Hveragerði margbreytileikans 6. maí 2022 10:31 Hveragerði er samfélag þar sem ungir sem aldnir geta lifað enn betra lífi í leik og starfi og eiga bæjaryfirvöld að styðja við fjölskylduvænt samfélag fyrir alla. Tryggja þarf að Hveragerðisbær sinni lögbundinni þjónustu með fullnægjandi hætti og að frumkvæðisskyldan sé virt, þ.e. að bæjarfélagið hafi frumkvæði að því að bjóða íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og að auðvelt sé að nálgast upplýsingar um þjónustuna. Þar sem er vilji er vegur. Íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn Okkar Hveragerði leggur áherslu á að í boði sé samhæft íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn. Tryggja þarf stuðning í íþrótta- og frístundastarfi og í lengdri viðveru fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir og þeim er mikilvægt að samfella sé í frístunda- og íþróttastarfi yfir daginn. Okkar Hveragerði vill stefna að því að tengja frístunda- og íþróttastarf með uppbyggingu frístundamiðstöðvar á Grýluvallarsvæðinu þar sem ungir sem aldnir, óháð færni og getu, fái aðstöðu og þjónustu til frístundastarfs. Uppbygging samræmds íþrótta- og tómstundastarfs á sama stað stuðlar að því að slíkt starf sé aðgengilegra fyrir einstaklinga með stuðningsþarfir. Skólar margbreytileikans Okkar Hveragerði telur mikilvægt að skólarnir okkar séu skólar margbreytileikans. Auka þarf stöðugildi í grunn- og leikskólum sem styðja við margbreytileikann og koma þarf á fót nemendaverndarráði við leikskóla bæjarins, líkt og starfrækt er nú þegar við grunnskólann. Slíkt ráð felur í sér vettvang fyrir samræmingu þjónustu fyrir börn með stuðningsþarfir fyrir þá aðila sem að veitingu þjónustunnar koma, þ.e. velferðarþjónustuna, leikskólann og heilbrigðiskerfið. Mikilvægt er að virkt samstarf sé til staðar á milli þessara aðila svo hægt sé að veita börnum á leikskólastigi með stuðningsþarfir samræmda og heildræna þjónustu. Húsnæðismál Hveragerði er samfélag þar sem allir eiga að geta fundið húsnæði við sitt hæfi. Okkar Hveragerði telur nauðsynlegt að tryggja fjölbreytt félagslegt leiguhúsnæði í eigu Hveragerðisbæjar fyrir fólk með fatlanir svo það geti búið sjálfstætt með þeim stuðningi og aðbúnaði sem til þarf. Okkar Hveragerði vill jafnframt leita lausna varðandi fjölbreytt búsetuúrræði þar sem eldri borgarar og einstaklingar með fatlanir hafa kost á sjálfstæðri búsetu, búsetu í íbúðakjörnum með þjónustumiðstöð og góðri stuðningsþjónustu. Atvinnumál Okkar Hveragerði leggur áherslu á að auka fjölbreytta atvinnumöguleika fyrir fólk á öllum aldri og með ólíka færni og menntun. Tryggja þarf að einstaklingar með fatlanir fái viðunandi stuðning til að starfa á fjölbreyttum vettvangi, en skort hefur á að til staðar séu næg tækifæri í Hveragerði fyrir fatlað fólk í störfum með stuðningi. Tryggja þarf öfluga upplýsingagjöf til fólks með fatlanir á þessu sviði og leitast við að virkja það til atvinnuþátttöku eins og kostur er. Virkjum raddir fatlaðs fólks Mikilvægt er að fólk með fatlanir, börn og fullorðnir, sem og aðstandendur þeirra, séu virkir þátttakendur í þeirri þjónustu sem fötluðu fólki er veitt. Samhliða einstaklingsmiðuðu samráði við veitingu þjónustu til fatlaðs fólks er nauðsynlegt að virkja breiðari vettvang þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast. Samráð við þennan hóp er nauðsynlegt til þess að veita fullnægjandi þjónustu á þessu sviði. Í því tilliti er áríðandi að í bænum okkar sé starfrækt fötlunarráð með virkum hætti, eins og lögbundin skylda ber til, sem heldur röddum fatlaðs fólks á lofti í okkar stækkandi bæjarfélagi. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti á lista Okkar Hveragerðis.Sigríður Hauksdóttir, 6. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Hveragerði er samfélag þar sem ungir sem aldnir geta lifað enn betra lífi í leik og starfi og eiga bæjaryfirvöld að styðja við fjölskylduvænt samfélag fyrir alla. Tryggja þarf að Hveragerðisbær sinni lögbundinni þjónustu með fullnægjandi hætti og að frumkvæðisskyldan sé virt, þ.e. að bæjarfélagið hafi frumkvæði að því að bjóða íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og að auðvelt sé að nálgast upplýsingar um þjónustuna. Þar sem er vilji er vegur. Íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn Okkar Hveragerði leggur áherslu á að í boði sé samhæft íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn. Tryggja þarf stuðning í íþrótta- og frístundastarfi og í lengdri viðveru fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir og þeim er mikilvægt að samfella sé í frístunda- og íþróttastarfi yfir daginn. Okkar Hveragerði vill stefna að því að tengja frístunda- og íþróttastarf með uppbyggingu frístundamiðstöðvar á Grýluvallarsvæðinu þar sem ungir sem aldnir, óháð færni og getu, fái aðstöðu og þjónustu til frístundastarfs. Uppbygging samræmds íþrótta- og tómstundastarfs á sama stað stuðlar að því að slíkt starf sé aðgengilegra fyrir einstaklinga með stuðningsþarfir. Skólar margbreytileikans Okkar Hveragerði telur mikilvægt að skólarnir okkar séu skólar margbreytileikans. Auka þarf stöðugildi í grunn- og leikskólum sem styðja við margbreytileikann og koma þarf á fót nemendaverndarráði við leikskóla bæjarins, líkt og starfrækt er nú þegar við grunnskólann. Slíkt ráð felur í sér vettvang fyrir samræmingu þjónustu fyrir börn með stuðningsþarfir fyrir þá aðila sem að veitingu þjónustunnar koma, þ.e. velferðarþjónustuna, leikskólann og heilbrigðiskerfið. Mikilvægt er að virkt samstarf sé til staðar á milli þessara aðila svo hægt sé að veita börnum á leikskólastigi með stuðningsþarfir samræmda og heildræna þjónustu. Húsnæðismál Hveragerði er samfélag þar sem allir eiga að geta fundið húsnæði við sitt hæfi. Okkar Hveragerði telur nauðsynlegt að tryggja fjölbreytt félagslegt leiguhúsnæði í eigu Hveragerðisbæjar fyrir fólk með fatlanir svo það geti búið sjálfstætt með þeim stuðningi og aðbúnaði sem til þarf. Okkar Hveragerði vill jafnframt leita lausna varðandi fjölbreytt búsetuúrræði þar sem eldri borgarar og einstaklingar með fatlanir hafa kost á sjálfstæðri búsetu, búsetu í íbúðakjörnum með þjónustumiðstöð og góðri stuðningsþjónustu. Atvinnumál Okkar Hveragerði leggur áherslu á að auka fjölbreytta atvinnumöguleika fyrir fólk á öllum aldri og með ólíka færni og menntun. Tryggja þarf að einstaklingar með fatlanir fái viðunandi stuðning til að starfa á fjölbreyttum vettvangi, en skort hefur á að til staðar séu næg tækifæri í Hveragerði fyrir fatlað fólk í störfum með stuðningi. Tryggja þarf öfluga upplýsingagjöf til fólks með fatlanir á þessu sviði og leitast við að virkja það til atvinnuþátttöku eins og kostur er. Virkjum raddir fatlaðs fólks Mikilvægt er að fólk með fatlanir, börn og fullorðnir, sem og aðstandendur þeirra, séu virkir þátttakendur í þeirri þjónustu sem fötluðu fólki er veitt. Samhliða einstaklingsmiðuðu samráði við veitingu þjónustu til fatlaðs fólks er nauðsynlegt að virkja breiðari vettvang þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast. Samráð við þennan hóp er nauðsynlegt til þess að veita fullnægjandi þjónustu á þessu sviði. Í því tilliti er áríðandi að í bænum okkar sé starfrækt fötlunarráð með virkum hætti, eins og lögbundin skylda ber til, sem heldur röddum fatlaðs fólks á lofti í okkar stækkandi bæjarfélagi. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti á lista Okkar Hveragerðis.Sigríður Hauksdóttir, 6. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun