Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 14:40 Erla Sigríður er nýskipaður skólameistari Flensborgarskóla en óhætt er að segja að skipan hennar hafi reynst umdeild innan skólans. stjr Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. Erla Sigríður hafði þá um nokkurt skeið verið starfandi skólameistari og bera forráðamenn nemendafélags skólans henni ekki vel söguna og sendu sérlega harðort erindi þar um til ráðuneytisins. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Seinni partinn í gær funduðu svo foreldar þeirra nemenda sem eru í leiklistarhópi skólans. Óánægjan með samskiptin við Erlu Sigríði eru marvísleg, ekki síst í því sem snýr að félagslífi nemenda. Og er fullyrt að ekki fáist leiðbeinendur, þjálfarar og leikstjórar til að starfa með þeim að MORFIS-keppni, Gettu betur-keppni og leiksýningum vegna erfiðra samskipta við skólameistara. Helga Guðrún Ásgeirsdóttir er formaður í foreldraráði Flensborgar. Hún segir, í samtali við Vísi, að fundarboð hafi verið með skömmum fyrirvara og hún hafi ekki komist til þess fundar. Og geti því ekki verið til frásagnar um hvað þar fór fram. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur lengi verið eitt helsta stolt bæjarfélagsins. Nú gustar um skólann.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson En hún segir að til standi að boða til annars foreldrafundar þar sem til stendur að fleiri foreldrar komi að. Sjálf segir Helga Guðrún að hún hafi ekki, fyrr en í gær, heyrt af hinni megnu óánægju. Hún hafi sjálf ekki átt nema góð samskipti við skólameistara en nú verði að kortleggja stöðuna. Vísir sendi fyrirspurn til Mennta- og barnamálaráðuneytisins í gær vegna erindis nemenda en ekki hafa neinar útskýringar borist enn vegna fyrirspurnar um í hvaða farvegi erindi nemendanna er innan veggja ráðuneytisins. Ekki hefur náðst í Erlu Sigríði skólameistara vegna málsins. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Erla Sigríður hafði þá um nokkurt skeið verið starfandi skólameistari og bera forráðamenn nemendafélags skólans henni ekki vel söguna og sendu sérlega harðort erindi þar um til ráðuneytisins. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Seinni partinn í gær funduðu svo foreldar þeirra nemenda sem eru í leiklistarhópi skólans. Óánægjan með samskiptin við Erlu Sigríði eru marvísleg, ekki síst í því sem snýr að félagslífi nemenda. Og er fullyrt að ekki fáist leiðbeinendur, þjálfarar og leikstjórar til að starfa með þeim að MORFIS-keppni, Gettu betur-keppni og leiksýningum vegna erfiðra samskipta við skólameistara. Helga Guðrún Ásgeirsdóttir er formaður í foreldraráði Flensborgar. Hún segir, í samtali við Vísi, að fundarboð hafi verið með skömmum fyrirvara og hún hafi ekki komist til þess fundar. Og geti því ekki verið til frásagnar um hvað þar fór fram. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur lengi verið eitt helsta stolt bæjarfélagsins. Nú gustar um skólann.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson En hún segir að til standi að boða til annars foreldrafundar þar sem til stendur að fleiri foreldrar komi að. Sjálf segir Helga Guðrún að hún hafi ekki, fyrr en í gær, heyrt af hinni megnu óánægju. Hún hafi sjálf ekki átt nema góð samskipti við skólameistara en nú verði að kortleggja stöðuna. Vísir sendi fyrirspurn til Mennta- og barnamálaráðuneytisins í gær vegna erindis nemenda en ekki hafa neinar útskýringar borist enn vegna fyrirspurnar um í hvaða farvegi erindi nemendanna er innan veggja ráðuneytisins. Ekki hefur náðst í Erlu Sigríði skólameistara vegna málsins.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira