Með lögum skal land byggja - þ.m.t. Kópavog! Gunnar Jónsson skrifar 3. maí 2022 08:00 Vinir Kópavogs urðu til sem félagsskapur Kópavogsbúa sem var óánægður með verklag bæjarins í skipulagsmálum. Skipulagsstofnun og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafa gagnrýnt og ógilt vinnubrögð bæjarins í þeim efnum. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur til meðferðar fjölmargar ábendingar um brot bæjarins við framkvæmd skipulagsmála og Umboðsmaður Alþingis fylgist með. Bæjaryfirvöld halda engu að síður ótrauð áfram, sem er óviðunandi. Kópavogsbúar eiga rétt á því að yfirvöld þeirra fari að lögum. Þá kröfu gera Vinir Kópavogs og hún er kjarninn í málatilbúnaði þeirra, Vinir Kópavogs eru ekki venjuleg stjórnmálahreyfing. Vinir geta verið til hægri eða vinstri í pólitík eða einhverstaðar þar á milli án þess að láta það koma upp á milli sín. Vinir Kópavogs eiga það sammerkt að vilja bænum sínum það besta, þ. á m. að yfirvöld hans fari að reglum. Listi Vina Kópavogs er skipaður frábæru fólki, sem býr að margskonar reynslu sem mun nýtast vel við stjórn bæjarins. Enn merkilegra er kannski að enginn er á listanum til þess að fullnægja eigin metnaði í stjórnmálum. Frambjóðendur vilja einfaldlega vinna Kópavogi og Kópavogsbúum vel. Kópavogur er frábær og þar býr frábært fólk sem á skilið frábær yfirvöld. Fjölgun hefur hvergi á landinu verið viðlíka og í Kópavogi liðna áratugi. Yfirvöld hafa kunnað þá list að brjóta ný svæði til byggðar nokkuð vel. Það er hinsvegar farið að sneiðast verulega um ný svæði. Fjölgun til frambúðar verður mest með þéttingu. Yfirvöldum hafa verið mislagðar hendur við þéttingu og þar þarf nýtt verklag. Það ætla Vinir Kópavogs að taka upp. Vinir Kópavogs bjóða þá sem í bæinn vilja flytjast velkomna. Þeirra vegna og hinna sem fyrir eru þarf það að gerast í sátt og samlyndi. Það næst best með samráði, eins og mælt er fyrir um í skipulagslögum. Samráð á að fela í sér raunverulegt samtal, ekki bara hak í reiti - helst þannig að íbúar taki ekki eftir. Sá háttur hefur verið á hafður undanfarið. Athugasemdir sem fram koma eru svo virtar að vettugi. Þessu ætla Vinir Kópavogs að breyta. Þeir vilja nota skipulag til þess sem það er ætlað, að tryggja íbúum mannvænt umhverfi til búsetu. Þess vegna eru sveitarstjórnarmál svo spennandi - sé rétt á haldið verða ákvarðanir til þess að auka lífsgæði íbúanna. Þannig ákvarðanir ætla Vinir Kópavogs taka. Þess vegna ætla ég að setja X við Y til bæjarstjórnar Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs urðu til sem félagsskapur Kópavogsbúa sem var óánægður með verklag bæjarins í skipulagsmálum. Skipulagsstofnun og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafa gagnrýnt og ógilt vinnubrögð bæjarins í þeim efnum. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur til meðferðar fjölmargar ábendingar um brot bæjarins við framkvæmd skipulagsmála og Umboðsmaður Alþingis fylgist með. Bæjaryfirvöld halda engu að síður ótrauð áfram, sem er óviðunandi. Kópavogsbúar eiga rétt á því að yfirvöld þeirra fari að lögum. Þá kröfu gera Vinir Kópavogs og hún er kjarninn í málatilbúnaði þeirra, Vinir Kópavogs eru ekki venjuleg stjórnmálahreyfing. Vinir geta verið til hægri eða vinstri í pólitík eða einhverstaðar þar á milli án þess að láta það koma upp á milli sín. Vinir Kópavogs eiga það sammerkt að vilja bænum sínum það besta, þ. á m. að yfirvöld hans fari að reglum. Listi Vina Kópavogs er skipaður frábæru fólki, sem býr að margskonar reynslu sem mun nýtast vel við stjórn bæjarins. Enn merkilegra er kannski að enginn er á listanum til þess að fullnægja eigin metnaði í stjórnmálum. Frambjóðendur vilja einfaldlega vinna Kópavogi og Kópavogsbúum vel. Kópavogur er frábær og þar býr frábært fólk sem á skilið frábær yfirvöld. Fjölgun hefur hvergi á landinu verið viðlíka og í Kópavogi liðna áratugi. Yfirvöld hafa kunnað þá list að brjóta ný svæði til byggðar nokkuð vel. Það er hinsvegar farið að sneiðast verulega um ný svæði. Fjölgun til frambúðar verður mest með þéttingu. Yfirvöldum hafa verið mislagðar hendur við þéttingu og þar þarf nýtt verklag. Það ætla Vinir Kópavogs að taka upp. Vinir Kópavogs bjóða þá sem í bæinn vilja flytjast velkomna. Þeirra vegna og hinna sem fyrir eru þarf það að gerast í sátt og samlyndi. Það næst best með samráði, eins og mælt er fyrir um í skipulagslögum. Samráð á að fela í sér raunverulegt samtal, ekki bara hak í reiti - helst þannig að íbúar taki ekki eftir. Sá háttur hefur verið á hafður undanfarið. Athugasemdir sem fram koma eru svo virtar að vettugi. Þessu ætla Vinir Kópavogs að breyta. Þeir vilja nota skipulag til þess sem það er ætlað, að tryggja íbúum mannvænt umhverfi til búsetu. Þess vegna eru sveitarstjórnarmál svo spennandi - sé rétt á haldið verða ákvarðanir til þess að auka lífsgæði íbúanna. Þannig ákvarðanir ætla Vinir Kópavogs taka. Þess vegna ætla ég að setja X við Y til bæjarstjórnar Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar