Framsókn til framtíðar í menntamálum í Fjarðabyggð Birgir Jónsson skrifar 9. maí 2022 14:16 Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Það er mikilvægt að við hlustum á þau og að ákvarðanir séu teknar út frá því sem er þeim fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn geti blómstrað. Í það eina skipti sem ég útskrifaði nemendur úr 10. bekk sagði ég við þau að mikilvægt væri að þau fetuðu þá braut sem hjarta þeirra segði þeim að fara. Þau gætu allt sem þau ætluðu sér. Við þurfum að tryggja að aðstæður þeirra séu góðar, og þau fái stuðning við hæfi, þá eru börnunum okkar allir vegir færir. Á síðustu árum hefur ýmislegt verið gert í Fjarðabyggð til að bæta þjónustu og aðstæður barna og ungmenna. Mætti þar til að mynda nefna stækkun leikskóla, átak varðandi starfsumhverfi starfsfólks leikskólanna, tæknivæðingu í grunnskólunum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, iðn- og tækninám í samstarfi við VA, uppbyggingu skólaþjónustunnar í kjölfar þess þegar Skólaskrifstofa Austurlands var lögð niður, snemmtæka íhlutun þar sem Sprettsteymi voru sett á laggirnar, endurskipulagning var gerð á félagsmiðstöðvunum og sumarfrístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk var komið á. Þetta er allt saman gott, en mjög mikilvægt er að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Aukum sérfræðiaðstoð í skólunum Samfélagið er að breytast og þar með samsetning og þarfir nemendahópa í skólunum okkar. Í skólum Fjarðabyggðar höfum við á að skipa frábæru fagfólki sem vinnur stórkostlegt starf á degi hverjum. En það er ljóst af samtölum við starfsfólk skólanna að þörf er á auknum sérhæfðum stuðningi, t.d. á sviði talmeinafræði, sálfræði og iðjuþjálfun. Einnig er aukin þörf fyrir að sérfræðingar á þessum sviðum komi meira inn í skólana og vinni við hliðina á starfsfólkinu sem þar er. Nýlega kom út tilviksrannsókn sem framkvæmd var af Háskólanum á Akureyri þar sem skólaþjónusta í nokkrum sveitarfélögum var skoðuð. Kom þar í ljós að mikið ákall er, bæði frá starfsfólki skólaþjónustu og starfsfólki skólanna, að meiri tíma skólaþjónustunnar sé eytt á gólfinu með starfsfólki og nemendum enda hlýtur það að vera börnunum fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn fái sem heildstæðasta og besta þjónustu. Það er afar brýnt að við skoðum hvernig við viljum hafa okkar skólaþjónustu, þar þurfum við að fá sérfræðingana í skólaþjónustunni að borðinu ásamt starfsfólkinu í skólunum. Við þurfum að marka okkur stefnu og haga síðan vinnunni eftir henni þannig að þekking sérfræðinganna nýtist sem best. Börn eru mismunandi og hafa mismunandi þjónustuþarfir. Því meiri þjónustu sem þau þurfa, því meira fjármagn þarf að fylgja. Til þess að útdeila fjármagni til skóla er notast við svokallað úthlutunarlíkan þar sem reiknað er út frá nokkrum þáttum hvaða fjármagn hver skóli fær. Nýlega endurskoðaði Reykjavíkurborg sitt líkan og í þeirri endurskoðun voru markmiðin þau að tryggja það að hverju barni fylgdi það fjármagn sem þyrfti, fjármagnið færi á réttan stað þannig að tryggt væri að þörf þeirra verði mætt. Að auki fengu skólarnir nokkurn sveigjanleika inn í líkanið, sá sveigjanleiki var falinn í því að skólarnir geta nú ráðið sérfræðing miðað við þá þörf sem þeir hafa. Ef einn skóla vantaði talmeinafræðing þá myndi hann geta ráðið talmeinafræðing, ef annan skóla vantaði frekar sálfræðing þá gæti hann ráðið sálfræðing og ef þriðja skólann vantaði iðjuþjálfa eða þroskaþjálfa þá gæti hann gert það. Það er komið að þeim tímapunkti að Fjarðabyggð þurfi að fara gagnrýnið í gegnum sitt úthlutunarlíkan, þannig að tryggt sé að þörfum allra nemenda verði mætt á sem bestan hátt. Sækjum fram! Við þurfum að vera óhrædd við að endurskoða hlutina og stöðugt að leyta leiða til að bæta þjónustuna til barnanna okkar. Ég hef í mínum störfum verið óhræddur við það, ávalt með það markmið í huga að gera það sem er best fyrir þau. Menntamál eru stór þáttur í rekstri sveitarfélaga. Það er mikilvægt að huga vel að þeim og leita sífellt leiða til bæta þá þjónustu sem þar er veitt, börnunum okkar til heilla. Höfum í hug að hver króna sem sett er í þennan málaflokk til að bæta og efla þjónustuna mun að lokum skila sér margfalt tilbaka. Framsókn í Fjarðabyggð vill sækja fram í þessum málaflokki og ég get lofað ykkur hér að með því að greiða okkur atkvæði þann 14. maí mun ég leggja allt mitt til þessara mála, börnunum okkar til heilla. Höfundur er framhaldsskólakennari og situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Það er mikilvægt að við hlustum á þau og að ákvarðanir séu teknar út frá því sem er þeim fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn geti blómstrað. Í það eina skipti sem ég útskrifaði nemendur úr 10. bekk sagði ég við þau að mikilvægt væri að þau fetuðu þá braut sem hjarta þeirra segði þeim að fara. Þau gætu allt sem þau ætluðu sér. Við þurfum að tryggja að aðstæður þeirra séu góðar, og þau fái stuðning við hæfi, þá eru börnunum okkar allir vegir færir. Á síðustu árum hefur ýmislegt verið gert í Fjarðabyggð til að bæta þjónustu og aðstæður barna og ungmenna. Mætti þar til að mynda nefna stækkun leikskóla, átak varðandi starfsumhverfi starfsfólks leikskólanna, tæknivæðingu í grunnskólunum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, iðn- og tækninám í samstarfi við VA, uppbyggingu skólaþjónustunnar í kjölfar þess þegar Skólaskrifstofa Austurlands var lögð niður, snemmtæka íhlutun þar sem Sprettsteymi voru sett á laggirnar, endurskipulagning var gerð á félagsmiðstöðvunum og sumarfrístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk var komið á. Þetta er allt saman gott, en mjög mikilvægt er að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Aukum sérfræðiaðstoð í skólunum Samfélagið er að breytast og þar með samsetning og þarfir nemendahópa í skólunum okkar. Í skólum Fjarðabyggðar höfum við á að skipa frábæru fagfólki sem vinnur stórkostlegt starf á degi hverjum. En það er ljóst af samtölum við starfsfólk skólanna að þörf er á auknum sérhæfðum stuðningi, t.d. á sviði talmeinafræði, sálfræði og iðjuþjálfun. Einnig er aukin þörf fyrir að sérfræðingar á þessum sviðum komi meira inn í skólana og vinni við hliðina á starfsfólkinu sem þar er. Nýlega kom út tilviksrannsókn sem framkvæmd var af Háskólanum á Akureyri þar sem skólaþjónusta í nokkrum sveitarfélögum var skoðuð. Kom þar í ljós að mikið ákall er, bæði frá starfsfólki skólaþjónustu og starfsfólki skólanna, að meiri tíma skólaþjónustunnar sé eytt á gólfinu með starfsfólki og nemendum enda hlýtur það að vera börnunum fyrir bestu þannig að hvert og eitt barn fái sem heildstæðasta og besta þjónustu. Það er afar brýnt að við skoðum hvernig við viljum hafa okkar skólaþjónustu, þar þurfum við að fá sérfræðingana í skólaþjónustunni að borðinu ásamt starfsfólkinu í skólunum. Við þurfum að marka okkur stefnu og haga síðan vinnunni eftir henni þannig að þekking sérfræðinganna nýtist sem best. Börn eru mismunandi og hafa mismunandi þjónustuþarfir. Því meiri þjónustu sem þau þurfa, því meira fjármagn þarf að fylgja. Til þess að útdeila fjármagni til skóla er notast við svokallað úthlutunarlíkan þar sem reiknað er út frá nokkrum þáttum hvaða fjármagn hver skóli fær. Nýlega endurskoðaði Reykjavíkurborg sitt líkan og í þeirri endurskoðun voru markmiðin þau að tryggja það að hverju barni fylgdi það fjármagn sem þyrfti, fjármagnið færi á réttan stað þannig að tryggt væri að þörf þeirra verði mætt. Að auki fengu skólarnir nokkurn sveigjanleika inn í líkanið, sá sveigjanleiki var falinn í því að skólarnir geta nú ráðið sérfræðing miðað við þá þörf sem þeir hafa. Ef einn skóla vantaði talmeinafræðing þá myndi hann geta ráðið talmeinafræðing, ef annan skóla vantaði frekar sálfræðing þá gæti hann ráðið sálfræðing og ef þriðja skólann vantaði iðjuþjálfa eða þroskaþjálfa þá gæti hann gert það. Það er komið að þeim tímapunkti að Fjarðabyggð þurfi að fara gagnrýnið í gegnum sitt úthlutunarlíkan, þannig að tryggt sé að þörfum allra nemenda verði mætt á sem bestan hátt. Sækjum fram! Við þurfum að vera óhrædd við að endurskoða hlutina og stöðugt að leyta leiða til að bæta þjónustuna til barnanna okkar. Ég hef í mínum störfum verið óhræddur við það, ávalt með það markmið í huga að gera það sem er best fyrir þau. Menntamál eru stór þáttur í rekstri sveitarfélaga. Það er mikilvægt að huga vel að þeim og leita sífellt leiða til bæta þá þjónustu sem þar er veitt, börnunum okkar til heilla. Höfum í hug að hver króna sem sett er í þennan málaflokk til að bæta og efla þjónustuna mun að lokum skila sér margfalt tilbaka. Framsókn í Fjarðabyggð vill sækja fram í þessum málaflokki og ég get lofað ykkur hér að með því að greiða okkur atkvæði þann 14. maí mun ég leggja allt mitt til þessara mála, börnunum okkar til heilla. Höfundur er framhaldsskólakennari og situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar þann 14. maí.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun