Falskir tónar Guðlaugur Kristmundsson skrifar 3. maí 2022 12:00 Nýverið lauk vel heppnaðri jazzhátíð í Garðabæ. Hátíðin var haldin í sextánda skipti og var vel sótt. Það sýndi sveigjanleika og útsjónarsemi þegar hátíðin var færð yfir á netið í heimsfaraldri, en að sama skapi var menningin mun nærandi í hópi fólks og í nálægðinni við tónlistarfólkið sjálft. Tónlistarfólkið okkar er víða og það leynist meðal annars í börnunum okkar. Það skýtur því óneitanlega skökku við að bera það saman hversu glæsilega við getum byggt undir mikilvæga menningarhátíð á meðan börn bíða í hundruðatali eftir að komast í tónlistarnám í Garðabæ. Hér er bæði hægt að gera betur en á sama tíma stöndum við frammi fyrir einstöku tækifæri til þess að byggja undir raunverulegt val í tónlistarnámi og skapa vettvang fyrir fjölbreytt rekstrarform tónlistarskóla. Fyrir bæjarstjórn liggur áhugi og beiðni um að Garðabær samþykki stofnun einkarekins tónlistarskóla sem gæti starfað samhliða þeim bæjarrekna. Það væri einstaklega áhugavert að stíga fram til viðræðna um stofnun á nýjum skóla og sjá hvernig einkaframtakið gæti með sínum aðferðum boðið annan valkost og slegið annan tón í tónlistarnám í bænum. Fjölbreytnin sem slík myndi styrkja Garðabæ að nýju til þess að taka forystu í skólamálum á landinu og starf tónlistarskóla fengi tækifæri til þess að þróast með breyttu samfélagi, skólum og nýjum kynslóðum. Leyfum börnum að kynnast tónlist, leyfum þeim að kynnast þeim aga og þeirri sköpun sem í því felst. Þannig förum við vel með fjármunina okkar og hjálpum næstu kynslóð tónlistarmanna að stíga fram og leika listir sínar á jazzhátíðum Garðabæjar á komandi áratugum. Viðreisn í Garðabæ vill sjá fjölbreytt rekstrarform og raunverulegt val birtast einnig í tónlistarnámi í bænum. Þannig sköpum við verðmæti og förum vel með það. Höfundur skipar 2. sæti lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýverið lauk vel heppnaðri jazzhátíð í Garðabæ. Hátíðin var haldin í sextánda skipti og var vel sótt. Það sýndi sveigjanleika og útsjónarsemi þegar hátíðin var færð yfir á netið í heimsfaraldri, en að sama skapi var menningin mun nærandi í hópi fólks og í nálægðinni við tónlistarfólkið sjálft. Tónlistarfólkið okkar er víða og það leynist meðal annars í börnunum okkar. Það skýtur því óneitanlega skökku við að bera það saman hversu glæsilega við getum byggt undir mikilvæga menningarhátíð á meðan börn bíða í hundruðatali eftir að komast í tónlistarnám í Garðabæ. Hér er bæði hægt að gera betur en á sama tíma stöndum við frammi fyrir einstöku tækifæri til þess að byggja undir raunverulegt val í tónlistarnámi og skapa vettvang fyrir fjölbreytt rekstrarform tónlistarskóla. Fyrir bæjarstjórn liggur áhugi og beiðni um að Garðabær samþykki stofnun einkarekins tónlistarskóla sem gæti starfað samhliða þeim bæjarrekna. Það væri einstaklega áhugavert að stíga fram til viðræðna um stofnun á nýjum skóla og sjá hvernig einkaframtakið gæti með sínum aðferðum boðið annan valkost og slegið annan tón í tónlistarnám í bænum. Fjölbreytnin sem slík myndi styrkja Garðabæ að nýju til þess að taka forystu í skólamálum á landinu og starf tónlistarskóla fengi tækifæri til þess að þróast með breyttu samfélagi, skólum og nýjum kynslóðum. Leyfum börnum að kynnast tónlist, leyfum þeim að kynnast þeim aga og þeirri sköpun sem í því felst. Þannig förum við vel með fjármunina okkar og hjálpum næstu kynslóð tónlistarmanna að stíga fram og leika listir sínar á jazzhátíðum Garðabæjar á komandi áratugum. Viðreisn í Garðabæ vill sjá fjölbreytt rekstrarform og raunverulegt val birtast einnig í tónlistarnámi í bænum. Þannig sköpum við verðmæti og förum vel með það. Höfundur skipar 2. sæti lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar