Skoðun

Fleipur á for­síðu Frétta­blaðsins

Arnþór Guðlaugsson skrifar

Fréttablaðið blés upp í dag á forsíðu sinni sérkennilegri lögskýringu einstaklings úti í bæ sem fullyrðir að starfsemi Ísteka sé ólögmæt og hafi verið frá 2020. Miðað við áherslu ritstjóra blaðsins sem fer fyrir fréttinni, kemur á óvart að ekki skyldi vera leitað álits eða viðbragða við fullyrðingum sem koma fram í forsíðufréttinni, t.d. hjá Ísteka, MAST eða einhverjum lögfróðum aðila, því um svo augljósan misskilning er að ræða.

Í fréttinni er því haldið fram að nýjar reglur og lög geri ekki ráð fyrir blóðtöku úr hryssum og því sé starfsemin sjálfkrafa óheimil. Slíkur skilningur gerir ráð fyrir miklu skrifræðissamfélagi, þar sem allt er bannað sem ekki er fyrirfram leyft með lögum. Fullyrðingin á sér því enga stoð í veruleikanum. Þar fyrir utan má minna á að blóðtaka úr hestum er tilkynningaskyld starfsemi samkvæmt reglugerð og því tæpast bönnuð eins og gefur að skilja.

Ef veruleikinn væri sá sem haldið er fram í frétt ritstjórans mætti e.t.v. spyrja sig hvort óvönduð blaðamennska væri þá ekki líka lögbrot, því hún er sannarlega hvergi leyfð með lögum.

Höfundur er framkvæmdastjóri Ísteka.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×