Murielle Tiernan elskar Lengjudeildina og hóf hún tímabilið á tveimur mörkum er Tindastóll vann 2-0 heimasigur á Grindavík.
Agnes Birta Eiðsdóttir kom Fylki yfir eftir stundarfjórðung en forystan endist ekki lengi þar sem Isabella Eva Aradóttir jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Hún kom svo HK yfir áður en fyrri hálfleikur var liðinn og staðan 1-2 í hálfleik.
Gabriella Lindsay Coleman gerði svo út um leikinn með þriðja marki HK á 64. mínútu, lokatölur 1-3 og góður útisigur HK staðreynd.
Fyrstu umferð í Lengjudeild kvenna lýkur á morgun með leik Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis F. og Fjölnis.