Til félaga í Eflingu Hallgerður Hauksdóttir skrifar 22. apríl 2022 17:31 Dúsur róa og gleðja. Launakerfi mora í dúsum – nema hjá láglaunafólki. Hjá öðrum hópum finnast mýmargar. Þetta getur verið laxveiðiferð, kaupréttarauki, digur viðbót við viðbótarlífeyri, ókeypis matur, kostað nám, föst yfirvinna, sérstök líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk, fastur ökutækjastyrkur eða bíll til afnota, mjög veglegar jólagjafir, frí afnot sumarhúsa. Mætti lengi telja. Dúsur eru í senn dulbúin hækkun heildarlauna og hindrun við að bera saman raunveruleg laun. Því þegar laun eru almennt borin saman, þá er aðeins miðað út frá launataxta. Dúsurnar eru óljósar, ógagnsæjar, nema kannski lagst sé yfir skattaframtöl. Dúsur eru nefnilega „einkamál“ innan vinnustaða. Það er eina sem er dagljóst, er að láglaunafólk nýtur dúsa lítt eða ekkert. Fulltrúi óánægðs starfsfólks skrifstofu Eflingar tilkynnti fjölmiðlum nýlega að starfsfólkið þar skuldar kjósendum nýja formannsins ekki neitt – já, almennum félögum, sem skrifstofan starfar fyrir. Það var nefnilega ekki kosið rétt. Þetta er samþykkt með þögn hinna. Allt er þetta undirkynt m.a. af þeim hluta stjórnar sem vildi ekki nýja formanninn. Nú er hamast við skemmdarverk, nýjasta atlagan felst í að stofna til undirskriftarlista sem er látinn líta út eins og hann komi frá almennum félögum úti í samfélaginu. Slagkraftur skrifstofunnar og umboð gagnvart félögum eru þar að mínu mati misnotuð gróflega. En skrifstofufólkið vill auðvitað halda sínu, halda þeim dúsum sem hafa byggst þarna upp í gegnum „rólegu“ árin. Svona horfir þetta við mér. Mér finnst þetta alveg skiljanlegt, enda eru dúsur bragðgóðar og ánetjandi. En þær viðhalda líka ójöfnuði. Frábærar áætlanir eru nefnilega uppi um skipulagsbreytingar í þágu réttlætis á skrifstofu Eflingar m.a. um gagnsæi og einnig um að hafa launabil aldrei stærra en ákveðið hlutfall. Kynnið ykkur þessar áætlanir. Til að endurskilgreina ráðningarsamband þarf alltaf uppsögn á ráðningarsamningi. Ef endurskipuleggja á heildarrekstur þarf uppsögn allra. Að sjálfsögðu á að leiðrétta „útfærslur“ á heildarlaunum, enda fáránlegt að hafa t.d. 587þús samkvæmt taxta, en raunveruleg föst heildarlaun 8-900þús. Af því dúsur. Það er enginn að segja að það eigi að lækka launin, takið eftir því. Svona virka dúsurnar og það skapar mikinn óróleika að hreyfa við þeim. Fullyrt hefur verið að hópuppsagnir hjá verkalýðsfélagi séu vondar af því atvinnurekendur geti þá líka. Tvennt við þetta. Atvinnurekendur geta nú þegar. Jafnframt er alger grundvallarmunur á því að framvæma skipulagsbreytingar til að auka heilbrigði og réttlæti í starfsemi og því að framkvæma skipulagsbreytingar fyrir meiri gróða. Þetta tvennt á ekki að leggja að jöfnu og er hreinlega villandi afvegaleiðing. Allir átta sig á að stéttarfélag er ekki rekið í hagnaðarskyni. Loks er ekkert neyðarástand á vinnumarkaði, nóga vinnu að fá líkt og atvinnuauglýsingar sýna mjög vel. Þau sem verða ekki endurráðin finna alveg nýja vinnu, bara eins og annað fólk sem leitar að vinnu. Góðir starfsmenn fá alltaf góð meðmæli með sér hvar sem þeir fara. Ég hvet almenna félaga í Eflingu eindregið til að sjá í gegnum moldviðrið og fylkja sér að baki Sólveigu, styðja hana áfram sem sinn formann, einnig við að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á starfsemi félagsins, svo staðan á skrifstofunni standi ekki tilgangi félagsins fyrir þrifum, heldur endurspegli betur það réttláta samfélag sem hún á að þjóna baráttu fyrir. Höfundur er láglaunakona á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dúsur róa og gleðja. Launakerfi mora í dúsum – nema hjá láglaunafólki. Hjá öðrum hópum finnast mýmargar. Þetta getur verið laxveiðiferð, kaupréttarauki, digur viðbót við viðbótarlífeyri, ókeypis matur, kostað nám, föst yfirvinna, sérstök líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk, fastur ökutækjastyrkur eða bíll til afnota, mjög veglegar jólagjafir, frí afnot sumarhúsa. Mætti lengi telja. Dúsur eru í senn dulbúin hækkun heildarlauna og hindrun við að bera saman raunveruleg laun. Því þegar laun eru almennt borin saman, þá er aðeins miðað út frá launataxta. Dúsurnar eru óljósar, ógagnsæjar, nema kannski lagst sé yfir skattaframtöl. Dúsur eru nefnilega „einkamál“ innan vinnustaða. Það er eina sem er dagljóst, er að láglaunafólk nýtur dúsa lítt eða ekkert. Fulltrúi óánægðs starfsfólks skrifstofu Eflingar tilkynnti fjölmiðlum nýlega að starfsfólkið þar skuldar kjósendum nýja formannsins ekki neitt – já, almennum félögum, sem skrifstofan starfar fyrir. Það var nefnilega ekki kosið rétt. Þetta er samþykkt með þögn hinna. Allt er þetta undirkynt m.a. af þeim hluta stjórnar sem vildi ekki nýja formanninn. Nú er hamast við skemmdarverk, nýjasta atlagan felst í að stofna til undirskriftarlista sem er látinn líta út eins og hann komi frá almennum félögum úti í samfélaginu. Slagkraftur skrifstofunnar og umboð gagnvart félögum eru þar að mínu mati misnotuð gróflega. En skrifstofufólkið vill auðvitað halda sínu, halda þeim dúsum sem hafa byggst þarna upp í gegnum „rólegu“ árin. Svona horfir þetta við mér. Mér finnst þetta alveg skiljanlegt, enda eru dúsur bragðgóðar og ánetjandi. En þær viðhalda líka ójöfnuði. Frábærar áætlanir eru nefnilega uppi um skipulagsbreytingar í þágu réttlætis á skrifstofu Eflingar m.a. um gagnsæi og einnig um að hafa launabil aldrei stærra en ákveðið hlutfall. Kynnið ykkur þessar áætlanir. Til að endurskilgreina ráðningarsamband þarf alltaf uppsögn á ráðningarsamningi. Ef endurskipuleggja á heildarrekstur þarf uppsögn allra. Að sjálfsögðu á að leiðrétta „útfærslur“ á heildarlaunum, enda fáránlegt að hafa t.d. 587þús samkvæmt taxta, en raunveruleg föst heildarlaun 8-900þús. Af því dúsur. Það er enginn að segja að það eigi að lækka launin, takið eftir því. Svona virka dúsurnar og það skapar mikinn óróleika að hreyfa við þeim. Fullyrt hefur verið að hópuppsagnir hjá verkalýðsfélagi séu vondar af því atvinnurekendur geti þá líka. Tvennt við þetta. Atvinnurekendur geta nú þegar. Jafnframt er alger grundvallarmunur á því að framvæma skipulagsbreytingar til að auka heilbrigði og réttlæti í starfsemi og því að framkvæma skipulagsbreytingar fyrir meiri gróða. Þetta tvennt á ekki að leggja að jöfnu og er hreinlega villandi afvegaleiðing. Allir átta sig á að stéttarfélag er ekki rekið í hagnaðarskyni. Loks er ekkert neyðarástand á vinnumarkaði, nóga vinnu að fá líkt og atvinnuauglýsingar sýna mjög vel. Þau sem verða ekki endurráðin finna alveg nýja vinnu, bara eins og annað fólk sem leitar að vinnu. Góðir starfsmenn fá alltaf góð meðmæli með sér hvar sem þeir fara. Ég hvet almenna félaga í Eflingu eindregið til að sjá í gegnum moldviðrið og fylkja sér að baki Sólveigu, styðja hana áfram sem sinn formann, einnig við að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á starfsemi félagsins, svo staðan á skrifstofunni standi ekki tilgangi félagsins fyrir þrifum, heldur endurspegli betur það réttláta samfélag sem hún á að þjóna baráttu fyrir. Höfundur er láglaunakona á höfuðborgarsvæðinu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun