Er gott að búa í Kópavogi fyrir yngstu kynslóðina? Thelma Bergmann Árnadóttir skrifar 29. apríl 2022 07:31 Nýbyggingar spretta upp í Kópavogi en ekki leikskólar Það var fyrir einhverjum árum síðan sem Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, lét þau fleygu orð falla ,,það er gott að búa í Kópavogi''. Vissulega hefur verið að mörgu leyti gott að búa í Kópavogi. Ég velti því samt fyrir mér, er gott að búa í Kópavogi fyrir ung börn? Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að þegar kemur að leikskólaþjónustu í Kópavogsbæ þá virðist ekki vera lagður neinn sérstakur metnaður í skipulag þegar kemur að úthlutun plássa. Ef börn fá pláss þá fá þau í alltof mörgum tilfellum ekki pláss í sínum hverfisleikskóla, og í sumum tilfellum í hinum enda bæjarins. Það hefur í för með sér óþarfa rask í lífi barnsins þegar það er loks flutt i leikskóla í sínu rétta búsetu hverfi. Einnig er ekki öruggt að systkini fái pláss í sama leikskólanum. Að sama skapi virðist það því miður vera svo að ef börnin eru ekki fædd á "réttum tíma" árs, þar að segja, á fyrstu mánuðum hvers árs, þá fá þau alla jafna ekki inngöngu í leikskóla fyrr en að hausti við tveggja ára aldur. M.v hversu hröð uppbygging nýs íbúðahúsnæðis í bænum hefur verið, er orði æ sjaldgæfara að börn komist yfir höfuð inn fyrir tveggja ára aldur. Margir foreldrar í Kópavogsbæ hafa því þurft að sækja bæði leikskólaþjónustu og dagforeldra fyrir ung börn sín í önnur nærliggjandi bæjarfélög, sem er eðli málsins samkvæmt mjög tímafrekt, meira álag fyrir fjölskyldulífið og síðast en ekki síst óumhverfisvænt. Undirrituð hefur tilheyrt þeim foreldrahópi tvisvar, síðan árið 2018, og fengið pláss hjá dagforeldri alla leið uppí Grafarvogi. Á sama tíma hjá því dagforelri voru tvö önnur börn einnig frá Kópavogsbæ. Semsagt, þrjú af fimm börnum þess dagforeldris í Reykjavík voru búsett í Kópavogi. Íbúum í Kópavogi hefur fjölgað um tæp 7 þúsund á síðustu 8 árum, á sama tíma hefur bærinn ekki opnað nýjan leikskóla. Það virðist vera sem svo að bærinn reikni ekki með því að börn fylgi nýbyggðum fjölbýlishúsum í bænum sem hafa risið á ógnarhraða síðustu ár. Ástandið varðandi leikskólamál versna því bara og versna. Getur verið að það sé hreinlega lítill metnaður þegar kemur að leikskólagöngu barna í bæjarfélaginu? Getur verið að það sé ekki gott fyrir ung börn að búa í Kópavogi, og þar af leiðandi ekki gott fyrir ungar fjölskyldur að setjast að í bænum? Það er brýn þörf á áherslubreytingum í þessum efnum. Það þarf að hugsa málin til enda þegar nýar blokkaþyrpingar eru lagðar á teikniborðið. Við aukningu íbúa í bænum þarf viðeigandi þjónusta að fylgja í takt með, svo búsetan sé mannvæn öllum íbúum. Höfundur skipar 3. sæti á Y-Lista Vina Kópavogs í komandi sveitastjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýbyggingar spretta upp í Kópavogi en ekki leikskólar Það var fyrir einhverjum árum síðan sem Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, lét þau fleygu orð falla ,,það er gott að búa í Kópavogi''. Vissulega hefur verið að mörgu leyti gott að búa í Kópavogi. Ég velti því samt fyrir mér, er gott að búa í Kópavogi fyrir ung börn? Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að þegar kemur að leikskólaþjónustu í Kópavogsbæ þá virðist ekki vera lagður neinn sérstakur metnaður í skipulag þegar kemur að úthlutun plássa. Ef börn fá pláss þá fá þau í alltof mörgum tilfellum ekki pláss í sínum hverfisleikskóla, og í sumum tilfellum í hinum enda bæjarins. Það hefur í för með sér óþarfa rask í lífi barnsins þegar það er loks flutt i leikskóla í sínu rétta búsetu hverfi. Einnig er ekki öruggt að systkini fái pláss í sama leikskólanum. Að sama skapi virðist það því miður vera svo að ef börnin eru ekki fædd á "réttum tíma" árs, þar að segja, á fyrstu mánuðum hvers árs, þá fá þau alla jafna ekki inngöngu í leikskóla fyrr en að hausti við tveggja ára aldur. M.v hversu hröð uppbygging nýs íbúðahúsnæðis í bænum hefur verið, er orði æ sjaldgæfara að börn komist yfir höfuð inn fyrir tveggja ára aldur. Margir foreldrar í Kópavogsbæ hafa því þurft að sækja bæði leikskólaþjónustu og dagforeldra fyrir ung börn sín í önnur nærliggjandi bæjarfélög, sem er eðli málsins samkvæmt mjög tímafrekt, meira álag fyrir fjölskyldulífið og síðast en ekki síst óumhverfisvænt. Undirrituð hefur tilheyrt þeim foreldrahópi tvisvar, síðan árið 2018, og fengið pláss hjá dagforeldri alla leið uppí Grafarvogi. Á sama tíma hjá því dagforelri voru tvö önnur börn einnig frá Kópavogsbæ. Semsagt, þrjú af fimm börnum þess dagforeldris í Reykjavík voru búsett í Kópavogi. Íbúum í Kópavogi hefur fjölgað um tæp 7 þúsund á síðustu 8 árum, á sama tíma hefur bærinn ekki opnað nýjan leikskóla. Það virðist vera sem svo að bærinn reikni ekki með því að börn fylgi nýbyggðum fjölbýlishúsum í bænum sem hafa risið á ógnarhraða síðustu ár. Ástandið varðandi leikskólamál versna því bara og versna. Getur verið að það sé hreinlega lítill metnaður þegar kemur að leikskólagöngu barna í bæjarfélaginu? Getur verið að það sé ekki gott fyrir ung börn að búa í Kópavogi, og þar af leiðandi ekki gott fyrir ungar fjölskyldur að setjast að í bænum? Það er brýn þörf á áherslubreytingum í þessum efnum. Það þarf að hugsa málin til enda þegar nýar blokkaþyrpingar eru lagðar á teikniborðið. Við aukningu íbúa í bænum þarf viðeigandi þjónusta að fylgja í takt með, svo búsetan sé mannvæn öllum íbúum. Höfundur skipar 3. sæti á Y-Lista Vina Kópavogs í komandi sveitastjórnarkosningum.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun