Hittumst á Skólavörðutúni Pawel Bartoszek skrifar 12. maí 2022 08:00 Á dögum sem þessum iðar Klambratúnið af lífi. Fólk leggst á grasið með drykki og mat. Börn príla í leiktækjum. Hundar mætast og þefa hvor af öðrum og frisbídiskar lenda í körfum með tilheyrandi hljóðum. Þetta virkar. Mikilvægi svona svæða eykst í þéttri byggð. Fólk þarf gróður, gras, skjól, víðáttu og bekki til að setjast á. En ef við tökum gamla Austurbæinn, svæðið sem afmarkast af Hringbraut, Snorrabraut og Lækjargötu, þá vantar fleiri svona svæði. Við höfum vissulega Hljómskálagarðinn en hann er dálítið úr leið fyrir marga. En það er augljós staður fyrir svona garð. Umhverfis Hallgrímskirkju! Í dag eru þarna mörg hundruð bílastæði og heilmikil umferð. Skólavörðuholtið öskrar á grænna yfirbragð. Stóran hluta stæðanna mætti færa annað og setja í staðinn gras. Sparkvelli fyrir börn og fullorðna, körfuboltavelli, stakar frisbíkörfur og jafnvel leikgarð fyrir hunda. Umbreyting svæðisins myndi án efa vekja athygli langt út fyrir landsteinana og veita innblástur. Samhliða mætti draga verulega úr umferð á svæðinu og stórbæta öryggi barna. Það búa nefnilega yfir 10 þúsund manns í þessum hverfishluta. Það er kominn tími á að þau fái almennilegan garð! Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Viðreisn Hallgrímskirkja Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Bílastæði Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á dögum sem þessum iðar Klambratúnið af lífi. Fólk leggst á grasið með drykki og mat. Börn príla í leiktækjum. Hundar mætast og þefa hvor af öðrum og frisbídiskar lenda í körfum með tilheyrandi hljóðum. Þetta virkar. Mikilvægi svona svæða eykst í þéttri byggð. Fólk þarf gróður, gras, skjól, víðáttu og bekki til að setjast á. En ef við tökum gamla Austurbæinn, svæðið sem afmarkast af Hringbraut, Snorrabraut og Lækjargötu, þá vantar fleiri svona svæði. Við höfum vissulega Hljómskálagarðinn en hann er dálítið úr leið fyrir marga. En það er augljós staður fyrir svona garð. Umhverfis Hallgrímskirkju! Í dag eru þarna mörg hundruð bílastæði og heilmikil umferð. Skólavörðuholtið öskrar á grænna yfirbragð. Stóran hluta stæðanna mætti færa annað og setja í staðinn gras. Sparkvelli fyrir börn og fullorðna, körfuboltavelli, stakar frisbíkörfur og jafnvel leikgarð fyrir hunda. Umbreyting svæðisins myndi án efa vekja athygli langt út fyrir landsteinana og veita innblástur. Samhliða mætti draga verulega úr umferð á svæðinu og stórbæta öryggi barna. Það búa nefnilega yfir 10 þúsund manns í þessum hverfishluta. Það er kominn tími á að þau fái almennilegan garð! Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar