Öryggisvistunarmálið í Reykjanesbæ - Bæjarfulltrúinn sem stóð með íbúunum Gunnar Felix Rúnarsson skrifar 11. maí 2022 09:16 Nauðsynlegt er að rifja upp öryggisvistunarmálið fyrir kosningar. Það sýnir hversu mikilvægt það er að við íbúarnir eigum öflugan bæjarfulltrúa sem gætir hagsmuna íbúanna þótt móti blási. Margrét Þórarinsdóttir var eini bæjarfulltrúinn sem barðist gegn því að öryggisvistun yrði staðsett í íbúabyggð. Barátta hennar skilaði árangri og fallið var frá málinu. Forsagan er sú að í júní 2020 óskaði félagsmálaráðuneytið eftir samstarfi við Reykjanesbæ vegna uppbyggingar á öryggisvistun fyrir fólk með margþættan vanda. Allir bæjarfulltrúar samþykktu að taka þátt í þessu verkefni, en með ákveðnum formerkjum þó. Má þar nefna að ekki væri gert ráð fyrir að þessi vistun væri staðsett í íbúabyggð. Einnig var áréttað mikilvægi þess að vandað yrði til verka við staðsetningu, uppbyggingu og kynningu þjónustunnar í sátt við íbúa bæjarfélagsins. Þetta samþykktu allir bæjarfulltrúar samhljóða. Í júní 2021 var málið tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem óskað var eftir lóð fyrir þessa þjónustu. Þar var lögð fram tillaga að staðsetningu í Dalshverfi 3. Þessu máli var frestað í umhverfis- og skipulagsnefnd og engin ákvörðun var tekin þar á þeim tímapunkti. Málið var svo tekið fyrir í bæjarráði og var þar samþykkt að vísa því til endurskoðunar á aðalskipulagi. Þetta samþykktu allir í bæjarráði nema bæjarfulltrúinn Margrét Þórarinsdóttir, sem situr þar sem áheyrnarfulltrúi og er ekki með atkvæðisrétt. Henni brá í brún við að sjá þetta. Þarna var komin staðsetning inn í íbúahverfi sem var ekki í samræmi við það sem allir bæjarfulltrúar höfðu samþykkt í júní 2020 . Fundargerð um málið var svo samþykkt af öllum bæjarfulltrúum, en Margrét benti á að hún væri ekki sátt við þennan lið. Í kjölfarið flutti hún svo bókun um málið á bæjarstjórnarfundi. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi stóð ein gegn öryggisvistun í íbúabyggð Í bókuninni sagði Margrét m.a. að hún harmaði að meirihlutinn skuli ekki fara þá leið í svona stóru máli sem öryggisvistun er, að þeir sjái ekki sóma sinn í að spyrja íbúana álits. Hún benti á að öryggisvistun er ekki bara spurning um næsta hverfi, Dalshverfi 3 sem er að fara í uppbyggingu og þá íbúa sem munu búa þar heldur líka nærumhverfi þess, þ.e. íbúa í Dalshverfi 2. Þessi mikilvægi málflutningur Margrétar vakti svo eðlilega athygli íbúa á málinu og urðu upp úr þessu heitar umræður í bæjarfélaginu. Þarna virtist sem svo að það hafi átt að koma málinu í gegn án nokkurs samráðs við íbúa, sem var eitt af formerkjum þess að skoða þetta verkefni og hafði verið samþykkt að gera af öllum bæjarfulltrúum eins og áður sagði. Þá vakti athygli að á nýlegum framboðsfundi í Hljómahöll svaraði oddviti Samfylkingar því játandi að framboð hans vildi stór og umdeild mál er varði bæjarfélagið í bindandi íbúakosningu, aðspurður um hvaða mál á núverandi kjörtímabili hefðu átt að fara í íbúakosningu var svarið; engin ! Óboðleg framkoma Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar í garð íbúa Hvernig meirihluti bæjarstjórnar; Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar héldu á öryggisvistunarmálinu er auðvitað óboðlegt. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi sýndi þarna með sinni vasklegu framgöngu mikilvæga og öfluga hagsmunagæslu fyrir íbúana, sem skilaði okkur árangri. Styðjum Margréti Þórarinsdóttur í bæjarstjórn. X - U Höfundur skipar 2. sæti á lista Umbótar og er nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nauðsynlegt er að rifja upp öryggisvistunarmálið fyrir kosningar. Það sýnir hversu mikilvægt það er að við íbúarnir eigum öflugan bæjarfulltrúa sem gætir hagsmuna íbúanna þótt móti blási. Margrét Þórarinsdóttir var eini bæjarfulltrúinn sem barðist gegn því að öryggisvistun yrði staðsett í íbúabyggð. Barátta hennar skilaði árangri og fallið var frá málinu. Forsagan er sú að í júní 2020 óskaði félagsmálaráðuneytið eftir samstarfi við Reykjanesbæ vegna uppbyggingar á öryggisvistun fyrir fólk með margþættan vanda. Allir bæjarfulltrúar samþykktu að taka þátt í þessu verkefni, en með ákveðnum formerkjum þó. Má þar nefna að ekki væri gert ráð fyrir að þessi vistun væri staðsett í íbúabyggð. Einnig var áréttað mikilvægi þess að vandað yrði til verka við staðsetningu, uppbyggingu og kynningu þjónustunnar í sátt við íbúa bæjarfélagsins. Þetta samþykktu allir bæjarfulltrúar samhljóða. Í júní 2021 var málið tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem óskað var eftir lóð fyrir þessa þjónustu. Þar var lögð fram tillaga að staðsetningu í Dalshverfi 3. Þessu máli var frestað í umhverfis- og skipulagsnefnd og engin ákvörðun var tekin þar á þeim tímapunkti. Málið var svo tekið fyrir í bæjarráði og var þar samþykkt að vísa því til endurskoðunar á aðalskipulagi. Þetta samþykktu allir í bæjarráði nema bæjarfulltrúinn Margrét Þórarinsdóttir, sem situr þar sem áheyrnarfulltrúi og er ekki með atkvæðisrétt. Henni brá í brún við að sjá þetta. Þarna var komin staðsetning inn í íbúahverfi sem var ekki í samræmi við það sem allir bæjarfulltrúar höfðu samþykkt í júní 2020 . Fundargerð um málið var svo samþykkt af öllum bæjarfulltrúum, en Margrét benti á að hún væri ekki sátt við þennan lið. Í kjölfarið flutti hún svo bókun um málið á bæjarstjórnarfundi. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi stóð ein gegn öryggisvistun í íbúabyggð Í bókuninni sagði Margrét m.a. að hún harmaði að meirihlutinn skuli ekki fara þá leið í svona stóru máli sem öryggisvistun er, að þeir sjái ekki sóma sinn í að spyrja íbúana álits. Hún benti á að öryggisvistun er ekki bara spurning um næsta hverfi, Dalshverfi 3 sem er að fara í uppbyggingu og þá íbúa sem munu búa þar heldur líka nærumhverfi þess, þ.e. íbúa í Dalshverfi 2. Þessi mikilvægi málflutningur Margrétar vakti svo eðlilega athygli íbúa á málinu og urðu upp úr þessu heitar umræður í bæjarfélaginu. Þarna virtist sem svo að það hafi átt að koma málinu í gegn án nokkurs samráðs við íbúa, sem var eitt af formerkjum þess að skoða þetta verkefni og hafði verið samþykkt að gera af öllum bæjarfulltrúum eins og áður sagði. Þá vakti athygli að á nýlegum framboðsfundi í Hljómahöll svaraði oddviti Samfylkingar því játandi að framboð hans vildi stór og umdeild mál er varði bæjarfélagið í bindandi íbúakosningu, aðspurður um hvaða mál á núverandi kjörtímabili hefðu átt að fara í íbúakosningu var svarið; engin ! Óboðleg framkoma Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar í garð íbúa Hvernig meirihluti bæjarstjórnar; Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar héldu á öryggisvistunarmálinu er auðvitað óboðlegt. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi sýndi þarna með sinni vasklegu framgöngu mikilvæga og öfluga hagsmunagæslu fyrir íbúana, sem skilaði okkur árangri. Styðjum Margréti Þórarinsdóttur í bæjarstjórn. X - U Höfundur skipar 2. sæti á lista Umbótar og er nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun