Öryggisvistunarmálið í Reykjanesbæ - Bæjarfulltrúinn sem stóð með íbúunum Gunnar Felix Rúnarsson skrifar 11. maí 2022 09:16 Nauðsynlegt er að rifja upp öryggisvistunarmálið fyrir kosningar. Það sýnir hversu mikilvægt það er að við íbúarnir eigum öflugan bæjarfulltrúa sem gætir hagsmuna íbúanna þótt móti blási. Margrét Þórarinsdóttir var eini bæjarfulltrúinn sem barðist gegn því að öryggisvistun yrði staðsett í íbúabyggð. Barátta hennar skilaði árangri og fallið var frá málinu. Forsagan er sú að í júní 2020 óskaði félagsmálaráðuneytið eftir samstarfi við Reykjanesbæ vegna uppbyggingar á öryggisvistun fyrir fólk með margþættan vanda. Allir bæjarfulltrúar samþykktu að taka þátt í þessu verkefni, en með ákveðnum formerkjum þó. Má þar nefna að ekki væri gert ráð fyrir að þessi vistun væri staðsett í íbúabyggð. Einnig var áréttað mikilvægi þess að vandað yrði til verka við staðsetningu, uppbyggingu og kynningu þjónustunnar í sátt við íbúa bæjarfélagsins. Þetta samþykktu allir bæjarfulltrúar samhljóða. Í júní 2021 var málið tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem óskað var eftir lóð fyrir þessa þjónustu. Þar var lögð fram tillaga að staðsetningu í Dalshverfi 3. Þessu máli var frestað í umhverfis- og skipulagsnefnd og engin ákvörðun var tekin þar á þeim tímapunkti. Málið var svo tekið fyrir í bæjarráði og var þar samþykkt að vísa því til endurskoðunar á aðalskipulagi. Þetta samþykktu allir í bæjarráði nema bæjarfulltrúinn Margrét Þórarinsdóttir, sem situr þar sem áheyrnarfulltrúi og er ekki með atkvæðisrétt. Henni brá í brún við að sjá þetta. Þarna var komin staðsetning inn í íbúahverfi sem var ekki í samræmi við það sem allir bæjarfulltrúar höfðu samþykkt í júní 2020 . Fundargerð um málið var svo samþykkt af öllum bæjarfulltrúum, en Margrét benti á að hún væri ekki sátt við þennan lið. Í kjölfarið flutti hún svo bókun um málið á bæjarstjórnarfundi. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi stóð ein gegn öryggisvistun í íbúabyggð Í bókuninni sagði Margrét m.a. að hún harmaði að meirihlutinn skuli ekki fara þá leið í svona stóru máli sem öryggisvistun er, að þeir sjái ekki sóma sinn í að spyrja íbúana álits. Hún benti á að öryggisvistun er ekki bara spurning um næsta hverfi, Dalshverfi 3 sem er að fara í uppbyggingu og þá íbúa sem munu búa þar heldur líka nærumhverfi þess, þ.e. íbúa í Dalshverfi 2. Þessi mikilvægi málflutningur Margrétar vakti svo eðlilega athygli íbúa á málinu og urðu upp úr þessu heitar umræður í bæjarfélaginu. Þarna virtist sem svo að það hafi átt að koma málinu í gegn án nokkurs samráðs við íbúa, sem var eitt af formerkjum þess að skoða þetta verkefni og hafði verið samþykkt að gera af öllum bæjarfulltrúum eins og áður sagði. Þá vakti athygli að á nýlegum framboðsfundi í Hljómahöll svaraði oddviti Samfylkingar því játandi að framboð hans vildi stór og umdeild mál er varði bæjarfélagið í bindandi íbúakosningu, aðspurður um hvaða mál á núverandi kjörtímabili hefðu átt að fara í íbúakosningu var svarið; engin ! Óboðleg framkoma Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar í garð íbúa Hvernig meirihluti bæjarstjórnar; Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar héldu á öryggisvistunarmálinu er auðvitað óboðlegt. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi sýndi þarna með sinni vasklegu framgöngu mikilvæga og öfluga hagsmunagæslu fyrir íbúana, sem skilaði okkur árangri. Styðjum Margréti Þórarinsdóttur í bæjarstjórn. X - U Höfundur skipar 2. sæti á lista Umbótar og er nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nauðsynlegt er að rifja upp öryggisvistunarmálið fyrir kosningar. Það sýnir hversu mikilvægt það er að við íbúarnir eigum öflugan bæjarfulltrúa sem gætir hagsmuna íbúanna þótt móti blási. Margrét Þórarinsdóttir var eini bæjarfulltrúinn sem barðist gegn því að öryggisvistun yrði staðsett í íbúabyggð. Barátta hennar skilaði árangri og fallið var frá málinu. Forsagan er sú að í júní 2020 óskaði félagsmálaráðuneytið eftir samstarfi við Reykjanesbæ vegna uppbyggingar á öryggisvistun fyrir fólk með margþættan vanda. Allir bæjarfulltrúar samþykktu að taka þátt í þessu verkefni, en með ákveðnum formerkjum þó. Má þar nefna að ekki væri gert ráð fyrir að þessi vistun væri staðsett í íbúabyggð. Einnig var áréttað mikilvægi þess að vandað yrði til verka við staðsetningu, uppbyggingu og kynningu þjónustunnar í sátt við íbúa bæjarfélagsins. Þetta samþykktu allir bæjarfulltrúar samhljóða. Í júní 2021 var málið tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem óskað var eftir lóð fyrir þessa þjónustu. Þar var lögð fram tillaga að staðsetningu í Dalshverfi 3. Þessu máli var frestað í umhverfis- og skipulagsnefnd og engin ákvörðun var tekin þar á þeim tímapunkti. Málið var svo tekið fyrir í bæjarráði og var þar samþykkt að vísa því til endurskoðunar á aðalskipulagi. Þetta samþykktu allir í bæjarráði nema bæjarfulltrúinn Margrét Þórarinsdóttir, sem situr þar sem áheyrnarfulltrúi og er ekki með atkvæðisrétt. Henni brá í brún við að sjá þetta. Þarna var komin staðsetning inn í íbúahverfi sem var ekki í samræmi við það sem allir bæjarfulltrúar höfðu samþykkt í júní 2020 . Fundargerð um málið var svo samþykkt af öllum bæjarfulltrúum, en Margrét benti á að hún væri ekki sátt við þennan lið. Í kjölfarið flutti hún svo bókun um málið á bæjarstjórnarfundi. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi stóð ein gegn öryggisvistun í íbúabyggð Í bókuninni sagði Margrét m.a. að hún harmaði að meirihlutinn skuli ekki fara þá leið í svona stóru máli sem öryggisvistun er, að þeir sjái ekki sóma sinn í að spyrja íbúana álits. Hún benti á að öryggisvistun er ekki bara spurning um næsta hverfi, Dalshverfi 3 sem er að fara í uppbyggingu og þá íbúa sem munu búa þar heldur líka nærumhverfi þess, þ.e. íbúa í Dalshverfi 2. Þessi mikilvægi málflutningur Margrétar vakti svo eðlilega athygli íbúa á málinu og urðu upp úr þessu heitar umræður í bæjarfélaginu. Þarna virtist sem svo að það hafi átt að koma málinu í gegn án nokkurs samráðs við íbúa, sem var eitt af formerkjum þess að skoða þetta verkefni og hafði verið samþykkt að gera af öllum bæjarfulltrúum eins og áður sagði. Þá vakti athygli að á nýlegum framboðsfundi í Hljómahöll svaraði oddviti Samfylkingar því játandi að framboð hans vildi stór og umdeild mál er varði bæjarfélagið í bindandi íbúakosningu, aðspurður um hvaða mál á núverandi kjörtímabili hefðu átt að fara í íbúakosningu var svarið; engin ! Óboðleg framkoma Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar í garð íbúa Hvernig meirihluti bæjarstjórnar; Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar héldu á öryggisvistunarmálinu er auðvitað óboðlegt. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi sýndi þarna með sinni vasklegu framgöngu mikilvæga og öfluga hagsmunagæslu fyrir íbúana, sem skilaði okkur árangri. Styðjum Margréti Þórarinsdóttur í bæjarstjórn. X - U Höfundur skipar 2. sæti á lista Umbótar og er nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar