Er heita vatnið hjá Selfossveitum að klárast? Tómas Ellert Tómasson skrifar 25. apríl 2022 17:30 Stutta svarið við spurningunni er nei. Þó svo svarið við spurningunni sé nei, að þá er nú reynt að skapa hávaðaumræðu um stöðu orkuöflunar Selfossveitna og framboð á heitu vatni sem er í engum takti við raunveruleikann. Umræðan er keyrð áfram af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg með aðstoð Morgunblaðsins, sem flutti af því forsíðufrétt mánudaginn 21. apríl síðastliðinn með yfirskriftinni „Heita vatnið að klárast“[1]. Fyrirsögn sem var í engum takti við það sem svo kom fram í fréttinni. En þar var haft eftir veitustjóra Selfossveitna eftirfarandi orð: „Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að verið sé að virkja tvær borholur sem ætlunin er að nota í þá uppbyggingu sem þegar hafi verið samþykkt. Telur hann að nægt vatn muni fást til þess. Hins vegar geti orðið orkuskortur ef ekki finnist heitt vatn á nýjum stöðum. Tekur hann fram að unnið sé að rannsóknum með borunum á þremur stöðum og telur öruggt að hægt verði að leysa málið en það taki tíma.“ Veitustjóri Selfossveitna segir sem sagt að öruggt sé að heitt vatn fáist til að mæta nú þegar samþykktum áformum byggingarverktaka. Samþykktu áformin fela í sér byggingu 550 íbúða sem í munu væntanlega flytjast tæplega 1.500 manns eða hátt í eitt stykki Þorlákshöfn - Halló Þorlákshöfn! Það á svo eftir að byggja allar þessar íbúðir sem samþykktu byggingarleyfin ná yfir og það tekur sinn tíma. Til upplýsingar að þá byggðist Þorlákshöfn ekki upp á einni nóttu. Veitustjóri Selfossveitna segir svo frá því að nú standi yfir rannsóknarboranir á þremur stöðum. Þau svæði og borholur eru ætlaðar til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. Það er fyrir utan þessar 550 íbúðir sem búið er að samþykkja byggingarleyfi fyrir. Svo það sé aftur sagt hér til áréttingar, að þá er heita vatnið hjá Selfossveitum ekki að klárast! Hvað eru Selfossveitur að gera nú til að búa í haginn til framtíðar? Auk fyrrnefndra orkurannsókna hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að bjóða út nýjan 4.800m3 miðlunargeymi til viðbótar við þann 2.400m3 miðlunargeymi sem nú er í notkun til að tryggja rekstraröryggi veitna yfir lengstu frostakafla. Selfossveitur eru einnig að fara í þá framkvæmd að auka við flutningsgetu orkuöflunarsvæðisins við Ósabotna með því að bæta þar við lögn. Það er gert vegna þess að orkuöflunin í Ósabotnum er meiri en núverandi lögn nær að afkasta. Auk þess hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að tvöfalda hitaveitukerfin í tveimur nýjustu hverfunum með það að markmiði að auka sjálfbærni orkuöflunarsvæðisins við Þorleifskot. Það er gert með því að öllu bakrásarvatni er safnað saman úr íbúðunum í þeim hverfum og því svo dælt niður í varmageymi Þorleifskots. Við það eykst vinnslugeta og þrýstingur orkuöflunarsvæðisins. Að koma á lokuðu kerfi með niðurdælingu í varmageyma orkuöflunarsvæða okkar var orðin löngu tímabær sjálfbærniaðgerð. Auk þessa eru Selfossveitur langt komnar með að snjallmælavæða Árborg og lekaleit á kerfinu og viðgerðir eru daglegur þáttur í rekstri veitunnar. Gremja skugga D-listans er skiljanleg Það er hart sótt af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg að núverandi bæjarstjórnarmeirihluta Á, B, M og S-lista og er sannleikurinn þá ekki endilega fyrsta vopnið sem gripið er til í þeim sóknarleik, svipað og að grípa til borðtennisspaða í hraðaupphlaupi í handboltaleik. Ég skil reyndar þessa gremju skuggastjórnendanna vel. Það er náttúrulega ekkert voðalega skemmtilegt fyrir skuggana að horfa upp á það, að nærri öll kosningaloforð D-lista Sjálfstæðisflokksins í fortíð, nútíð og framtíð hafi raungerst í tíð þess farsæla bæjarstjórnarmeirihluta sem nú er að skila af sér nýrri og betri Árborg eftir aðeins fjögurra ára starf. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. [1] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/21/heita_vatnid_ad_klarast/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Orkumál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Stutta svarið við spurningunni er nei. Þó svo svarið við spurningunni sé nei, að þá er nú reynt að skapa hávaðaumræðu um stöðu orkuöflunar Selfossveitna og framboð á heitu vatni sem er í engum takti við raunveruleikann. Umræðan er keyrð áfram af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg með aðstoð Morgunblaðsins, sem flutti af því forsíðufrétt mánudaginn 21. apríl síðastliðinn með yfirskriftinni „Heita vatnið að klárast“[1]. Fyrirsögn sem var í engum takti við það sem svo kom fram í fréttinni. En þar var haft eftir veitustjóra Selfossveitna eftirfarandi orð: „Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að verið sé að virkja tvær borholur sem ætlunin er að nota í þá uppbyggingu sem þegar hafi verið samþykkt. Telur hann að nægt vatn muni fást til þess. Hins vegar geti orðið orkuskortur ef ekki finnist heitt vatn á nýjum stöðum. Tekur hann fram að unnið sé að rannsóknum með borunum á þremur stöðum og telur öruggt að hægt verði að leysa málið en það taki tíma.“ Veitustjóri Selfossveitna segir sem sagt að öruggt sé að heitt vatn fáist til að mæta nú þegar samþykktum áformum byggingarverktaka. Samþykktu áformin fela í sér byggingu 550 íbúða sem í munu væntanlega flytjast tæplega 1.500 manns eða hátt í eitt stykki Þorlákshöfn - Halló Þorlákshöfn! Það á svo eftir að byggja allar þessar íbúðir sem samþykktu byggingarleyfin ná yfir og það tekur sinn tíma. Til upplýsingar að þá byggðist Þorlákshöfn ekki upp á einni nóttu. Veitustjóri Selfossveitna segir svo frá því að nú standi yfir rannsóknarboranir á þremur stöðum. Þau svæði og borholur eru ætlaðar til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. Það er fyrir utan þessar 550 íbúðir sem búið er að samþykkja byggingarleyfi fyrir. Svo það sé aftur sagt hér til áréttingar, að þá er heita vatnið hjá Selfossveitum ekki að klárast! Hvað eru Selfossveitur að gera nú til að búa í haginn til framtíðar? Auk fyrrnefndra orkurannsókna hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að bjóða út nýjan 4.800m3 miðlunargeymi til viðbótar við þann 2.400m3 miðlunargeymi sem nú er í notkun til að tryggja rekstraröryggi veitna yfir lengstu frostakafla. Selfossveitur eru einnig að fara í þá framkvæmd að auka við flutningsgetu orkuöflunarsvæðisins við Ósabotna með því að bæta þar við lögn. Það er gert vegna þess að orkuöflunin í Ósabotnum er meiri en núverandi lögn nær að afkasta. Auk þess hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að tvöfalda hitaveitukerfin í tveimur nýjustu hverfunum með það að markmiði að auka sjálfbærni orkuöflunarsvæðisins við Þorleifskot. Það er gert með því að öllu bakrásarvatni er safnað saman úr íbúðunum í þeim hverfum og því svo dælt niður í varmageymi Þorleifskots. Við það eykst vinnslugeta og þrýstingur orkuöflunarsvæðisins. Að koma á lokuðu kerfi með niðurdælingu í varmageyma orkuöflunarsvæða okkar var orðin löngu tímabær sjálfbærniaðgerð. Auk þessa eru Selfossveitur langt komnar með að snjallmælavæða Árborg og lekaleit á kerfinu og viðgerðir eru daglegur þáttur í rekstri veitunnar. Gremja skugga D-listans er skiljanleg Það er hart sótt af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg að núverandi bæjarstjórnarmeirihluta Á, B, M og S-lista og er sannleikurinn þá ekki endilega fyrsta vopnið sem gripið er til í þeim sóknarleik, svipað og að grípa til borðtennisspaða í hraðaupphlaupi í handboltaleik. Ég skil reyndar þessa gremju skuggastjórnendanna vel. Það er náttúrulega ekkert voðalega skemmtilegt fyrir skuggana að horfa upp á það, að nærri öll kosningaloforð D-lista Sjálfstæðisflokksins í fortíð, nútíð og framtíð hafi raungerst í tíð þess farsæla bæjarstjórnarmeirihluta sem nú er að skila af sér nýrri og betri Árborg eftir aðeins fjögurra ára starf. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. [1] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/21/heita_vatnid_ad_klarast/
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun