Varðveitum söguna Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 27. apríl 2022 08:30 Eitt af einkennum okkar góða bæjarfélags, Hafnarfjarðarbæjar, er fjölbreytt byggð gamalla og nýrra húsa. Húsa sem hafa byggst upp í gegnum langa sögu sem við þurfum og okkur ber hreinlega skylda til að halda í og varðveita. Hverfin okkar hér í Hafnarfirði eru jafn misjöfn og þau eru mörg; hvert með sinn sjarma, staðaranda og einkenni. Nú rísa ný hverfi í Skarðshlíð og Hamranesi, auk þess sem stutt er í að lóðum verði úthlutað í Áslandi 4 og framkvæmdir þar hefjist af sama krafti og er annars staðar í bæjarfélaginu. Þetta eru okkar nýbyggingarsvæði, en samhliða uppbyggingu nýrra hverfa hefur þétting byggðar gegnið vel. Þétting byggðar þarf að haldast í hendur við uppbyggingu nýrra hverfa svo nýta megi þá innviði sem þegar eru til staðar enn betur. Hér getum við nefnt sérstaklega Dvergsreitinn, Hrauntungu, Hjallabraut og Stekkjarberg. Þar sjáum við nú hús rísa þar sem mikill metnaður er lagður í að halda í einkenni þeirra byggða sem umvefja ný hús sem munu styrkja og bæta hverfin í heild. Við höfum lagt mikla áherslu á að vernda bæjarbraginn, styrkja og styðja við eldri byggðir ásamt því að efla miðbæinn. Það sjáum við sérstaklega tveimur samþykktum deiliskipulagstillögum; annars vegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og hins vegar reit sem afmarkast af Strandgötu, Reykjarvíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Hér má auk þess nefna rammaskipulag inn að Flensborgarhöfn og út á Óseyrarsvæðið. Sú byggð mun ýta undir blómlegt bæjarlíf og fjölbreytta þjónustu. Tilkoma Tækniskólans á Suðurhöfnina mun styðja við samfélagið allt hér í Hafnarfirði og öll önnur verkefni í nágrenni miðbæjarins. Sérstakt áhugamál mitt var að endurreisa húsverndunarsjóð sem var hér við líði á árum áður. Það var gert í ár og er úthlutað úr sjóðnum samkvæmt tillögu Byggðasafns Hafnarfjarðar. Nýlegar var úthlutað úr sjóðnum í fyrsta skipti í langan tíma og fengu fimm aðilar úthlutað 2 milljónum króna til viðhalds og endurbóta á húsnæði. Þetta er liður í því að viðhalda og varðveita söguna og þau hús sem byggst hafa yfir langan tíma. Húsverndarsjóður er nú kominn til að vera og ég vona að okkur beri gæfa til, þvert á flokka, að styrkja hann enn frekar í framtíðinni. Nýlega var Lífsgæðasetur St. Jó. opnað með formlegum hætti. Húsnæði gamla St. Jósefsspítala hefur nú loks fengið nýtt hlutverk og þær endurbætur sem húsnæðið á skilið. Húsnæði sem nú er komið aftur til vegs og virðingar. Ég veit að flest allir Hafnfirðingar hafa teningar við húsið með einhverjum hætti og hefur fundið dapurlegt að sjá húsið grotna niður á umliðnum árum. Þrátt fyrir miklar endurbætur og flókið verkefni hefur það gengið vel. Bæjarráð setti á fót sérstakan framkvæmdahóp um verkefnið og endurbæturnar sem undirritaður hefur leitt og átt sæti í ásamt Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra, Guðlaugu Kristjánsdóttur bæjarfulltrúa og starfsmönnum bæjarfélagsins. Það er gaman að segja frá því að góð samstaða hefur verið í hópnum og mikill einhugur um þetta mikilvæga verkefni. Það hefur birst í því að allar kostnaðaráætlanir hafa staðist og að nú hafa þrjár hæðir verið teknar í notkun sem hýsir fjölbreytta starfsemi sem er komin til að vera. Ég er virkilega stoltur af þátttöku í þessu stóra verkefni og sjá að þetta fallega hús okkar taka á sig mynd, vera umgjörð fjölbreyttrar starfsemi sem bætir samfélagið okkar allt. Ég veit að amma mín heitin væri stolt af verkinu. Til hamingju öllsömul. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður framkvæmdahóps St. Jósefsspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Húsavernd Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af einkennum okkar góða bæjarfélags, Hafnarfjarðarbæjar, er fjölbreytt byggð gamalla og nýrra húsa. Húsa sem hafa byggst upp í gegnum langa sögu sem við þurfum og okkur ber hreinlega skylda til að halda í og varðveita. Hverfin okkar hér í Hafnarfirði eru jafn misjöfn og þau eru mörg; hvert með sinn sjarma, staðaranda og einkenni. Nú rísa ný hverfi í Skarðshlíð og Hamranesi, auk þess sem stutt er í að lóðum verði úthlutað í Áslandi 4 og framkvæmdir þar hefjist af sama krafti og er annars staðar í bæjarfélaginu. Þetta eru okkar nýbyggingarsvæði, en samhliða uppbyggingu nýrra hverfa hefur þétting byggðar gegnið vel. Þétting byggðar þarf að haldast í hendur við uppbyggingu nýrra hverfa svo nýta megi þá innviði sem þegar eru til staðar enn betur. Hér getum við nefnt sérstaklega Dvergsreitinn, Hrauntungu, Hjallabraut og Stekkjarberg. Þar sjáum við nú hús rísa þar sem mikill metnaður er lagður í að halda í einkenni þeirra byggða sem umvefja ný hús sem munu styrkja og bæta hverfin í heild. Við höfum lagt mikla áherslu á að vernda bæjarbraginn, styrkja og styðja við eldri byggðir ásamt því að efla miðbæinn. Það sjáum við sérstaklega tveimur samþykktum deiliskipulagstillögum; annars vegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og hins vegar reit sem afmarkast af Strandgötu, Reykjarvíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Hér má auk þess nefna rammaskipulag inn að Flensborgarhöfn og út á Óseyrarsvæðið. Sú byggð mun ýta undir blómlegt bæjarlíf og fjölbreytta þjónustu. Tilkoma Tækniskólans á Suðurhöfnina mun styðja við samfélagið allt hér í Hafnarfirði og öll önnur verkefni í nágrenni miðbæjarins. Sérstakt áhugamál mitt var að endurreisa húsverndunarsjóð sem var hér við líði á árum áður. Það var gert í ár og er úthlutað úr sjóðnum samkvæmt tillögu Byggðasafns Hafnarfjarðar. Nýlegar var úthlutað úr sjóðnum í fyrsta skipti í langan tíma og fengu fimm aðilar úthlutað 2 milljónum króna til viðhalds og endurbóta á húsnæði. Þetta er liður í því að viðhalda og varðveita söguna og þau hús sem byggst hafa yfir langan tíma. Húsverndarsjóður er nú kominn til að vera og ég vona að okkur beri gæfa til, þvert á flokka, að styrkja hann enn frekar í framtíðinni. Nýlega var Lífsgæðasetur St. Jó. opnað með formlegum hætti. Húsnæði gamla St. Jósefsspítala hefur nú loks fengið nýtt hlutverk og þær endurbætur sem húsnæðið á skilið. Húsnæði sem nú er komið aftur til vegs og virðingar. Ég veit að flest allir Hafnfirðingar hafa teningar við húsið með einhverjum hætti og hefur fundið dapurlegt að sjá húsið grotna niður á umliðnum árum. Þrátt fyrir miklar endurbætur og flókið verkefni hefur það gengið vel. Bæjarráð setti á fót sérstakan framkvæmdahóp um verkefnið og endurbæturnar sem undirritaður hefur leitt og átt sæti í ásamt Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra, Guðlaugu Kristjánsdóttur bæjarfulltrúa og starfsmönnum bæjarfélagsins. Það er gaman að segja frá því að góð samstaða hefur verið í hópnum og mikill einhugur um þetta mikilvæga verkefni. Það hefur birst í því að allar kostnaðaráætlanir hafa staðist og að nú hafa þrjár hæðir verið teknar í notkun sem hýsir fjölbreytta starfsemi sem er komin til að vera. Ég er virkilega stoltur af þátttöku í þessu stóra verkefni og sjá að þetta fallega hús okkar taka á sig mynd, vera umgjörð fjölbreyttrar starfsemi sem bætir samfélagið okkar allt. Ég veit að amma mín heitin væri stolt af verkinu. Til hamingju öllsömul. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður framkvæmdahóps St. Jósefsspítala.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun