Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 14:40 Erla Sigríður er nýskipaður skólameistari Flensborgarskóla en óhætt er að segja að skipan hennar hafi reynst umdeild innan skólans. stjr Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. Erla Sigríður hafði þá um nokkurt skeið verið starfandi skólameistari og bera forráðamenn nemendafélags skólans henni ekki vel söguna og sendu sérlega harðort erindi þar um til ráðuneytisins. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Seinni partinn í gær funduðu svo foreldar þeirra nemenda sem eru í leiklistarhópi skólans. Óánægjan með samskiptin við Erlu Sigríði eru marvísleg, ekki síst í því sem snýr að félagslífi nemenda. Og er fullyrt að ekki fáist leiðbeinendur, þjálfarar og leikstjórar til að starfa með þeim að MORFIS-keppni, Gettu betur-keppni og leiksýningum vegna erfiðra samskipta við skólameistara. Helga Guðrún Ásgeirsdóttir er formaður í foreldraráði Flensborgar. Hún segir, í samtali við Vísi, að fundarboð hafi verið með skömmum fyrirvara og hún hafi ekki komist til þess fundar. Og geti því ekki verið til frásagnar um hvað þar fór fram. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur lengi verið eitt helsta stolt bæjarfélagsins. Nú gustar um skólann.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson En hún segir að til standi að boða til annars foreldrafundar þar sem til stendur að fleiri foreldrar komi að. Sjálf segir Helga Guðrún að hún hafi ekki, fyrr en í gær, heyrt af hinni megnu óánægju. Hún hafi sjálf ekki átt nema góð samskipti við skólameistara en nú verði að kortleggja stöðuna. Vísir sendi fyrirspurn til Mennta- og barnamálaráðuneytisins í gær vegna erindis nemenda en ekki hafa neinar útskýringar borist enn vegna fyrirspurnar um í hvaða farvegi erindi nemendanna er innan veggja ráðuneytisins. Ekki hefur náðst í Erlu Sigríði skólameistara vegna málsins. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Erla Sigríður hafði þá um nokkurt skeið verið starfandi skólameistari og bera forráðamenn nemendafélags skólans henni ekki vel söguna og sendu sérlega harðort erindi þar um til ráðuneytisins. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Seinni partinn í gær funduðu svo foreldar þeirra nemenda sem eru í leiklistarhópi skólans. Óánægjan með samskiptin við Erlu Sigríði eru marvísleg, ekki síst í því sem snýr að félagslífi nemenda. Og er fullyrt að ekki fáist leiðbeinendur, þjálfarar og leikstjórar til að starfa með þeim að MORFIS-keppni, Gettu betur-keppni og leiksýningum vegna erfiðra samskipta við skólameistara. Helga Guðrún Ásgeirsdóttir er formaður í foreldraráði Flensborgar. Hún segir, í samtali við Vísi, að fundarboð hafi verið með skömmum fyrirvara og hún hafi ekki komist til þess fundar. Og geti því ekki verið til frásagnar um hvað þar fór fram. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur lengi verið eitt helsta stolt bæjarfélagsins. Nú gustar um skólann.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson En hún segir að til standi að boða til annars foreldrafundar þar sem til stendur að fleiri foreldrar komi að. Sjálf segir Helga Guðrún að hún hafi ekki, fyrr en í gær, heyrt af hinni megnu óánægju. Hún hafi sjálf ekki átt nema góð samskipti við skólameistara en nú verði að kortleggja stöðuna. Vísir sendi fyrirspurn til Mennta- og barnamálaráðuneytisins í gær vegna erindis nemenda en ekki hafa neinar útskýringar borist enn vegna fyrirspurnar um í hvaða farvegi erindi nemendanna er innan veggja ráðuneytisins. Ekki hefur náðst í Erlu Sigríði skólameistara vegna málsins.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent