Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða og endalok Sovétríkjanna: Þegar Ísland leiðrétti kúrsinn hjá NATO Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 11. maí 2022 13:30 Þann 9.maí s.l.birti Morgunblaðið frétt af því, að skjöl þýska utanríkisráðuneytisins frá lokum Kalda stríðsins hefðu verið gerð opinber. Samkvæmt þeim hefðu leiðtogar Þýskalands, Kohl kanslari og Genscher utanríkisráðherra, beitt sér gegn endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða og aðild hinna nýfrjálsu ríkja að varnarbandalagi lýðræðisríkjanna, NATO. Þáverandi utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, segir, að sama máli hafi gegnt um þáverandi forseta Bandaríkjanna, George H.W. Bush. Ísland hafi beitt sér gegn yfirlýstri stefnu leiðtoga NATO og hafi sú stefna orðið ofan á. Það sem hér fer á eftir er kafli úr bók Jóns Baldvins: THE BALTIC ROAD TO FREEDOM – ICELAND´S ROLE, Lambert Academic Publishing, 2017. GLASNOST OG PERESTROIKA – opnun og kerfisbreyting – þessi vörumerki umbótavilja Gorbachevs (1987-92) opnuðu dyr þjóðafangelsismúraranna. Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða var vissulega þjóðernisvakning. Þessar þrjár smáþjóðir við Eystrasaltið vildu endurheimta sjálfstæði sitt. Þær höfðu verið fórnarlömb innrása, hernáms og innlimunar með valdi í Sovétríkin. En þetta var líka lýðræðisbylting. Leiðtogar sjálfstæðishreyfinganna höfðu þess vegna ástæðu til að vænta þess, að þeim yrði tekið opnum örmum af leiðtogum lýðræðisríkjanna. En þeir áttu eftir að verða fyrir sárum vonbrigðjum.Þeim var tekið eins og þeir væru óvelkomnar boðflennur, jafnvel „friðarspillar“. Þeim var sagt að leita samninga við nýlenduherrana í Kreml um aukna sjálfstjórn – en án fyrirfram skilyrða. Hvers vegna? Vegna þess að útganga þeirra úr „heimsveldi hins illa“ – svo vitnað sé til orða Reagans Bandaríkjaforseta – stefndi friðnum í hættu. Útgangan gæti orðið upphafið að upplausn Sovétríkjanna. Þar með mundi Gorbachev missa völdin og harðlínukommar kæmu til baka. Það þýddi nýtt Kalt stríð og - í versta tilviki - stríðsátök í Austur-Evrópu. Leiðtogar Vesturveldanna höfðu rétt fyrir sér að því leyti, að það var heilmikið í húfi: Frelsun þjóða Mið-og Austur-Evrópu undan hernámsoki Sovétríkjanna; friðsamleg sameining Þýskalands og áframhaldandi aðild sameinaðs Þýskalands að NATO. Afvopnunarsamningar – bæði varðandi kjarnavopn og hefðbundinn vopnabúnað, brottflutningur hernámsliða og samdráttur í herafla. Allt eru þetta alvarlegar spurningar um stríð og frið. Og leiðtogar Vesturveldanna virtust hafa bundið allar sínar vonir um tímamótasamninga um endalok Kalda stríðsins við pólitísk örlög eins manns: Mikhaels Sergevich Gorbachev. Þess vegna mátti ekkert segja eða gera, sem tefldi völdum hans í tvísýnu. Ef það þýddi, að það yrði að halda Sovétríkjunum saman, þá yrði það svo að vera. Leiðtogar stórveldanna gætu ekki eftirlátið það óþekktum uppreisnarmönnum á jaðri Sovétríkjanna að stefna öllu þessu hættu. Barátta undirokaðra þjóða fyrir endurheimtu lýðræði og sjálfstæði var þar með orðið í í andstöðu við yfirlýsta stefnu leiðtoga lýðræðisríkjanna. Þetta vakti óneitanlega upp óþægilegar spurningar. Til hvers höfðum við háð Kalt stríð í hálfa öld, ef ekki til að frelsa undirokaðar þjóðir? Var það gefið, að Gorbchev væri hinn eini sanni leiðtogi umbótaaflanna innan Sovétríkjanna? Raunsæ svör við þessum spurningum leiddu í ljós, að greiningin á innanlandsástandinu í Sovétríkjunum var vægast sagt yfirborðskennd. Stefnan var í molum. Það var þess vegna sem Bush Bandaríkjaforseti flutti sína endemis “kjúklingaræðu“ í þjóðþinginu í Kænugarði 1. ágúst 1991. Þar skoraði hann á úkrainsku þjóðina að „láta ekki ánetjast öfgaþjóðernishyggju“, heldur halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika. Þremur vikum síðar svaraði úkrainska þjóðin forsetanum með því að rúmlega 90% þjóðarinnar lýstu stuðningi sínum við sjálfstæðisyfirlýsinguna í þjóðaratkvæðagreiðslu. 145 dögum síðar voru Sovétríkin ekki lengur til. Það var Þess vegna sem Kohl, kanslari Þýskaland og Mitterrand forseti Frakka skrifuðu Landsbergis, leiðtoga Sajudis – sjálfstæðishreyfingar Litáa – sameiginlegt bréf, þar sem þeir skoruðu á hann að fresta framkvæmd sjálfstæðisyfirlýsingar Litáa og leita í staðinn samninga við Gorbachev um aukna heimastjórn – án fyrirfram skilyrða. Það var þess vegna sem leiðtogum sjáflstæðishreyfinga þjóðanna þriggja var vísað á dyr frá ráðstefnum um hina nýju „heimsskipan“ að loknu Köldu stríði. Þeim var m.a.s. ekki leyft að tala máli sínu á ráðstefnum um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og almenn mannréttindi. Það var vegna þessa, sem við blasti ginnungargap milli opinberra yfirlýsinga leiðtoga lýðræðisríkjanna um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og útbreiðslu lýðræðis annars vegar og eigin hagsmuna stórveldanna, sem réðu lögum og lofum í samningum bak við byrgðar dyr hins vegar. Og það var vegna þessa, sem Ísland reyndi að ljá sálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna rödd sína á alþjóðavettvangi – ekki síst innan NATO - þar sem þeirra eigin rödd hafði verið þögguð niður og leiðtogar lýðræðisríkjanna höfðu brugðist. Endalok Sovétríkjanna Þann 19. ágúst 1991 hófst atburðarás, sem endaði með viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða og endalokum Sóvétríkjanna. Atburðarásin byrjaði í götuvígum og uppi á skriðdrekum í strætum Moskvu, en endaði með látlausri athöfn í Höfða í Reykjavík, fáeinum dögum sí ðar. Valdaránstilraun „harðlínumanna“ hófst í Moskvu á mánudegi 19. ágúst. Tveimur dögum síðar var haldinn fundur utanríkisráðherra NATO í Brussel. Fundurinn var haldinn í skugga valdaránsins í Moskvu. Þegar hann hófst, vissi enginn með vissu, hver réði ríkjum í Kreml. Aðalritari NATO, Manfred Wörner, var beðinn að freista þess að ná beinu sambandi við Boris Yeltsin í Moskvu. Hálftíma síðar, eða svo, flutti aðalritarinn okkur boðskap Yeltsins: Valdaránstilraunin hafði mistekist. Lýðræðisöflin hefðu tögl og haldir í Kreml. Boris Yeltsin, hinn nýi leiðtogi lýðræðisaflanna, beindi þeirri áskorun til utanríkisráðherra NATO-ríkja að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að styðja lýðræðisöflin í Rússlandi. Þegar röðin kom að mér að tjá mig fyrir Íslands hönd um gerbreytta stöðu mála, lagði ég fyrirframsamda ræðu til hliðar, eins og oft áður. Ég skoraði á samráðherra mína að bregðast drengilega við hjálparbeiðni Yeltsins. Gamla rullan - um að ekkert mætti segja eða gera, sem tefldi völdum Gorbachevs í tvísýnu, því að þá kæmu harðlínumennirnir aftur - væri nú afsönnuð. Harðlínumennirnir hefðu nú þegar sýnt á spilin, en reynst vera tómhentir. Gorbachev, sem ætti allt sitt undir því sem forseti að halda Sovétríkjunum saman undir nýrri stjórnarskrá, væri líka úr leik. Hinn nýi leiðtogia lýðræðisaflanna væri Boris Yeltsin. Hann hefði nú þegar, sem forseti rússneska sambandslýðveldisins, skorað á rússneska hermenn að beita ekki valdi gegn óvopnuðu fólki meðal Eystrasaltsþjóða. Þjóðfulltrúaráð (e.Congress of peoples‘ deputies of the Soviet Union) hefur þegar lýst Molotov- Ribbentropf samninginn úr gildi fallinn. Þar með er viðurkennt, að hernám og innlimun Eystrasaltsþjóða í Sovétríkin var löglaust ofbeldi. Eystrasaltsþjóðirnar hefðu verið harðast leiknar allra þjóða í Mið- og Austur-Evrópu af völdum stríðsins. Þær hefðu sætt endurteknum nauðungarflutningum andstöðuhópa í útrýmingar- og þrælabúðir Stalíns, sem og skipulagðrar rússneskunarpólitík heima fyrir. Okkur bæri því siðferðileg skylda til að styðja við bakið á kröfum þeirra um endurreist sjálfstæði, ekki síður en frelsun annarra Mið- og Austur-Evrópuþjóða undan sovésku hernámi. „Mission accomplished“ Viðbrögðin við ræðu minni voru kurteisleg þögn. Á heimleiðinni tók ég yfir sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn. Ég sat við símann klukkustundum saman og langt fram á nótt og reyndi að ná sambandi við helstu leiðtoga Eystrasaltsþjóðanna. Boðskapur minn var einfaldur: Yfirlýst stefna leiðtoga NATO er í molum, og tómarúm í Kreml. Núna er rétti tíminn til athafna. Ég sendi hinum nýskipuðu ráðherrum Eystrasaltsríkjanna formleg boðsbréf um að koma til Reykjavíkur, þar sem við myndum með formlegum hætti árétta viðurkenningu hins endurheimta sjálfstæðis þeirra og koma á diplómatískum samskiptum með formlegum hætti. Ég var þess fullviss, að aðrar þjóðir myndu brátt fylgja í kjölfarið, þannig að ekki yrði aftur snúið. Það reyndist vera rétt mat. Utanríkisráðherrarnir, Lennart Meri frá Eistlandi (síðar forseti 1992-2000), Janis Jurkans frá Lettlandi og Algirdas Saudargas frá Litáen mættu í Höfða þann 26. ágúst, 1991, þar sem við fjórir undirrituðum viðeigandi skjöl með formlegum hætti og fórum nokkrum orðum um þessi sögulegu tímamót. Fréttirnar af þessum viðburði höfðu varla fyrr borist út um heimsbyggðina, þegar boðsbréfin fóru að berast frá hverju landinu á fætur öðru: myndu utanríkisráðherrarnir – sem áður höfðu verið gerðir afturreka frá hverri ráðstefnunni á fætur annarri – vilja láta svo lítið að heimsækja höfuðborgir Evrópu og endurtaka það sem gerst hafði í Rreykjavík? Hér eftir varð ekki aftur snúið.Tilganginum var náð. Bandaríkin rönkuðu við sér nokkrum vikum síðar, degi á undan Sovétríkjunum. Fáeinum mánuðum síðar voru Sovétríkin ekki lengur til. Höfundur er heiðursborgari í Vilníus, höfuðborg Litáen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson NATO Sovétríkin Utanríkismál Kalda stríðið Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Þann 9.maí s.l.birti Morgunblaðið frétt af því, að skjöl þýska utanríkisráðuneytisins frá lokum Kalda stríðsins hefðu verið gerð opinber. Samkvæmt þeim hefðu leiðtogar Þýskalands, Kohl kanslari og Genscher utanríkisráðherra, beitt sér gegn endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða og aðild hinna nýfrjálsu ríkja að varnarbandalagi lýðræðisríkjanna, NATO. Þáverandi utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, segir, að sama máli hafi gegnt um þáverandi forseta Bandaríkjanna, George H.W. Bush. Ísland hafi beitt sér gegn yfirlýstri stefnu leiðtoga NATO og hafi sú stefna orðið ofan á. Það sem hér fer á eftir er kafli úr bók Jóns Baldvins: THE BALTIC ROAD TO FREEDOM – ICELAND´S ROLE, Lambert Academic Publishing, 2017. GLASNOST OG PERESTROIKA – opnun og kerfisbreyting – þessi vörumerki umbótavilja Gorbachevs (1987-92) opnuðu dyr þjóðafangelsismúraranna. Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða var vissulega þjóðernisvakning. Þessar þrjár smáþjóðir við Eystrasaltið vildu endurheimta sjálfstæði sitt. Þær höfðu verið fórnarlömb innrása, hernáms og innlimunar með valdi í Sovétríkin. En þetta var líka lýðræðisbylting. Leiðtogar sjálfstæðishreyfinganna höfðu þess vegna ástæðu til að vænta þess, að þeim yrði tekið opnum örmum af leiðtogum lýðræðisríkjanna. En þeir áttu eftir að verða fyrir sárum vonbrigðjum.Þeim var tekið eins og þeir væru óvelkomnar boðflennur, jafnvel „friðarspillar“. Þeim var sagt að leita samninga við nýlenduherrana í Kreml um aukna sjálfstjórn – en án fyrirfram skilyrða. Hvers vegna? Vegna þess að útganga þeirra úr „heimsveldi hins illa“ – svo vitnað sé til orða Reagans Bandaríkjaforseta – stefndi friðnum í hættu. Útgangan gæti orðið upphafið að upplausn Sovétríkjanna. Þar með mundi Gorbachev missa völdin og harðlínukommar kæmu til baka. Það þýddi nýtt Kalt stríð og - í versta tilviki - stríðsátök í Austur-Evrópu. Leiðtogar Vesturveldanna höfðu rétt fyrir sér að því leyti, að það var heilmikið í húfi: Frelsun þjóða Mið-og Austur-Evrópu undan hernámsoki Sovétríkjanna; friðsamleg sameining Þýskalands og áframhaldandi aðild sameinaðs Þýskalands að NATO. Afvopnunarsamningar – bæði varðandi kjarnavopn og hefðbundinn vopnabúnað, brottflutningur hernámsliða og samdráttur í herafla. Allt eru þetta alvarlegar spurningar um stríð og frið. Og leiðtogar Vesturveldanna virtust hafa bundið allar sínar vonir um tímamótasamninga um endalok Kalda stríðsins við pólitísk örlög eins manns: Mikhaels Sergevich Gorbachev. Þess vegna mátti ekkert segja eða gera, sem tefldi völdum hans í tvísýnu. Ef það þýddi, að það yrði að halda Sovétríkjunum saman, þá yrði það svo að vera. Leiðtogar stórveldanna gætu ekki eftirlátið það óþekktum uppreisnarmönnum á jaðri Sovétríkjanna að stefna öllu þessu hættu. Barátta undirokaðra þjóða fyrir endurheimtu lýðræði og sjálfstæði var þar með orðið í í andstöðu við yfirlýsta stefnu leiðtoga lýðræðisríkjanna. Þetta vakti óneitanlega upp óþægilegar spurningar. Til hvers höfðum við háð Kalt stríð í hálfa öld, ef ekki til að frelsa undirokaðar þjóðir? Var það gefið, að Gorbchev væri hinn eini sanni leiðtogi umbótaaflanna innan Sovétríkjanna? Raunsæ svör við þessum spurningum leiddu í ljós, að greiningin á innanlandsástandinu í Sovétríkjunum var vægast sagt yfirborðskennd. Stefnan var í molum. Það var þess vegna sem Bush Bandaríkjaforseti flutti sína endemis “kjúklingaræðu“ í þjóðþinginu í Kænugarði 1. ágúst 1991. Þar skoraði hann á úkrainsku þjóðina að „láta ekki ánetjast öfgaþjóðernishyggju“, heldur halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika. Þremur vikum síðar svaraði úkrainska þjóðin forsetanum með því að rúmlega 90% þjóðarinnar lýstu stuðningi sínum við sjálfstæðisyfirlýsinguna í þjóðaratkvæðagreiðslu. 145 dögum síðar voru Sovétríkin ekki lengur til. Það var Þess vegna sem Kohl, kanslari Þýskaland og Mitterrand forseti Frakka skrifuðu Landsbergis, leiðtoga Sajudis – sjálfstæðishreyfingar Litáa – sameiginlegt bréf, þar sem þeir skoruðu á hann að fresta framkvæmd sjálfstæðisyfirlýsingar Litáa og leita í staðinn samninga við Gorbachev um aukna heimastjórn – án fyrirfram skilyrða. Það var þess vegna sem leiðtogum sjáflstæðishreyfinga þjóðanna þriggja var vísað á dyr frá ráðstefnum um hina nýju „heimsskipan“ að loknu Köldu stríði. Þeim var m.a.s. ekki leyft að tala máli sínu á ráðstefnum um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og almenn mannréttindi. Það var vegna þessa, sem við blasti ginnungargap milli opinberra yfirlýsinga leiðtoga lýðræðisríkjanna um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og útbreiðslu lýðræðis annars vegar og eigin hagsmuna stórveldanna, sem réðu lögum og lofum í samningum bak við byrgðar dyr hins vegar. Og það var vegna þessa, sem Ísland reyndi að ljá sálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna rödd sína á alþjóðavettvangi – ekki síst innan NATO - þar sem þeirra eigin rödd hafði verið þögguð niður og leiðtogar lýðræðisríkjanna höfðu brugðist. Endalok Sovétríkjanna Þann 19. ágúst 1991 hófst atburðarás, sem endaði með viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða og endalokum Sóvétríkjanna. Atburðarásin byrjaði í götuvígum og uppi á skriðdrekum í strætum Moskvu, en endaði með látlausri athöfn í Höfða í Reykjavík, fáeinum dögum sí ðar. Valdaránstilraun „harðlínumanna“ hófst í Moskvu á mánudegi 19. ágúst. Tveimur dögum síðar var haldinn fundur utanríkisráðherra NATO í Brussel. Fundurinn var haldinn í skugga valdaránsins í Moskvu. Þegar hann hófst, vissi enginn með vissu, hver réði ríkjum í Kreml. Aðalritari NATO, Manfred Wörner, var beðinn að freista þess að ná beinu sambandi við Boris Yeltsin í Moskvu. Hálftíma síðar, eða svo, flutti aðalritarinn okkur boðskap Yeltsins: Valdaránstilraunin hafði mistekist. Lýðræðisöflin hefðu tögl og haldir í Kreml. Boris Yeltsin, hinn nýi leiðtogi lýðræðisaflanna, beindi þeirri áskorun til utanríkisráðherra NATO-ríkja að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að styðja lýðræðisöflin í Rússlandi. Þegar röðin kom að mér að tjá mig fyrir Íslands hönd um gerbreytta stöðu mála, lagði ég fyrirframsamda ræðu til hliðar, eins og oft áður. Ég skoraði á samráðherra mína að bregðast drengilega við hjálparbeiðni Yeltsins. Gamla rullan - um að ekkert mætti segja eða gera, sem tefldi völdum Gorbachevs í tvísýnu, því að þá kæmu harðlínumennirnir aftur - væri nú afsönnuð. Harðlínumennirnir hefðu nú þegar sýnt á spilin, en reynst vera tómhentir. Gorbachev, sem ætti allt sitt undir því sem forseti að halda Sovétríkjunum saman undir nýrri stjórnarskrá, væri líka úr leik. Hinn nýi leiðtogia lýðræðisaflanna væri Boris Yeltsin. Hann hefði nú þegar, sem forseti rússneska sambandslýðveldisins, skorað á rússneska hermenn að beita ekki valdi gegn óvopnuðu fólki meðal Eystrasaltsþjóða. Þjóðfulltrúaráð (e.Congress of peoples‘ deputies of the Soviet Union) hefur þegar lýst Molotov- Ribbentropf samninginn úr gildi fallinn. Þar með er viðurkennt, að hernám og innlimun Eystrasaltsþjóða í Sovétríkin var löglaust ofbeldi. Eystrasaltsþjóðirnar hefðu verið harðast leiknar allra þjóða í Mið- og Austur-Evrópu af völdum stríðsins. Þær hefðu sætt endurteknum nauðungarflutningum andstöðuhópa í útrýmingar- og þrælabúðir Stalíns, sem og skipulagðrar rússneskunarpólitík heima fyrir. Okkur bæri því siðferðileg skylda til að styðja við bakið á kröfum þeirra um endurreist sjálfstæði, ekki síður en frelsun annarra Mið- og Austur-Evrópuþjóða undan sovésku hernámi. „Mission accomplished“ Viðbrögðin við ræðu minni voru kurteisleg þögn. Á heimleiðinni tók ég yfir sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn. Ég sat við símann klukkustundum saman og langt fram á nótt og reyndi að ná sambandi við helstu leiðtoga Eystrasaltsþjóðanna. Boðskapur minn var einfaldur: Yfirlýst stefna leiðtoga NATO er í molum, og tómarúm í Kreml. Núna er rétti tíminn til athafna. Ég sendi hinum nýskipuðu ráðherrum Eystrasaltsríkjanna formleg boðsbréf um að koma til Reykjavíkur, þar sem við myndum með formlegum hætti árétta viðurkenningu hins endurheimta sjálfstæðis þeirra og koma á diplómatískum samskiptum með formlegum hætti. Ég var þess fullviss, að aðrar þjóðir myndu brátt fylgja í kjölfarið, þannig að ekki yrði aftur snúið. Það reyndist vera rétt mat. Utanríkisráðherrarnir, Lennart Meri frá Eistlandi (síðar forseti 1992-2000), Janis Jurkans frá Lettlandi og Algirdas Saudargas frá Litáen mættu í Höfða þann 26. ágúst, 1991, þar sem við fjórir undirrituðum viðeigandi skjöl með formlegum hætti og fórum nokkrum orðum um þessi sögulegu tímamót. Fréttirnar af þessum viðburði höfðu varla fyrr borist út um heimsbyggðina, þegar boðsbréfin fóru að berast frá hverju landinu á fætur öðru: myndu utanríkisráðherrarnir – sem áður höfðu verið gerðir afturreka frá hverri ráðstefnunni á fætur annarri – vilja láta svo lítið að heimsækja höfuðborgir Evrópu og endurtaka það sem gerst hafði í Rreykjavík? Hér eftir varð ekki aftur snúið.Tilganginum var náð. Bandaríkin rönkuðu við sér nokkrum vikum síðar, degi á undan Sovétríkjunum. Fáeinum mánuðum síðar voru Sovétríkin ekki lengur til. Höfundur er heiðursborgari í Vilníus, höfuðborg Litáen
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun