Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 25. apríl 2022 14:32 Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. Það þyrfti að bjarga fjárhag bæjarins sem væri kominn í þrot eftir langvarandi óstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kviku banka var falið að selja, gerður var leynisamningur við bankann og neitað að upplýsa hve mikið var greitt fyrir umsýsluna og söluna. Þá hafnaði meirihlutinn ítrekuðum kröfum íbúa, félagasamtaka og Samfylkingarinnar um íbúakosningu um söluna. Eftir söluna jókst hagnaður HS veitna um 384 m. kr. árið 2021 eða um 68%. Súpum enn seyðið af fyrri einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn einkavæðir opinbera innviði í Hafnarfirði. Í fersku minni er þegar flokkarnir saman í meirihluta einkavæddu á árunum 1998-2002 grunn- og leikskóla sem varð dýrkeypt fyrir Hafnarfjarðarbæ. Eftir stórsigur í kosningunum 2002 tókst jafnaðarmönnum snúa þessu við og koma skólastarfinu í réttan farveg. Enn situr bærinn uppi með háar leigugreiðslur af skólabyggingum sem er arfur frá þessu ævintýri Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.. Íslandsbanki og HS veitur - sala af sama meiði Hvergi var né er getið um einkavæðingu opinberra innviða í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. En þetta er hjartans mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur á landsvísu, að koma vel reknum opinberum innviðum í samfélagsþjónustu í hendur braskara á opnum markaði. Það finnst þeim „stórkostlegt tækifæri“ fyrir flokkinn og vildarvini. Salan á Íslandsbanka og spillingin sem þar viðgengst staðfestir það. Salan á HS veitum er af sama meiði. Hafnfirðingar hljóta því að íhuga: Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að selja næst? Höfnina, vatnsveituna, frárennsliskerfið eða á kannski að taka annan snúning á grunn- og leikskólunum? Hefjum sókn til velferðar Það eru gömul sannindi og ný að jafnaðarmenn standa vörð um grunn- og samfélagsþjónustu í eigu bæjarbúa. Eflum ábyrga fjármálastjórn. Hvergi á höfuðborgarsvæðinu er skuldsetning miðað við hvern íbúa meiri en í Hafnarfirði og þrátt fyrir söluna á HS veitum. Hér þarf að snúa við blaði. Hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði og láta verkin tala. Það ætlum við jafnaðarmenn að gera með fólkinu í bænum. X-S að sjálfsögðu. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. Það þyrfti að bjarga fjárhag bæjarins sem væri kominn í þrot eftir langvarandi óstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kviku banka var falið að selja, gerður var leynisamningur við bankann og neitað að upplýsa hve mikið var greitt fyrir umsýsluna og söluna. Þá hafnaði meirihlutinn ítrekuðum kröfum íbúa, félagasamtaka og Samfylkingarinnar um íbúakosningu um söluna. Eftir söluna jókst hagnaður HS veitna um 384 m. kr. árið 2021 eða um 68%. Súpum enn seyðið af fyrri einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn einkavæðir opinbera innviði í Hafnarfirði. Í fersku minni er þegar flokkarnir saman í meirihluta einkavæddu á árunum 1998-2002 grunn- og leikskóla sem varð dýrkeypt fyrir Hafnarfjarðarbæ. Eftir stórsigur í kosningunum 2002 tókst jafnaðarmönnum snúa þessu við og koma skólastarfinu í réttan farveg. Enn situr bærinn uppi með háar leigugreiðslur af skólabyggingum sem er arfur frá þessu ævintýri Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.. Íslandsbanki og HS veitur - sala af sama meiði Hvergi var né er getið um einkavæðingu opinberra innviða í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. En þetta er hjartans mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur á landsvísu, að koma vel reknum opinberum innviðum í samfélagsþjónustu í hendur braskara á opnum markaði. Það finnst þeim „stórkostlegt tækifæri“ fyrir flokkinn og vildarvini. Salan á Íslandsbanka og spillingin sem þar viðgengst staðfestir það. Salan á HS veitum er af sama meiði. Hafnfirðingar hljóta því að íhuga: Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að selja næst? Höfnina, vatnsveituna, frárennsliskerfið eða á kannski að taka annan snúning á grunn- og leikskólunum? Hefjum sókn til velferðar Það eru gömul sannindi og ný að jafnaðarmenn standa vörð um grunn- og samfélagsþjónustu í eigu bæjarbúa. Eflum ábyrga fjármálastjórn. Hvergi á höfuðborgarsvæðinu er skuldsetning miðað við hvern íbúa meiri en í Hafnarfirði og þrátt fyrir söluna á HS veitum. Hér þarf að snúa við blaði. Hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði og láta verkin tala. Það ætlum við jafnaðarmenn að gera með fólkinu í bænum. X-S að sjálfsögðu. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun