Stöndum vörð um Hafnarfjörð! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 2. maí 2022 09:30 Það þarf öfluga velferð fyrir fólk þannig að kröftugt atvinnulíf nái að blómstra. En um leið þarf heilbrigt atvinnulíf að vera til staðar, þannig að velferðin njóti sín. Þetta samspil er mikilvægt, enda grunntónn í allri nálgun okkar jafnaðarmanna að verkefnum til heilla fyrir fólk og til að auka lífsgæði almennings. Mörgum þykir þetta svo sjálfsagt að ekki þurfi að ræða, en samt eru þessi grunngildi í miklu ójafnvægi alltof víða - því miður. Þetta er klassísk jafnaðarstefna og Samfylkingin mun tryggja að hún verði til staðar í Hafnarfirði á komandi kjörtímabili. Þannig munu jafnaðarmenn í Hafnarfirði nálgast viðamikil og mikilvæg verkefni á komandi kjörtímabili við stjórn bæjarins - allir með! Jafnaðarmenn vilja sjá Hafnarfjörð fyrir alla; unga sem eldri, fólk úr öllum stéttum, þá sem höllum fæti standa, almennt launafólk, fólk í rekstri lítilla og stærri fyrirtækja, fjölskyldur og einstaklingar. Það verður engin útundan hjá okkur jafnaðarmönnum. Við viljum ekki steypa alla í sama mótið, heldur að einstaklingar og hópar fái að njóta sín til fullnustu; hafi frelsi til að velja. Og um leið viljum við sjá samhjálp í verki gagnvart þeim sem aðstoð þurfa. Hafnarfjörður er fyrir alla og allir eiga að vera með. Að selja eignir fólksins Kosningarnar í Hafnarfirði snúast um fólk - og þjónustu við það. Þar er kosið um trúverðugleika og traust á frambjóðendum og flokkum í bænum. En Hafnarfjörður er ekki eyland. Mörg verkefni skarast við þjónustu ríkisvaldsins. Núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hefur ekki skilað nægum fjármunum til Hafnarfjarðar eins og vera ber til að unnt sé að sinna ýmsum verkefnum. Þar má nefna gríðarlega mikilvæga þjónustu við fatlaða. Eins hafa samgönguverkefni á hendi ríkisins setið á hakanum. Reykjanesbrautin skiptir þar miklu máli. Þar ganga vegabætur allt of seint. Það sama má segja um Bláfjallaveginn, sem núverandi meirihluti lokaði á síðasta ári. Hann þarf að opna aftur. Þá þarf að berjast af hörku gegn áformum um lokun Flóttamannavegar. Það má ekki gerast. Hafnarfjarðarbær seldi á kjörtímabilinu hlut Hafnarfjarðar í HS veitum til að fjármagna rekstur bæjarins. Samt hækka skuldir og íbúum fækkar. Sú sala meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks minnir að sumu leyti á algjörlega misheppnaða sölu ríkisstjórnarinnar á Íslandsbanka á dögunum. Í Hafnarfirði gekk erfiðlega að fá upplýsingar um kostnað við söluna. Alveg eins og í Íslandsbankaklúðrinu hjá ríkisstjórnarflokkunum, þar sem leynd og klíkuskapur réði för. Hugsanlega var sú sala lögleg, en alveg örugglega var hún siðlaus. Staðreyndin er sú að þessir flokkar selja almannaeignir - það sýnir sagan okkur aftur og aftur. Og gjarnan til vildarvina. Þetta þarf að muna á kjördag í maí. Það þarf að stöðva sérhygli og spillingu hjá ríki og bæ! Eins er slegið slöku við þegar komið er að heilsugæslu í bænum. Það nær ekki nokkurri átt að það taki 4-6 vikur að ná tíma hjá lækni, eins og raunin er. Starfsfólk heilsugæslunnar gerir sitt besta, en fleira starfsfólk, fleiri stöðvar og fjármagn vantar frá ríkisstjórninni - hjá sömu flokkunum og stjórnað hafa Hafnarfirði.. Hér er vitlaust gefið. Þarna þarf að gefa í. Það er hægt að gera svo miklu betur. Hafnarfjörður á alla möguleika Mér þykir vænt um bæinn minn og fólkið í honum. Hafnarfjörður er minn bær! Þess vegna sneri ég til baka til þátttöku í bæjarpólitíkinni eftir 16 ára fjarveru frá stjórnmálum, eftir að ég gegndi áhugaverðum störfum sendiherra um víða veröld. Það er gott að vera kominn heim! Mig langar einfaldlega að hjálpa til, leggja mitt að mörkum. Að gera góðan bæ betri. Vinna með sveitungum mínum. Það er nefnilega hægt að gera miklu betur, en gert hefur verið í 8 ára stjórnartíð sjálfstæðismanna og framsóknar. Snúum við blaði og hefjum nýja og betri vegferð. Jafnaðarmenn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Hafnfirðíngar þekkja til starfa þeirra fyrr og síðar. Þar eru almannahagsmunir á oddinum. Við höfum engra sérhagsmuna að gæta - við gætum bara hagsmuna venjulegs fólks, fólks sem við viljum þjóna. Stöndum vörð um Hafnarfjörð, þennan fallega og góða bæ og íbúa hans. Samfylkingin er tilbúin í verkin. Vertu með okkur jafnaðarmönnum í sókninni! Nú er tækifærið. Breytum og bætum þann 14.maí næstkomandi. XS... að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Það þarf öfluga velferð fyrir fólk þannig að kröftugt atvinnulíf nái að blómstra. En um leið þarf heilbrigt atvinnulíf að vera til staðar, þannig að velferðin njóti sín. Þetta samspil er mikilvægt, enda grunntónn í allri nálgun okkar jafnaðarmanna að verkefnum til heilla fyrir fólk og til að auka lífsgæði almennings. Mörgum þykir þetta svo sjálfsagt að ekki þurfi að ræða, en samt eru þessi grunngildi í miklu ójafnvægi alltof víða - því miður. Þetta er klassísk jafnaðarstefna og Samfylkingin mun tryggja að hún verði til staðar í Hafnarfirði á komandi kjörtímabili. Þannig munu jafnaðarmenn í Hafnarfirði nálgast viðamikil og mikilvæg verkefni á komandi kjörtímabili við stjórn bæjarins - allir með! Jafnaðarmenn vilja sjá Hafnarfjörð fyrir alla; unga sem eldri, fólk úr öllum stéttum, þá sem höllum fæti standa, almennt launafólk, fólk í rekstri lítilla og stærri fyrirtækja, fjölskyldur og einstaklingar. Það verður engin útundan hjá okkur jafnaðarmönnum. Við viljum ekki steypa alla í sama mótið, heldur að einstaklingar og hópar fái að njóta sín til fullnustu; hafi frelsi til að velja. Og um leið viljum við sjá samhjálp í verki gagnvart þeim sem aðstoð þurfa. Hafnarfjörður er fyrir alla og allir eiga að vera með. Að selja eignir fólksins Kosningarnar í Hafnarfirði snúast um fólk - og þjónustu við það. Þar er kosið um trúverðugleika og traust á frambjóðendum og flokkum í bænum. En Hafnarfjörður er ekki eyland. Mörg verkefni skarast við þjónustu ríkisvaldsins. Núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hefur ekki skilað nægum fjármunum til Hafnarfjarðar eins og vera ber til að unnt sé að sinna ýmsum verkefnum. Þar má nefna gríðarlega mikilvæga þjónustu við fatlaða. Eins hafa samgönguverkefni á hendi ríkisins setið á hakanum. Reykjanesbrautin skiptir þar miklu máli. Þar ganga vegabætur allt of seint. Það sama má segja um Bláfjallaveginn, sem núverandi meirihluti lokaði á síðasta ári. Hann þarf að opna aftur. Þá þarf að berjast af hörku gegn áformum um lokun Flóttamannavegar. Það má ekki gerast. Hafnarfjarðarbær seldi á kjörtímabilinu hlut Hafnarfjarðar í HS veitum til að fjármagna rekstur bæjarins. Samt hækka skuldir og íbúum fækkar. Sú sala meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks minnir að sumu leyti á algjörlega misheppnaða sölu ríkisstjórnarinnar á Íslandsbanka á dögunum. Í Hafnarfirði gekk erfiðlega að fá upplýsingar um kostnað við söluna. Alveg eins og í Íslandsbankaklúðrinu hjá ríkisstjórnarflokkunum, þar sem leynd og klíkuskapur réði för. Hugsanlega var sú sala lögleg, en alveg örugglega var hún siðlaus. Staðreyndin er sú að þessir flokkar selja almannaeignir - það sýnir sagan okkur aftur og aftur. Og gjarnan til vildarvina. Þetta þarf að muna á kjördag í maí. Það þarf að stöðva sérhygli og spillingu hjá ríki og bæ! Eins er slegið slöku við þegar komið er að heilsugæslu í bænum. Það nær ekki nokkurri átt að það taki 4-6 vikur að ná tíma hjá lækni, eins og raunin er. Starfsfólk heilsugæslunnar gerir sitt besta, en fleira starfsfólk, fleiri stöðvar og fjármagn vantar frá ríkisstjórninni - hjá sömu flokkunum og stjórnað hafa Hafnarfirði.. Hér er vitlaust gefið. Þarna þarf að gefa í. Það er hægt að gera svo miklu betur. Hafnarfjörður á alla möguleika Mér þykir vænt um bæinn minn og fólkið í honum. Hafnarfjörður er minn bær! Þess vegna sneri ég til baka til þátttöku í bæjarpólitíkinni eftir 16 ára fjarveru frá stjórnmálum, eftir að ég gegndi áhugaverðum störfum sendiherra um víða veröld. Það er gott að vera kominn heim! Mig langar einfaldlega að hjálpa til, leggja mitt að mörkum. Að gera góðan bæ betri. Vinna með sveitungum mínum. Það er nefnilega hægt að gera miklu betur, en gert hefur verið í 8 ára stjórnartíð sjálfstæðismanna og framsóknar. Snúum við blaði og hefjum nýja og betri vegferð. Jafnaðarmenn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Hafnfirðíngar þekkja til starfa þeirra fyrr og síðar. Þar eru almannahagsmunir á oddinum. Við höfum engra sérhagsmuna að gæta - við gætum bara hagsmuna venjulegs fólks, fólks sem við viljum þjóna. Stöndum vörð um Hafnarfjörð, þennan fallega og góða bæ og íbúa hans. Samfylkingin er tilbúin í verkin. Vertu með okkur jafnaðarmönnum í sókninni! Nú er tækifærið. Breytum og bætum þann 14.maí næstkomandi. XS... að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar