Framsókn setur börn ekki í fyrsta sæti Lúðvík Júlíusson skrifar 10. maí 2022 12:16 Á síðustu árum höfum við heyrt að Framsóknarflokkurinn hafi sett börn í fyrsta sæti, sett lög sem „tryggja að börn séu í hjarta kerfisins og að aðilar sem koma að þjónustu við börn vinni saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi“(1). Einnig höfum við heyrt að barnið sé þungamiðja farsældarlaganna.(2) Er þetta rétt? Eiga öll börn rétt á viðeigandi stuðningi? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ Eiga allir foreldrar jafnan rétt á stuðningi vegna barns? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: „Aðkoma þeirra[foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Eru foreldrar mikilvægir til að efla þroska og ná árangri? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Sýnt hefur verið fram á með fjölmörgum rannsóknum að árangur af snemmtækri íhlutun er að verulegu leyti háður þátttöku foreldra í íhlutun fyrir börn með þroskafrávik og þeim stuðningi sem foreldrum er veittur beint og óbeint við umönnun og uppeldi barna sinna.“(3) Fá börn mismunandi þjónustu og stuðning eftir fjölskyldurgerðum? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Hingað til hafa meiri réttindi verið veitt foreldri á lögheimili en foreldri á heimili þar sem barn nýtur umgengni þótt forsjá sé sameiginleg“(4) Eru börn með alvarleg þroskafrávik að fara á heimili þar sem foreldri fær ekki aðild, þátttöku eða stuðning í máli þess? Stutta svarið er já. Langa svarið er já, litið er á umgengisforeldrið sem geymslu, stað þar sem barn er geymt til að hvíla lögheimilisforeldrið. Ekki er reiknað með að barn fá umönnun, örvun eða að barnið þroskist á meðan það er í umgengni. Vill Framsóknarflokkurinn jafna stöðu barna? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að lögð var fram breytingartillaga við „farsældarfrumvarpið“ og lagt til að börn sem fara reglulega í umgengni nytu sömu réttinda hjá báðum foreldrum sínum. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn greiddu öll atkvæði gegn þessari tillögu. Hefur Framsóknarflokkurinn lagt til að staða barna verði jöfnuð? Stutta svarið er nei. Langa svarið nei. Bera bara lögheimilisforeldrar ábyrgð á þroska barna? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: Ef forsjá er sameiginleg þá bera þeir jafn mikla ábyrgð.(5) Hafa eftirlitsstofnanir bent stjórnvöldum á réttindaleysi barna? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Vegna þess þáttar málsins sem snýr að samráði við foreldra sem barn býr ekki hjá telur GEF þó rétt að benda á að skv. 28. gr. a barnalaga er gert ráð fyrir því að foreldrar sem fari sameiginlega með forsjá barns skuli taka sameiginlega allar meiriháttar ákvarðanir sem varða barnið. Þrátt fyrir að tekið sé fram að það foreldri sem barn hefur lögheimili hjá hafi heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns. Ekki er víst að sértæk þjónusta vegna fötlunar barns falli undir þau atiriði sem talin eru upp í greininni og því ætti jafnan að leitast við að hafa báða foreldra með í ráðum við veitingu þjónustu vegna fötlunar barns. Í þessu samhengi er einnig rétt að benda á að í 18. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er lögð sú skylda á aðildarríki að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á því að ala upp barn og koma því til þroska.“ Hafa stjórnvöld hlustað á eftirlitsstofnanir og virt rétt barna og ábyrgð foreldra? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að nýlega var frumvarp lagt fyrir á Alþingi sem áréttar að þjónusta eigi aðeins að fara á lögheimili barns búi foreldrar ekki saman. Það er því verið að taka barnið úr fyrsta sætinu, hafi það einhvern tímann verið það, og setja það í farþegasætið.(6) Hvaða börn eiga ekki rétt á fullum stuðningi? Þetta eru börn foreldra sem búa ekki saman, t.d. börn einstæðra foreldra.(4) Þetta er sá hópur barna sem flest eru í viðkvæmri stöðu. Rannsóknir sýna að lífskjör þessara barna eru verst og að umönnunarbyrði foreldra þeirra er einnig mikil og mjög hamlandi.(7) Rannsóknir sýna einnig að mæður verða fyrr öryrkjar vegna mikillar umönnunarbyrði.(8) Samt gera stjórnvöld ekkert til að jafna umönnunarbyrði, jafna álagi og hvetja til samvinnu foreldra. Barnasáttmáli SÞ er mölbrotinn Barnasáttmáli SÞ hefur verið lögfestur en hann veitir hópi barna og foreldra þeirra enga vörn vegna þess að stjórnvöld fara ekki eftir honum. Umboðsmaður Alþingis styðst t.d. ekki við hann. Stjórnvöldum finnst ekkert mál þó að í sama bekk séu tvö börn með nákvæmlega sömu fötlun en að þau fái ólíka þjónustu á grundvelli fjölskyldugerðar. Að það barn sem sé í viðkvæmri stöðu fái minni stuðning og þjónustu en barn með nákvæmlega sömu fötlun. Hvers konar gildismat er það? Foreldrar eiga að vinna saman Oft heyri ég að „foreldrar eigi að vinna saman“. Þetta er ekki svona auðvelt vegna þess að foreldrar hafa oft ekki reynslu, þekkingu, menntun eða burði til að vita betur en sérfræðingar sveitarfélaganna sem hafa áratuga reynslu. Það er líka mjög skrítin krafa að segja að foreldrar eigi að læra á nokkrum dögum það sem tekur sérfræðinga mörg ár að læra í háskólum, hvort sem það er uppeldisfræði, félagsráðgjöf, lögfræði eða annað sem nauðsynlegt er að þekkja. Einnig eru það ekki foreldrar sem taka ákvörðun um hvernig þjónustan er veitt heldur eru það sveitarfélögin. Að segja að „samvinna foreldra leysi málið“ stenst því ekki skoðun. Um þetta hafa stjórnvöld einnig úrskurðað. Framsóknarflokkurinn hefur ekki sett börn í fyrsta sæti Af ofangreindu að dæma þá standast ekki yfirlýsingar um að Framsóknarflokkurinn hafi sett börn í fyrsta sæti, setji börn í þungamiðju eða tryggt að þau fái þjónustu. Hvers konar þjóð erum við sem getur ekki veitt börnum sömu réttindi, sömu þjónustu, sama stuðning og sömu tækifæri til þroska? Hvaða ósýnilegi veggur er það sem Framsóknarflokkurinn sér sem réttlætir það að þessi börn séu skilin eftir? Ef þetta er rangt hjá mér þá þætti mér vænt um að heyra í fulltrúum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða Vinstri grænna. Ég leiðrétti þá allar rangfærslur sem eru í þessari grein. En þangað til þá langar mig að biðja ykkur kæru kjósendur að kjósa ekki flokka sem virða ekki grunnréttindi hvers barns til þroska. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.visir.is/g/20222258682d/hvad-hefur-framsokn-gert-fyrir-reykjavik- (2) https://www.frettabladid.is/frettir/barnid-er-thungamidja-frumvarpsins/ (3) https://www.greining.is/static/files/banner/Snemmtaek%20ihlutun.pdf (4) https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Felagsmalaraduneytid/Sk%c3%bdrsla%20starfsh%c3%b3ps%20um%20heildarendursko%c3%b0un%2038-2018.pdf (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=152&mnr=530 (7) https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Felags--og-fjolskyldumal/Velferdarvaktir/Lifskjor_fataekt_barna_2004-16_28022019.pdf (8) https://www.obi.is/is/moya/news/norraena-velferdarkerfid-hefur-ekki-nad-til-islands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum höfum við heyrt að Framsóknarflokkurinn hafi sett börn í fyrsta sæti, sett lög sem „tryggja að börn séu í hjarta kerfisins og að aðilar sem koma að þjónustu við börn vinni saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi“(1). Einnig höfum við heyrt að barnið sé þungamiðja farsældarlaganna.(2) Er þetta rétt? Eiga öll börn rétt á viðeigandi stuðningi? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ Eiga allir foreldrar jafnan rétt á stuðningi vegna barns? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: „Aðkoma þeirra[foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Eru foreldrar mikilvægir til að efla þroska og ná árangri? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Sýnt hefur verið fram á með fjölmörgum rannsóknum að árangur af snemmtækri íhlutun er að verulegu leyti háður þátttöku foreldra í íhlutun fyrir börn með þroskafrávik og þeim stuðningi sem foreldrum er veittur beint og óbeint við umönnun og uppeldi barna sinna.“(3) Fá börn mismunandi þjónustu og stuðning eftir fjölskyldurgerðum? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Hingað til hafa meiri réttindi verið veitt foreldri á lögheimili en foreldri á heimili þar sem barn nýtur umgengni þótt forsjá sé sameiginleg“(4) Eru börn með alvarleg þroskafrávik að fara á heimili þar sem foreldri fær ekki aðild, þátttöku eða stuðning í máli þess? Stutta svarið er já. Langa svarið er já, litið er á umgengisforeldrið sem geymslu, stað þar sem barn er geymt til að hvíla lögheimilisforeldrið. Ekki er reiknað með að barn fá umönnun, örvun eða að barnið þroskist á meðan það er í umgengni. Vill Framsóknarflokkurinn jafna stöðu barna? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að lögð var fram breytingartillaga við „farsældarfrumvarpið“ og lagt til að börn sem fara reglulega í umgengni nytu sömu réttinda hjá báðum foreldrum sínum. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn greiddu öll atkvæði gegn þessari tillögu. Hefur Framsóknarflokkurinn lagt til að staða barna verði jöfnuð? Stutta svarið er nei. Langa svarið nei. Bera bara lögheimilisforeldrar ábyrgð á þroska barna? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: Ef forsjá er sameiginleg þá bera þeir jafn mikla ábyrgð.(5) Hafa eftirlitsstofnanir bent stjórnvöldum á réttindaleysi barna? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Vegna þess þáttar málsins sem snýr að samráði við foreldra sem barn býr ekki hjá telur GEF þó rétt að benda á að skv. 28. gr. a barnalaga er gert ráð fyrir því að foreldrar sem fari sameiginlega með forsjá barns skuli taka sameiginlega allar meiriháttar ákvarðanir sem varða barnið. Þrátt fyrir að tekið sé fram að það foreldri sem barn hefur lögheimili hjá hafi heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns. Ekki er víst að sértæk þjónusta vegna fötlunar barns falli undir þau atiriði sem talin eru upp í greininni og því ætti jafnan að leitast við að hafa báða foreldra með í ráðum við veitingu þjónustu vegna fötlunar barns. Í þessu samhengi er einnig rétt að benda á að í 18. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er lögð sú skylda á aðildarríki að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á því að ala upp barn og koma því til þroska.“ Hafa stjórnvöld hlustað á eftirlitsstofnanir og virt rétt barna og ábyrgð foreldra? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að nýlega var frumvarp lagt fyrir á Alþingi sem áréttar að þjónusta eigi aðeins að fara á lögheimili barns búi foreldrar ekki saman. Það er því verið að taka barnið úr fyrsta sætinu, hafi það einhvern tímann verið það, og setja það í farþegasætið.(6) Hvaða börn eiga ekki rétt á fullum stuðningi? Þetta eru börn foreldra sem búa ekki saman, t.d. börn einstæðra foreldra.(4) Þetta er sá hópur barna sem flest eru í viðkvæmri stöðu. Rannsóknir sýna að lífskjör þessara barna eru verst og að umönnunarbyrði foreldra þeirra er einnig mikil og mjög hamlandi.(7) Rannsóknir sýna einnig að mæður verða fyrr öryrkjar vegna mikillar umönnunarbyrði.(8) Samt gera stjórnvöld ekkert til að jafna umönnunarbyrði, jafna álagi og hvetja til samvinnu foreldra. Barnasáttmáli SÞ er mölbrotinn Barnasáttmáli SÞ hefur verið lögfestur en hann veitir hópi barna og foreldra þeirra enga vörn vegna þess að stjórnvöld fara ekki eftir honum. Umboðsmaður Alþingis styðst t.d. ekki við hann. Stjórnvöldum finnst ekkert mál þó að í sama bekk séu tvö börn með nákvæmlega sömu fötlun en að þau fái ólíka þjónustu á grundvelli fjölskyldugerðar. Að það barn sem sé í viðkvæmri stöðu fái minni stuðning og þjónustu en barn með nákvæmlega sömu fötlun. Hvers konar gildismat er það? Foreldrar eiga að vinna saman Oft heyri ég að „foreldrar eigi að vinna saman“. Þetta er ekki svona auðvelt vegna þess að foreldrar hafa oft ekki reynslu, þekkingu, menntun eða burði til að vita betur en sérfræðingar sveitarfélaganna sem hafa áratuga reynslu. Það er líka mjög skrítin krafa að segja að foreldrar eigi að læra á nokkrum dögum það sem tekur sérfræðinga mörg ár að læra í háskólum, hvort sem það er uppeldisfræði, félagsráðgjöf, lögfræði eða annað sem nauðsynlegt er að þekkja. Einnig eru það ekki foreldrar sem taka ákvörðun um hvernig þjónustan er veitt heldur eru það sveitarfélögin. Að segja að „samvinna foreldra leysi málið“ stenst því ekki skoðun. Um þetta hafa stjórnvöld einnig úrskurðað. Framsóknarflokkurinn hefur ekki sett börn í fyrsta sæti Af ofangreindu að dæma þá standast ekki yfirlýsingar um að Framsóknarflokkurinn hafi sett börn í fyrsta sæti, setji börn í þungamiðju eða tryggt að þau fái þjónustu. Hvers konar þjóð erum við sem getur ekki veitt börnum sömu réttindi, sömu þjónustu, sama stuðning og sömu tækifæri til þroska? Hvaða ósýnilegi veggur er það sem Framsóknarflokkurinn sér sem réttlætir það að þessi börn séu skilin eftir? Ef þetta er rangt hjá mér þá þætti mér vænt um að heyra í fulltrúum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða Vinstri grænna. Ég leiðrétti þá allar rangfærslur sem eru í þessari grein. En þangað til þá langar mig að biðja ykkur kæru kjósendur að kjósa ekki flokka sem virða ekki grunnréttindi hvers barns til þroska. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.visir.is/g/20222258682d/hvad-hefur-framsokn-gert-fyrir-reykjavik- (2) https://www.frettabladid.is/frettir/barnid-er-thungamidja-frumvarpsins/ (3) https://www.greining.is/static/files/banner/Snemmtaek%20ihlutun.pdf (4) https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Felagsmalaraduneytid/Sk%c3%bdrsla%20starfsh%c3%b3ps%20um%20heildarendursko%c3%b0un%2038-2018.pdf (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=152&mnr=530 (7) https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Felags--og-fjolskyldumal/Velferdarvaktir/Lifskjor_fataekt_barna_2004-16_28022019.pdf (8) https://www.obi.is/is/moya/news/norraena-velferdarkerfid-hefur-ekki-nad-til-islands
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar