróun og uppbyggingu Græns orkugarðs og grænar fjárfestingar í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Störf án staðsetninga Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Í Byggðaáætlun er gert ráð fyrir að fjöldi starfa á vegum hins opinbera sé auglýstur sem störf án staðsetningar, og við sjáum í auknum mæli störf auglýst þannig. En við þurfum að vera tilbúinn að taka á móti fólki sem kýs að búa hér en starfa annarsstaðar, til staðar þurfa að vera vinnuaðstaða sem er ákjósanleg. Samvinnuhúsið Múlinn í Neskaupstað er frábært dæmi um slíkt. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum komið saman, haft aðstöðu til að vinna á ólíkum sviðum, en samt tilheyrt ákveðinni heild. Verkefni eins og Múlinn stuðlar að jákvæðri þróun í atvinnumálum og eykur aðdráttarafl fyrir svæðið. Við í Framsókn ætlum að hvetja og styðja við fleiri klasa og samvinnuhúsa starfsemi í öðrum hverfum sveitarfélagsins með því að ýta undir með öllum ráðum að slík hús rísi í fleiri byggðarkjörnum. Það ætlum við að gera til dæmis með því að leita eftir aðilum til slíks reksturs og greiða fyrir því með öðrum hætti fyrir. Þá er mikilvægt að tryggt verði að farið verði í ljósleiðaravæðingu þéttbýlis í Fjarðabyggð sem fyrst. Eigi störf án staðsetningar að vera raunverulegur valkostur þarf að huga að þessum þætti tryggja að lagningu ljósleiðara ljúki sem fyrst í öllum byggðakjörnum. Skýr framtíðarsýn Framsókn í Fjarðabyggð vill leggja sín lóð á vogarskálarnar til að gera öflugt atvinnulíf í Fjarðabyggð enn öflugra og við viljum sækja fram á þeim vettvangi. Við þurfum að auka fjölbreytnina og leita allra leiða til að aðstoða ný fyrirtæki, stór og lítil, við að hasla sér völl. Tækifærin eru til svo sannarlega til staðar - það er okkar að nýta þau og það vill Framsókn í Fjarðabyggð gera. Sitjum X við B á kjördag, fyrir kraftmikla forystu og skýra framtíðarsýn í atvinnumálum í Fjarðabyggð Höfundur er mannauðs- og öryggistjóri, og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að þeir sem vilji fá raunhagkerfið í æð ættu að bóka sér ferð til Fjarðabyggðar – og það er ekki orðum aukið. Sveitarfélagið getur verið einstaklega stolt af þeirri staðreynd að atvinnulífið hér er einn af burðarásum verðmætasköpunar á Íslandi. Hin öflugu fyrirtæki sem hér eru m.a. í sjávarútvegi, álframleiðslu og fiskeldi framleiða gríðarlegt magn verðmæta sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnhagslíf. Horfum til grænnar framtíðar Við í Framsókn segjum að samfélag sé samvinnuverkefni og það að brjóta niður múra og leiða fólk úr ólíkum áttum saman sé til þess fallið að styrkja samfélagið. Á sama tíma og hlúa þarf vel að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru Fjarðabyggð, vill Framsókn horfa fram á veginn, og skjóta fjölbreyttari og framsæknum stoðum undir atvinnulífið. Þar eru málefni um Grænan orkugarð á Reyðarfirði og uppbygging á honum skýrasta dæmið. Verkefni er stórt, á alla mælikvarða, og mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið hér í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð vill að sveitarfélagið verði leiðandi samfélag þegar kemur að framleiðslu á orku til orkuskipta. Framsókn í Fjarðabyggð mun leggja höfuðáherslu á áframhaldandi þróun og uppbyggingu Græns orkugarðs og grænar fjárfestingar í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Störf án staðsetninga Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Í Byggðaáætlun er gert ráð fyrir að fjöldi starfa á vegum hins opinbera sé auglýstur sem störf án staðsetningar, og við sjáum í auknum mæli störf auglýst þannig. En við þurfum að vera tilbúinn að taka á móti fólki sem kýs að búa hér en starfa annarsstaðar, til staðar þurfa að vera vinnuaðstaða sem er ákjósanleg. Samvinnuhúsið Múlinn í Neskaupstað er frábært dæmi um slíkt. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum komið saman, haft aðstöðu til að vinna á ólíkum sviðum, en samt tilheyrt ákveðinni heild. Verkefni eins og Múlinn stuðlar að jákvæðri þróun í atvinnumálum og eykur aðdráttarafl fyrir svæðið. Við í Framsókn ætlum að hvetja og styðja við fleiri klasa og samvinnuhúsa starfsemi í öðrum hverfum sveitarfélagsins með því að ýta undir með öllum ráðum að slík hús rísi í fleiri byggðarkjörnum. Það ætlum við að gera til dæmis með því að leita eftir aðilum til slíks reksturs og greiða fyrir því með öðrum hætti fyrir. Þá er mikilvægt að tryggt verði að farið verði í ljósleiðaravæðingu þéttbýlis í Fjarðabyggð sem fyrst. Eigi störf án staðsetningar að vera raunverulegur valkostur þarf að huga að þessum þætti tryggja að lagningu ljósleiðara ljúki sem fyrst í öllum byggðakjörnum. Skýr framtíðarsýn Framsókn í Fjarðabyggð vill leggja sín lóð á vogarskálarnar til að gera öflugt atvinnulíf í Fjarðabyggð enn öflugra og við viljum sækja fram á þeim vettvangi. Við þurfum að auka fjölbreytnina og leita allra leiða til að aðstoða ný fyrirtæki, stór og lítil, við að hasla sér völl. Tækifærin eru til svo sannarlega til staðar - það er okkar að nýta þau og það vill Framsókn í Fjarðabyggð gera. Sitjum X við B á kjördag, fyrir kraftmikla forystu og skýra framtíðarsýn í atvinnumálum í Fjarðabyggð Höfundur er mannauðs- og öryggistjóri, og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun