Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafna börnum í viðkvæmri stöðu Lúðvík Júlíusson skrifar 27. apríl 2022 16:01 Sveitarfélög eiga að veita þjónustu á grundvelli laga 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk. Í lögunum stendur: „Þegar fötluð börn og fjölskyldur eiga í hlut skal einnig framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt“ einnig stendur: „Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess.“ og „Fjölskyldur fatlaðra barna skulu fá nægilega þjónustu til þess að fötluð börn þeirra geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra.“ Á þessum grundvelli sótti foreldri um þjónustu og stuðning fyrir sig og barnið sitt. Svar Reykjavíkurborgar var stutt: „Synjað“ Ástæðan var ekki sú að barnið ætti ekki rétt á þjónustu heldur var ástæðan sú að foreldrar búa ekki saman. Barnið, eins og önnur börn á Íslandi, hefur engin sjálfstæð réttindi heldur eru réttindi barnsins „eign“ þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Í Kópavogi þá hefur lögheimilisforeldri eitt rétt til að sækja um þjónustu og fá stuðning á grundvelli laga 38/2018. Hitt foreldrið fær kannski „skoðunaraðgang“. Það fer allt eftir geðþótta starfsmanns en ekki eftir forsjá, umgengni, samstarfsvilja foreldra eða því sem barni er fyrir bestu. Börn sem fara reglulega í umgengni, þrátt fyrir að umgengni sé vika-vika og forsjá sameiginleg, njóta ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að fara á heimili þar sem foreldri fær nauðsynlegan stuðning og þjónustu til að veita barninu bestu mögulega uppeldisskilyrði. Þessi réttindi veita hvorki Reykjavíkurborg né Kópavogsbær. Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála SÞ Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þó hann sé lögfestur á Íslandi með lögum 19/2013. Sáttmálinn kveður meðal annars á um að: öll börn skuli vera jöfn (2. gr.), börn eigi að geta notið leiðsagnar foreldra (5. gr.), stjórnvöld eigi að virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna (5. gr.), börn eigi rétt á að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6. gr.), foreldrar beri aðalábyrgð á uppeldi barna sinna og þegar barn á tvo foreldra þá beri þeir almennt báðir ábyrgð á uppeldi barnsins (18. gr.). Börn njóta ekki „farsældar“ Ekkert sveitarfélag sem ég veit um virðir réttindi barna í þessari viðkvæmu stöðu. Stjórnvöld eru ekki að tryggja að börn hafi foreldra sér til halds og trausts. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekki óskað eftir því að lögum verði breytt svo hægt sé að veita börnum heildstæða og samfellda þjónustu. Ég er mjög áhugasamur að heyra í frambjóðendum hvað þeir ætla að gera til að tryggja að ekkert barn sé skilið eftir. Ef þetta er algjör misskilningur hjá mér þá þætti mér einnig vænt um að heyra í sveitarstjórnarfólki sem getur leiðrétt hann. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með í samfélaginu okkar? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélög eiga að veita þjónustu á grundvelli laga 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk. Í lögunum stendur: „Þegar fötluð börn og fjölskyldur eiga í hlut skal einnig framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt“ einnig stendur: „Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess.“ og „Fjölskyldur fatlaðra barna skulu fá nægilega þjónustu til þess að fötluð börn þeirra geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra.“ Á þessum grundvelli sótti foreldri um þjónustu og stuðning fyrir sig og barnið sitt. Svar Reykjavíkurborgar var stutt: „Synjað“ Ástæðan var ekki sú að barnið ætti ekki rétt á þjónustu heldur var ástæðan sú að foreldrar búa ekki saman. Barnið, eins og önnur börn á Íslandi, hefur engin sjálfstæð réttindi heldur eru réttindi barnsins „eign“ þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Í Kópavogi þá hefur lögheimilisforeldri eitt rétt til að sækja um þjónustu og fá stuðning á grundvelli laga 38/2018. Hitt foreldrið fær kannski „skoðunaraðgang“. Það fer allt eftir geðþótta starfsmanns en ekki eftir forsjá, umgengni, samstarfsvilja foreldra eða því sem barni er fyrir bestu. Börn sem fara reglulega í umgengni, þrátt fyrir að umgengni sé vika-vika og forsjá sameiginleg, njóta ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að fara á heimili þar sem foreldri fær nauðsynlegan stuðning og þjónustu til að veita barninu bestu mögulega uppeldisskilyrði. Þessi réttindi veita hvorki Reykjavíkurborg né Kópavogsbær. Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála SÞ Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þó hann sé lögfestur á Íslandi með lögum 19/2013. Sáttmálinn kveður meðal annars á um að: öll börn skuli vera jöfn (2. gr.), börn eigi að geta notið leiðsagnar foreldra (5. gr.), stjórnvöld eigi að virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna (5. gr.), börn eigi rétt á að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6. gr.), foreldrar beri aðalábyrgð á uppeldi barna sinna og þegar barn á tvo foreldra þá beri þeir almennt báðir ábyrgð á uppeldi barnsins (18. gr.). Börn njóta ekki „farsældar“ Ekkert sveitarfélag sem ég veit um virðir réttindi barna í þessari viðkvæmu stöðu. Stjórnvöld eru ekki að tryggja að börn hafi foreldra sér til halds og trausts. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekki óskað eftir því að lögum verði breytt svo hægt sé að veita börnum heildstæða og samfellda þjónustu. Ég er mjög áhugasamur að heyra í frambjóðendum hvað þeir ætla að gera til að tryggja að ekkert barn sé skilið eftir. Ef þetta er algjör misskilningur hjá mér þá þætti mér einnig vænt um að heyra í sveitarstjórnarfólki sem getur leiðrétt hann. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með í samfélaginu okkar? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar