Er heita vatnið hjá Selfossveitum að klárast? Tómas Ellert Tómasson skrifar 25. apríl 2022 17:30 Stutta svarið við spurningunni er nei. Þó svo svarið við spurningunni sé nei, að þá er nú reynt að skapa hávaðaumræðu um stöðu orkuöflunar Selfossveitna og framboð á heitu vatni sem er í engum takti við raunveruleikann. Umræðan er keyrð áfram af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg með aðstoð Morgunblaðsins, sem flutti af því forsíðufrétt mánudaginn 21. apríl síðastliðinn með yfirskriftinni „Heita vatnið að klárast“[1]. Fyrirsögn sem var í engum takti við það sem svo kom fram í fréttinni. En þar var haft eftir veitustjóra Selfossveitna eftirfarandi orð: „Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að verið sé að virkja tvær borholur sem ætlunin er að nota í þá uppbyggingu sem þegar hafi verið samþykkt. Telur hann að nægt vatn muni fást til þess. Hins vegar geti orðið orkuskortur ef ekki finnist heitt vatn á nýjum stöðum. Tekur hann fram að unnið sé að rannsóknum með borunum á þremur stöðum og telur öruggt að hægt verði að leysa málið en það taki tíma.“ Veitustjóri Selfossveitna segir sem sagt að öruggt sé að heitt vatn fáist til að mæta nú þegar samþykktum áformum byggingarverktaka. Samþykktu áformin fela í sér byggingu 550 íbúða sem í munu væntanlega flytjast tæplega 1.500 manns eða hátt í eitt stykki Þorlákshöfn - Halló Þorlákshöfn! Það á svo eftir að byggja allar þessar íbúðir sem samþykktu byggingarleyfin ná yfir og það tekur sinn tíma. Til upplýsingar að þá byggðist Þorlákshöfn ekki upp á einni nóttu. Veitustjóri Selfossveitna segir svo frá því að nú standi yfir rannsóknarboranir á þremur stöðum. Þau svæði og borholur eru ætlaðar til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. Það er fyrir utan þessar 550 íbúðir sem búið er að samþykkja byggingarleyfi fyrir. Svo það sé aftur sagt hér til áréttingar, að þá er heita vatnið hjá Selfossveitum ekki að klárast! Hvað eru Selfossveitur að gera nú til að búa í haginn til framtíðar? Auk fyrrnefndra orkurannsókna hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að bjóða út nýjan 4.800m3 miðlunargeymi til viðbótar við þann 2.400m3 miðlunargeymi sem nú er í notkun til að tryggja rekstraröryggi veitna yfir lengstu frostakafla. Selfossveitur eru einnig að fara í þá framkvæmd að auka við flutningsgetu orkuöflunarsvæðisins við Ósabotna með því að bæta þar við lögn. Það er gert vegna þess að orkuöflunin í Ósabotnum er meiri en núverandi lögn nær að afkasta. Auk þess hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að tvöfalda hitaveitukerfin í tveimur nýjustu hverfunum með það að markmiði að auka sjálfbærni orkuöflunarsvæðisins við Þorleifskot. Það er gert með því að öllu bakrásarvatni er safnað saman úr íbúðunum í þeim hverfum og því svo dælt niður í varmageymi Þorleifskots. Við það eykst vinnslugeta og þrýstingur orkuöflunarsvæðisins. Að koma á lokuðu kerfi með niðurdælingu í varmageyma orkuöflunarsvæða okkar var orðin löngu tímabær sjálfbærniaðgerð. Auk þessa eru Selfossveitur langt komnar með að snjallmælavæða Árborg og lekaleit á kerfinu og viðgerðir eru daglegur þáttur í rekstri veitunnar. Gremja skugga D-listans er skiljanleg Það er hart sótt af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg að núverandi bæjarstjórnarmeirihluta Á, B, M og S-lista og er sannleikurinn þá ekki endilega fyrsta vopnið sem gripið er til í þeim sóknarleik, svipað og að grípa til borðtennisspaða í hraðaupphlaupi í handboltaleik. Ég skil reyndar þessa gremju skuggastjórnendanna vel. Það er náttúrulega ekkert voðalega skemmtilegt fyrir skuggana að horfa upp á það, að nærri öll kosningaloforð D-lista Sjálfstæðisflokksins í fortíð, nútíð og framtíð hafi raungerst í tíð þess farsæla bæjarstjórnarmeirihluta sem nú er að skila af sér nýrri og betri Árborg eftir aðeins fjögurra ára starf. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. [1] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/21/heita_vatnid_ad_klarast/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Orkumál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Agnar Már Másson skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Stutta svarið við spurningunni er nei. Þó svo svarið við spurningunni sé nei, að þá er nú reynt að skapa hávaðaumræðu um stöðu orkuöflunar Selfossveitna og framboð á heitu vatni sem er í engum takti við raunveruleikann. Umræðan er keyrð áfram af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg með aðstoð Morgunblaðsins, sem flutti af því forsíðufrétt mánudaginn 21. apríl síðastliðinn með yfirskriftinni „Heita vatnið að klárast“[1]. Fyrirsögn sem var í engum takti við það sem svo kom fram í fréttinni. En þar var haft eftir veitustjóra Selfossveitna eftirfarandi orð: „Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að verið sé að virkja tvær borholur sem ætlunin er að nota í þá uppbyggingu sem þegar hafi verið samþykkt. Telur hann að nægt vatn muni fást til þess. Hins vegar geti orðið orkuskortur ef ekki finnist heitt vatn á nýjum stöðum. Tekur hann fram að unnið sé að rannsóknum með borunum á þremur stöðum og telur öruggt að hægt verði að leysa málið en það taki tíma.“ Veitustjóri Selfossveitna segir sem sagt að öruggt sé að heitt vatn fáist til að mæta nú þegar samþykktum áformum byggingarverktaka. Samþykktu áformin fela í sér byggingu 550 íbúða sem í munu væntanlega flytjast tæplega 1.500 manns eða hátt í eitt stykki Þorlákshöfn - Halló Þorlákshöfn! Það á svo eftir að byggja allar þessar íbúðir sem samþykktu byggingarleyfin ná yfir og það tekur sinn tíma. Til upplýsingar að þá byggðist Þorlákshöfn ekki upp á einni nóttu. Veitustjóri Selfossveitna segir svo frá því að nú standi yfir rannsóknarboranir á þremur stöðum. Þau svæði og borholur eru ætlaðar til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. Það er fyrir utan þessar 550 íbúðir sem búið er að samþykkja byggingarleyfi fyrir. Svo það sé aftur sagt hér til áréttingar, að þá er heita vatnið hjá Selfossveitum ekki að klárast! Hvað eru Selfossveitur að gera nú til að búa í haginn til framtíðar? Auk fyrrnefndra orkurannsókna hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að bjóða út nýjan 4.800m3 miðlunargeymi til viðbótar við þann 2.400m3 miðlunargeymi sem nú er í notkun til að tryggja rekstraröryggi veitna yfir lengstu frostakafla. Selfossveitur eru einnig að fara í þá framkvæmd að auka við flutningsgetu orkuöflunarsvæðisins við Ósabotna með því að bæta þar við lögn. Það er gert vegna þess að orkuöflunin í Ósabotnum er meiri en núverandi lögn nær að afkasta. Auk þess hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að tvöfalda hitaveitukerfin í tveimur nýjustu hverfunum með það að markmiði að auka sjálfbærni orkuöflunarsvæðisins við Þorleifskot. Það er gert með því að öllu bakrásarvatni er safnað saman úr íbúðunum í þeim hverfum og því svo dælt niður í varmageymi Þorleifskots. Við það eykst vinnslugeta og þrýstingur orkuöflunarsvæðisins. Að koma á lokuðu kerfi með niðurdælingu í varmageyma orkuöflunarsvæða okkar var orðin löngu tímabær sjálfbærniaðgerð. Auk þessa eru Selfossveitur langt komnar með að snjallmælavæða Árborg og lekaleit á kerfinu og viðgerðir eru daglegur þáttur í rekstri veitunnar. Gremja skugga D-listans er skiljanleg Það er hart sótt af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg að núverandi bæjarstjórnarmeirihluta Á, B, M og S-lista og er sannleikurinn þá ekki endilega fyrsta vopnið sem gripið er til í þeim sóknarleik, svipað og að grípa til borðtennisspaða í hraðaupphlaupi í handboltaleik. Ég skil reyndar þessa gremju skuggastjórnendanna vel. Það er náttúrulega ekkert voðalega skemmtilegt fyrir skuggana að horfa upp á það, að nærri öll kosningaloforð D-lista Sjálfstæðisflokksins í fortíð, nútíð og framtíð hafi raungerst í tíð þess farsæla bæjarstjórnarmeirihluta sem nú er að skila af sér nýrri og betri Árborg eftir aðeins fjögurra ára starf. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. [1] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/21/heita_vatnid_ad_klarast/
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun