Fótbolti

Willum Þór og fé­lagar töpuðu fyrstu stigunum | Stefán Teitur hafði betur í Ís­lendinga­slagnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stefán Teitur og félagar eru komnir upp í 3. sætið.
Stefán Teitur og félagar eru komnir upp í 3. sætið. silkeborgif.com

Þónokkrir íslenskir fótboltamenn voru í eldlínunni í kvöld. Tveir í Danmörku, tveir í Svíþjóð og einn í Hvíta-Rússlandi.

Í Hvíta-Rússlandi var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði BATE Borisov sem tapaði sínum fyrstu stigum er liðið gerði 2-2 jafntefli við Dinamo Minsk á útivelli. Willum Þór lék allan leikinn hjá toppliðinu sem er nú með 16 stig eftir sex leiki.

Í Danmörku kom Stefán Teitur Þórðarson inn af bekknum er Silkeborg vann 4-2 sigur á Álaborg. Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn í liði Álaborgar. Silkeborg er nú í 3. sæti deildarinnar með 46 stig á meðan Álaborg er sæti neðar með 44 stig.

Í Svíþjóð var Davíð Kristján Ólafsson í byrjunarliði Kalmar sem vann 2-1 útisigur á Gautaborg. Markvörðurinn Adam Benediktsson sat á varamannabekk Gautaborgar. Þá kom Ari Freyr Skúlason inn af bekknum hjá Norrköping sem vann 2-0 sigur á Varnamo.

Kalmar er í 9. sæti með 9 stig eftir sex leiki á meðan Norrköping er sæti neðar með 7 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×