Tími kominn á innhverfin Hjálmar Sveinsson skrifar 11. maí 2022 12:46 Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt. Við eigum mörg góða úthverfi. Við þurfum ekki fleiri í bili. Nú er kominn tími á innhverfin. Það er komið að hverfunum sem við búum í, nýjum og gömlum. Við þurfum að fjárfesta í þeim næstu 10 árin. Sú fjárfesting er reyndar hafin af fullum krafti. Bylting hefur átt sé stað í gerð hjólastíga um alla borg, enda hefur hjólreiðafólki fjölgað verulega, skólalóðir hafa verið endurbættar í stórum stíl, sama er segja um hverfissundlaugar, gerð hafa verið falleg torg, bókasöfn eru smám saman að breytast í menningarhús, fjölnota íþróttahús hafa risið og aðstaða fyrir fimleika stórbætt. Og framtíðarsýnin er skýr. Í Græna planinu, fjárfestingaáætlun Reykjavíkur til 2030, eru lagðar línur fyrir grænar fjárfestingar og kraftmikla innviðauppbyggingu í öllum hverfum. Það þýðir að á næstu árum verður fjárfest fyrir tugi milljarða í hverfunum sem við búum í nú þegar. Leikskólar og grunnskólar munu rísa í þeim hverfum innan borgarmarkanna sem nú eru að byggjast býsna hratt. Skólar í grónum hverfum verða stækkaðir, áhersla verður lögð á græn svæði, gott aðgengi, list og menningu, hverfiskjarna, torg, göngugötur borgargötur, hjólastíga, endurbætur á Ylströnd og sérakreinar fyrir Borgarlínu, náttúrulaug í Fossvogsdal og verulegar endurbætur á Laugardalslaug. Þetta eru fjárfestingar í lífgæðum í hverfunum okkar Hugmyndir um að hefja á ný útþenslu byggðarinnar og þar með dreifingu hennar ganga gegn þessari áætlun og munu kippa fótunum undan mikilvægri fjárfestingu í hverfunum okkar næstu 10 árin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt. Við eigum mörg góða úthverfi. Við þurfum ekki fleiri í bili. Nú er kominn tími á innhverfin. Það er komið að hverfunum sem við búum í, nýjum og gömlum. Við þurfum að fjárfesta í þeim næstu 10 árin. Sú fjárfesting er reyndar hafin af fullum krafti. Bylting hefur átt sé stað í gerð hjólastíga um alla borg, enda hefur hjólreiðafólki fjölgað verulega, skólalóðir hafa verið endurbættar í stórum stíl, sama er segja um hverfissundlaugar, gerð hafa verið falleg torg, bókasöfn eru smám saman að breytast í menningarhús, fjölnota íþróttahús hafa risið og aðstaða fyrir fimleika stórbætt. Og framtíðarsýnin er skýr. Í Græna planinu, fjárfestingaáætlun Reykjavíkur til 2030, eru lagðar línur fyrir grænar fjárfestingar og kraftmikla innviðauppbyggingu í öllum hverfum. Það þýðir að á næstu árum verður fjárfest fyrir tugi milljarða í hverfunum sem við búum í nú þegar. Leikskólar og grunnskólar munu rísa í þeim hverfum innan borgarmarkanna sem nú eru að byggjast býsna hratt. Skólar í grónum hverfum verða stækkaðir, áhersla verður lögð á græn svæði, gott aðgengi, list og menningu, hverfiskjarna, torg, göngugötur borgargötur, hjólastíga, endurbætur á Ylströnd og sérakreinar fyrir Borgarlínu, náttúrulaug í Fossvogsdal og verulegar endurbætur á Laugardalslaug. Þetta eru fjárfestingar í lífgæðum í hverfunum okkar Hugmyndir um að hefja á ný útþenslu byggðarinnar og þar með dreifingu hennar ganga gegn þessari áætlun og munu kippa fótunum undan mikilvægri fjárfestingu í hverfunum okkar næstu 10 árin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar