Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 14:40 Erla Sigríður er nýskipaður skólameistari Flensborgarskóla en óhætt er að segja að skipan hennar hafi reynst umdeild innan skólans. stjr Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. Erla Sigríður hafði þá um nokkurt skeið verið starfandi skólameistari og bera forráðamenn nemendafélags skólans henni ekki vel söguna og sendu sérlega harðort erindi þar um til ráðuneytisins. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Seinni partinn í gær funduðu svo foreldar þeirra nemenda sem eru í leiklistarhópi skólans. Óánægjan með samskiptin við Erlu Sigríði eru marvísleg, ekki síst í því sem snýr að félagslífi nemenda. Og er fullyrt að ekki fáist leiðbeinendur, þjálfarar og leikstjórar til að starfa með þeim að MORFIS-keppni, Gettu betur-keppni og leiksýningum vegna erfiðra samskipta við skólameistara. Helga Guðrún Ásgeirsdóttir er formaður í foreldraráði Flensborgar. Hún segir, í samtali við Vísi, að fundarboð hafi verið með skömmum fyrirvara og hún hafi ekki komist til þess fundar. Og geti því ekki verið til frásagnar um hvað þar fór fram. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur lengi verið eitt helsta stolt bæjarfélagsins. Nú gustar um skólann.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson En hún segir að til standi að boða til annars foreldrafundar þar sem til stendur að fleiri foreldrar komi að. Sjálf segir Helga Guðrún að hún hafi ekki, fyrr en í gær, heyrt af hinni megnu óánægju. Hún hafi sjálf ekki átt nema góð samskipti við skólameistara en nú verði að kortleggja stöðuna. Vísir sendi fyrirspurn til Mennta- og barnamálaráðuneytisins í gær vegna erindis nemenda en ekki hafa neinar útskýringar borist enn vegna fyrirspurnar um í hvaða farvegi erindi nemendanna er innan veggja ráðuneytisins. Ekki hefur náðst í Erlu Sigríði skólameistara vegna málsins. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Erla Sigríður hafði þá um nokkurt skeið verið starfandi skólameistari og bera forráðamenn nemendafélags skólans henni ekki vel söguna og sendu sérlega harðort erindi þar um til ráðuneytisins. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Seinni partinn í gær funduðu svo foreldar þeirra nemenda sem eru í leiklistarhópi skólans. Óánægjan með samskiptin við Erlu Sigríði eru marvísleg, ekki síst í því sem snýr að félagslífi nemenda. Og er fullyrt að ekki fáist leiðbeinendur, þjálfarar og leikstjórar til að starfa með þeim að MORFIS-keppni, Gettu betur-keppni og leiksýningum vegna erfiðra samskipta við skólameistara. Helga Guðrún Ásgeirsdóttir er formaður í foreldraráði Flensborgar. Hún segir, í samtali við Vísi, að fundarboð hafi verið með skömmum fyrirvara og hún hafi ekki komist til þess fundar. Og geti því ekki verið til frásagnar um hvað þar fór fram. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur lengi verið eitt helsta stolt bæjarfélagsins. Nú gustar um skólann.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson En hún segir að til standi að boða til annars foreldrafundar þar sem til stendur að fleiri foreldrar komi að. Sjálf segir Helga Guðrún að hún hafi ekki, fyrr en í gær, heyrt af hinni megnu óánægju. Hún hafi sjálf ekki átt nema góð samskipti við skólameistara en nú verði að kortleggja stöðuna. Vísir sendi fyrirspurn til Mennta- og barnamálaráðuneytisins í gær vegna erindis nemenda en ekki hafa neinar útskýringar borist enn vegna fyrirspurnar um í hvaða farvegi erindi nemendanna er innan veggja ráðuneytisins. Ekki hefur náðst í Erlu Sigríði skólameistara vegna málsins.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira