Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 12:29 Safnast verður saman á Ingólfstorgi í dag. Vísir/Friðrik Þór Baráttudagur verkalýðsins er í dag og af því tilefni standa verkalýðsfélög landsins fyrir fjölbreyttri dagskrá víða um land. Í Reykjavík standa BHM, KÍ, BSRB og ASÍ fyrir kröfugöngu þar sem safnast er saman á Hlemmi klukkan 13:00. Lagt verður af stað klukkan 13:30 og munu Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni. Á Ingólfstorgi fer síðan fram útifundur þar sem Þórhildur Þorkelsdóttir verður fundarstjóri. Þórarinn Eyfjör, formaður Sameyki, heldur ávarp auk Drífu Snædal forseta ASÍ. Þá verða tónlistaratriði þar sem Bubbi, Una Torfa auk lúðrasveitanna koma fram. Í Hafnarfirði verða baráttutónleikar Hlífar og Starfsmannafélag Hafnarfjarðar haldnir í Bæjarbíói klukkan 15:00. Þar koma fram Sóli Hólm, Bríet og Bjartmar Guðlaugsson. Verkalýðsfélag Akraness, VR, Félag iðn- og tæknigreina, Sameyki, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á Akranesi þar sem safnast verður við Þjóðbraut klukkan 14:00. Ræðumaður er Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið klukkan 13:30 og lagt af stað í kröfugöngu klukkan 14:00 þar sem Lúðrasveit Akureyrar mun leika. Finnur Víkingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ halda ræður og í kjölfarið verður skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Á Ísafirði fer hátíðardagskrá fram í Edinborg þar sem Bergþór Pálsson kemur fram og Albert Eiríksson verður með pistil dagsins auk þess sem boðið verður upp á dansatriði. Í Vestmannaeyjum verður dagurinn haldinn hátíðlegur í AKÓGES með kaffisamsæti og tónleikum Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja. Hátíðardagskrá fer fram í fleiri bæjarfélögum og má sjá upplýsingar inni á vef ASÍ. Stéttarfélög Reykjavík Hafnarfjörður Akranes Akureyri Ísafjarðarbær Vestmannaeyjar Verkalýðsdagurinn Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Í Reykjavík standa BHM, KÍ, BSRB og ASÍ fyrir kröfugöngu þar sem safnast er saman á Hlemmi klukkan 13:00. Lagt verður af stað klukkan 13:30 og munu Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni. Á Ingólfstorgi fer síðan fram útifundur þar sem Þórhildur Þorkelsdóttir verður fundarstjóri. Þórarinn Eyfjör, formaður Sameyki, heldur ávarp auk Drífu Snædal forseta ASÍ. Þá verða tónlistaratriði þar sem Bubbi, Una Torfa auk lúðrasveitanna koma fram. Í Hafnarfirði verða baráttutónleikar Hlífar og Starfsmannafélag Hafnarfjarðar haldnir í Bæjarbíói klukkan 15:00. Þar koma fram Sóli Hólm, Bríet og Bjartmar Guðlaugsson. Verkalýðsfélag Akraness, VR, Félag iðn- og tæknigreina, Sameyki, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á Akranesi þar sem safnast verður við Þjóðbraut klukkan 14:00. Ræðumaður er Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið klukkan 13:30 og lagt af stað í kröfugöngu klukkan 14:00 þar sem Lúðrasveit Akureyrar mun leika. Finnur Víkingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ halda ræður og í kjölfarið verður skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Á Ísafirði fer hátíðardagskrá fram í Edinborg þar sem Bergþór Pálsson kemur fram og Albert Eiríksson verður með pistil dagsins auk þess sem boðið verður upp á dansatriði. Í Vestmannaeyjum verður dagurinn haldinn hátíðlegur í AKÓGES með kaffisamsæti og tónleikum Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja. Hátíðardagskrá fer fram í fleiri bæjarfélögum og má sjá upplýsingar inni á vef ASÍ.
Stéttarfélög Reykjavík Hafnarfjörður Akranes Akureyri Ísafjarðarbær Vestmannaeyjar Verkalýðsdagurinn Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum