Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.
Helstu vendingar:
- Úkraínumenn felldu tvo herforingja Rússa við borgina Kherson í dag.
- Rýming íbúa frá Maríupól hefur enn og aftur mistekist og Úkraínumenn segja Rússa hafa hótað íbúum sem safnast höfðu saman til að komast frá borginni.
- Ráðgjafi borgarstjórans í Maríupól segir að Rússar hafi flutt yfir 300 manns frá borginni til Vladivostok í Rússlandi sem er í meira en 9000 kílómetra fjarlægð.
- Úkraínumenn hafa náð að halda aftur af ákafri sókn Rússa í Donbas þar sem þeir freista þess að ná yfirráðum á svæðum við Donetsk og Luhansk.
- Volódímír Selenskí Úkraínuforseti varar við því að innrás Rússlandsforseta sé aðeins upphaf á því sem koma skal. Hershöfðingi kveðst vilja ná fullri stjórn yfir suðurhluta Úkraínu.
- Hundruðir almennra borgara eru innilokaðir í Azovstal stálverksmiðjunni í Mariupol. Rússneska varnamálaráðuneytið kveðst leyfa borgurum að flýja ef hersveitir Úkraínumanna í verksmiðjunni gefast upp.
- Önnur fjöldagröf hefur fundist fyrir utan Mariupol. Talið er að þúsund íbúar Mariupol liggi í gröfinni.
- Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir mögulegt að opnaðar verða flóttaleiðir frá Mariupol í dag.