Frábært Garðatorg – „Eins og í Garðabæ“ Sigríður Hulda Jónsdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson skrifa 6. maí 2022 08:30 Ímyndum okkur Garðabæ framtíðarinnar. Líf og leikur, fjölbreytt afþreying og þjónusta og falleg almannarými. Það er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ sem skapar bæjarbrag og er mannlífsmiðja þar sem íbúar hittast og ganga erinda sinna. Uppbygging nýja Garðatorgs gekk vel og gefur góða von um framhaldið. Glæsileg verslun og þjónusta er á torginu og við sjáum það á þétt skipuðum bílastæðum að viðskiptavinirnir fylgja á eftir. Eldri hluti Garðatorgs hrópar nú á endurgerð og þar eru gríðarlega spennandi möguleikar í stöðunni. Slíka endurgerð þarf að framkvæma í samvinnu við hagsmunaaðila. Þetta þarf að gera Það þarf að draga að snjalla hönnuði og hugmyndasmiði sem skilgreina í samráði við hagsmunaaðila og bæjarstjórn hvers konar andrúmsloft eigi að ríkja á Garðatorgi til framtíðar. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Hugmyndasamkeppni um framtíð miðbæjarins gæti verið góð leið til þess að sjá betur tækifærin sem eru möguleg. Við slíka framkvæmd er eins og ávallt rétt að horfa til leiða sem draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum. Öflugt mannlíf Endurhugsa og efla þarf yfirbyggðu svæðin, horfa á miðbæinn í heild og tengja saman kjarnana. Grunnhönnun yfirbyggðu svæðanna skapar marga möguleika og þar eru nú glæsilegar verslanir og öflugir þjónustuaðilar. Útfærsla í samvinnu við hagsmunaaðila getur skapað aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju, leik- og vinnusvæði eða afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Frá íbúum hefur komið hugmynd um gosbrunn á torginu sem vert er að skoða. Við þurfum að halda áfram að byggja torgið upp af miklum metnaði og tryggja að þar sé umhverfið í sérflokki. Þannig getum við með umgjörðinni laðað að fyrirtæki sem njóta vinsælda og fólk vill skipta við. Breyttir tímar, breyttar þarfir Sú var tíðin að fólk þurfti bara lóð til að byggja sér hús á og að í grennd væri nýlenduvöruverslun með helstu nauðsynjum. Nútímafólk hefur aðrar þarfir. Það vill búa í bæ þar sem það getur notið sín, fara á kaffihús og samverustaði til að eiga gæðastundir. Hafa mögleikann á því að njóta stemmningar á mismunandi árstíðum, s.s. á sumrin og fyrir jól, fara gangandi og hitta félaga. Nú eru bæði á Garðatorgi og í mismunandi hverfum bæjarins að spretta upp staðir og starfsemi sem mæta þessum kröfum. Sannkölluð hverfishjörtu. Þetta er spennandi verkefni sem verður gaman að takast á við og móta. Ef vel tekst til þá er þetta dæmi um framtak sem mun verða grunnur að bæjarbrag og ímynd bæjarins. Við þurfum að reisa þessar stoðir þannig að úr verði gott fordæmi og þegar aðrir vilja byggja miðbæ eða efla verslun og þjónustu verði sagt; „Já, svona eins og í Garðabæ.” Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður skólanefndar. Guðfinnur Sigurvinsson, varabæjarfulltrúi í Garðabæ og í umhverfisnefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur Garðabæ framtíðarinnar. Líf og leikur, fjölbreytt afþreying og þjónusta og falleg almannarými. Það er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ sem skapar bæjarbrag og er mannlífsmiðja þar sem íbúar hittast og ganga erinda sinna. Uppbygging nýja Garðatorgs gekk vel og gefur góða von um framhaldið. Glæsileg verslun og þjónusta er á torginu og við sjáum það á þétt skipuðum bílastæðum að viðskiptavinirnir fylgja á eftir. Eldri hluti Garðatorgs hrópar nú á endurgerð og þar eru gríðarlega spennandi möguleikar í stöðunni. Slíka endurgerð þarf að framkvæma í samvinnu við hagsmunaaðila. Þetta þarf að gera Það þarf að draga að snjalla hönnuði og hugmyndasmiði sem skilgreina í samráði við hagsmunaaðila og bæjarstjórn hvers konar andrúmsloft eigi að ríkja á Garðatorgi til framtíðar. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Hugmyndasamkeppni um framtíð miðbæjarins gæti verið góð leið til þess að sjá betur tækifærin sem eru möguleg. Við slíka framkvæmd er eins og ávallt rétt að horfa til leiða sem draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum. Öflugt mannlíf Endurhugsa og efla þarf yfirbyggðu svæðin, horfa á miðbæinn í heild og tengja saman kjarnana. Grunnhönnun yfirbyggðu svæðanna skapar marga möguleika og þar eru nú glæsilegar verslanir og öflugir þjónustuaðilar. Útfærsla í samvinnu við hagsmunaaðila getur skapað aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju, leik- og vinnusvæði eða afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Frá íbúum hefur komið hugmynd um gosbrunn á torginu sem vert er að skoða. Við þurfum að halda áfram að byggja torgið upp af miklum metnaði og tryggja að þar sé umhverfið í sérflokki. Þannig getum við með umgjörðinni laðað að fyrirtæki sem njóta vinsælda og fólk vill skipta við. Breyttir tímar, breyttar þarfir Sú var tíðin að fólk þurfti bara lóð til að byggja sér hús á og að í grennd væri nýlenduvöruverslun með helstu nauðsynjum. Nútímafólk hefur aðrar þarfir. Það vill búa í bæ þar sem það getur notið sín, fara á kaffihús og samverustaði til að eiga gæðastundir. Hafa mögleikann á því að njóta stemmningar á mismunandi árstíðum, s.s. á sumrin og fyrir jól, fara gangandi og hitta félaga. Nú eru bæði á Garðatorgi og í mismunandi hverfum bæjarins að spretta upp staðir og starfsemi sem mæta þessum kröfum. Sannkölluð hverfishjörtu. Þetta er spennandi verkefni sem verður gaman að takast á við og móta. Ef vel tekst til þá er þetta dæmi um framtak sem mun verða grunnur að bæjarbrag og ímynd bæjarins. Við þurfum að reisa þessar stoðir þannig að úr verði gott fordæmi og þegar aðrir vilja byggja miðbæ eða efla verslun og þjónustu verði sagt; „Já, svona eins og í Garðabæ.” Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður skólanefndar. Guðfinnur Sigurvinsson, varabæjarfulltrúi í Garðabæ og í umhverfisnefnd.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun