Vaktin: Selenskí vill fá að hitta Pútín Viktor Örn Ásgeirsson, Smári Jökull Jónsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. apríl 2022 07:43 Úkraínskur hermaður situr við rústir byggingar í borginni Chernihiv. Vísir/AP „Innrásin í Úkraínu er aðeins upphaf af því sem koma skal,“ sagði Volódímír Selenskí Úkraínuforseti í ávarpi í gærkvöldi. Hann segir að ummæli háttsetts rússnesks herforingja bendi til þess að Rússar vilji ráðast inn í önnur lönd. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn felldu tvo herforingja Rússa við borgina Kherson í dag. Rýming íbúa frá Maríupól hefur enn og aftur mistekist og Úkraínumenn segja Rússa hafa hótað íbúum sem safnast höfðu saman til að komast frá borginni. Ráðgjafi borgarstjórans í Maríupól segir að Rússar hafi flutt yfir 300 manns frá borginni til Vladivostok í Rússlandi sem er í meira en 9000 kílómetra fjarlægð. Úkraínumenn hafa náð að halda aftur af ákafri sókn Rússa í Donbas þar sem þeir freista þess að ná yfirráðum á svæðum við Donetsk og Luhansk. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti varar við því að innrás Rússlandsforseta sé aðeins upphaf á því sem koma skal. Hershöfðingi kveðst vilja ná fullri stjórn yfir suðurhluta Úkraínu. Hundruðir almennra borgara eru innilokaðir í Azovstal stálverksmiðjunni í Mariupol. Rússneska varnamálaráðuneytið kveðst leyfa borgurum að flýja ef hersveitir Úkraínumanna í verksmiðjunni gefast upp. Önnur fjöldagröf hefur fundist fyrir utan Mariupol. Talið er að þúsund íbúar Mariupol liggi í gröfinni. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir mögulegt að opnaðar verða flóttaleiðir frá Mariupol í dag. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn felldu tvo herforingja Rússa við borgina Kherson í dag. Rýming íbúa frá Maríupól hefur enn og aftur mistekist og Úkraínumenn segja Rússa hafa hótað íbúum sem safnast höfðu saman til að komast frá borginni. Ráðgjafi borgarstjórans í Maríupól segir að Rússar hafi flutt yfir 300 manns frá borginni til Vladivostok í Rússlandi sem er í meira en 9000 kílómetra fjarlægð. Úkraínumenn hafa náð að halda aftur af ákafri sókn Rússa í Donbas þar sem þeir freista þess að ná yfirráðum á svæðum við Donetsk og Luhansk. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti varar við því að innrás Rússlandsforseta sé aðeins upphaf á því sem koma skal. Hershöfðingi kveðst vilja ná fullri stjórn yfir suðurhluta Úkraínu. Hundruðir almennra borgara eru innilokaðir í Azovstal stálverksmiðjunni í Mariupol. Rússneska varnamálaráðuneytið kveðst leyfa borgurum að flýja ef hersveitir Úkraínumanna í verksmiðjunni gefast upp. Önnur fjöldagröf hefur fundist fyrir utan Mariupol. Talið er að þúsund íbúar Mariupol liggi í gröfinni. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir mögulegt að opnaðar verða flóttaleiðir frá Mariupol í dag. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira