Hrútskýringar Bankasýslu ríkisins á lokuðu útboði hlutabréfa í Íslandsbanka Erna Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2022 11:31 Hámhorf vikunnar hefur óneitanlega verið fréttaflutningur af eftiráskýringum ráðherra ríkisstjórnarinnar og forsvarsmanna Bankasýslunnar á lokuðu útboði hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Í frétt á Stundinni í morgun, 14. apríl, https://stundin.is/grein/15106/bankasyslan-veitti-soluadilum-sjalfdaemi-vid-solu-hlutabrefa-i-islandsbanka/, segir: „Forstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta þurfi bönkum og verðbréfabréfafyrirtækjum sem sjá um útboð á hlutabréfum fyrir íslenska ríkið.“ Jahá! Hefur sami forstjóri kannað hvort það segi eitthvað um það í lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum (nr. 155/2012). Þar segir skýrt: „3. gr. Meginreglur við sölumeðferð.Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Í 4. grein sömu laga segir síðan að Bankasýsla ríkisins sjái um slíka sölu. Það er því skýrt að ábyrgðin á framkvæmdinni er Bankasýslunnar. Hún getur ekki vísað henni „út í bæ“, hvorki á skiptiborðið í regluvörslu Íslandsbanka né kaffivélar verðbréfamiðlara. Forstjórinn virðist hins vegar bregða á það ráð í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, (https://www.visir.is/g/20222248416d/mikill-hagsmunaarekstur-og-vonbrigdi-ef-radgjafar-keyptu-i-utbodinu?fbclid=IwAR3h-uKzwEik_6iYuc8IJJ8sk3sV-TkWDOBz9vowaa3ff-b5HM1fNPP5Qf8). Í fréttinni segir m.a.: „Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna.“ Hann gefur jafnvel til kynna að Bankasýslan kunni að setja fram „...kröfur í samræmi við þá góðu stjórnsýsluhætti og viðskiptahætti sem okkur ber að viðhafa.“ Það var og! Samt leyfir forstjórinn sér að hafna því að það hafi verið annmarkar á sölunni af hálfu Bankasýslunnar. En átti ekki einmitt Bankasýslan að tryggja að ekki kæmi til hagsmunaárekstra eða þess að orðspor „fyrirtækjanna“ skaðaðist. Hlutverk Bankasýslunnar er skýrt að lögum Í fyrrnefndri frétt Stundarinnar segir að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi nú m.a. til skoðunar skilgreiningu á fagfjárfestum hafi verið breytt í aðdraganda útboðsins. En hefði ekki einmitt Bankasýslan átt að fara yfir skilgreiningar þeirra sem önnuðust söluna fyrirfram og mögulega setja eigin viðmið til að ná markmiðum sölunnar? Það síðan að það þurfi að vera til skoðunar hvort reglur um innherjaviðskipti hafi verið brotnar er grafalvarlegt. Þá virðist sem kaupendur hlutabréfa hafi í einhverjum tilfellum fengið lán til kaupanna, jafnvel hjá fjármálastofnunum sem önnuðust söluna. Slíkt kann að vera löglegt en stendur fráleitt öllum til boða. Stangast það mögulega á við fyrrnefnda 3. gr. laga nr. 155/2012? Almenningur sem keypti í fyrra útboði á bréfum í bankanum greiddi í þeim tilvikum sem ég þekki til, fyrir þau með hefðbundinni millifærslu í heimabanka. Það er Bankasýslan sem átti að tryggja að salan stæðist þau markmið sem tilgreind eru í 3. grein laga nr. 155/2012. Úrval hrútskýringa Ein eftirtektarverðasta hrútskýring Bankasýslunnar er að „engin veruleg hindrun“ hafi staðið í veginum fyrir því að „óska eftir þátttöku“ í útboðinu. Það hefur þó verið staðfest að haft var sérstaklega samband við suma þeirra fjárfesta sem þátt tóku í útboðinu. Það er regin munur á því eða því að „óska eftir“ þátttöku. Af sama meiði eru eftiráskýringar um nauðsyn þess að hafa litla fjárfesta með í þessu útboði. Fyrir liggur að hlutahafar skiptu þúsundum þegar útboðið fór fram og óþarft að hafa fleiri orð um það. Þá vekur það óneitanlega athygli að stjórnarformaður Bankasýslunnar situr í stjórn fyrirtækis sem keypti hlutabréf í útboðinu. Umboðskeðjan er hluti stjórnsýslunnar Forstjóri Bankasýslunnar er kominn út á berangur í málsvörn sinni. Hann virðist lítt meðvitaður um hlutverk sitt að framkvæma stefnu umbjóðanda síns, fjármálaráðherra. Bankasýslan er hluti af umboðskeðju stjórnsýslunnar. Hún reyndar er í mörgum tilvikum margslungin því stefna á tilteknu málefnasviði getur átt rætur í mörgum stefnuskjölum. Það er hins vegar grundvallaratriði að hver hlekkur í keðjunni sé sterkur og að fulltrúar hennar ræki skyldur sínar. Þar þarf til að koma bæði pólitísk forysta og þekking umboðsmanna í keðjunni á hlutverki sínu. Nú kveður hins vegar svo rammt við að hver bendir á annan. Ráðherrarláta fjölmiðla ekki ná í sig (eða eru [til vara] úti að aka á beinskiptum bíl og geta ekki tekið símann). Forstjóri Bankasýslunnar bendir á regluvörð sem vísast bendir á kaffivélina. Það hefur verið eitthvað rammt bragð af kaffinu „þann daginn“. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi með diplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Salan á Íslandsbanka Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Hámhorf vikunnar hefur óneitanlega verið fréttaflutningur af eftiráskýringum ráðherra ríkisstjórnarinnar og forsvarsmanna Bankasýslunnar á lokuðu útboði hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Í frétt á Stundinni í morgun, 14. apríl, https://stundin.is/grein/15106/bankasyslan-veitti-soluadilum-sjalfdaemi-vid-solu-hlutabrefa-i-islandsbanka/, segir: „Forstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta þurfi bönkum og verðbréfabréfafyrirtækjum sem sjá um útboð á hlutabréfum fyrir íslenska ríkið.“ Jahá! Hefur sami forstjóri kannað hvort það segi eitthvað um það í lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum (nr. 155/2012). Þar segir skýrt: „3. gr. Meginreglur við sölumeðferð.Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Í 4. grein sömu laga segir síðan að Bankasýsla ríkisins sjái um slíka sölu. Það er því skýrt að ábyrgðin á framkvæmdinni er Bankasýslunnar. Hún getur ekki vísað henni „út í bæ“, hvorki á skiptiborðið í regluvörslu Íslandsbanka né kaffivélar verðbréfamiðlara. Forstjórinn virðist hins vegar bregða á það ráð í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, (https://www.visir.is/g/20222248416d/mikill-hagsmunaarekstur-og-vonbrigdi-ef-radgjafar-keyptu-i-utbodinu?fbclid=IwAR3h-uKzwEik_6iYuc8IJJ8sk3sV-TkWDOBz9vowaa3ff-b5HM1fNPP5Qf8). Í fréttinni segir m.a.: „Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna.“ Hann gefur jafnvel til kynna að Bankasýslan kunni að setja fram „...kröfur í samræmi við þá góðu stjórnsýsluhætti og viðskiptahætti sem okkur ber að viðhafa.“ Það var og! Samt leyfir forstjórinn sér að hafna því að það hafi verið annmarkar á sölunni af hálfu Bankasýslunnar. En átti ekki einmitt Bankasýslan að tryggja að ekki kæmi til hagsmunaárekstra eða þess að orðspor „fyrirtækjanna“ skaðaðist. Hlutverk Bankasýslunnar er skýrt að lögum Í fyrrnefndri frétt Stundarinnar segir að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi nú m.a. til skoðunar skilgreiningu á fagfjárfestum hafi verið breytt í aðdraganda útboðsins. En hefði ekki einmitt Bankasýslan átt að fara yfir skilgreiningar þeirra sem önnuðust söluna fyrirfram og mögulega setja eigin viðmið til að ná markmiðum sölunnar? Það síðan að það þurfi að vera til skoðunar hvort reglur um innherjaviðskipti hafi verið brotnar er grafalvarlegt. Þá virðist sem kaupendur hlutabréfa hafi í einhverjum tilfellum fengið lán til kaupanna, jafnvel hjá fjármálastofnunum sem önnuðust söluna. Slíkt kann að vera löglegt en stendur fráleitt öllum til boða. Stangast það mögulega á við fyrrnefnda 3. gr. laga nr. 155/2012? Almenningur sem keypti í fyrra útboði á bréfum í bankanum greiddi í þeim tilvikum sem ég þekki til, fyrir þau með hefðbundinni millifærslu í heimabanka. Það er Bankasýslan sem átti að tryggja að salan stæðist þau markmið sem tilgreind eru í 3. grein laga nr. 155/2012. Úrval hrútskýringa Ein eftirtektarverðasta hrútskýring Bankasýslunnar er að „engin veruleg hindrun“ hafi staðið í veginum fyrir því að „óska eftir þátttöku“ í útboðinu. Það hefur þó verið staðfest að haft var sérstaklega samband við suma þeirra fjárfesta sem þátt tóku í útboðinu. Það er regin munur á því eða því að „óska eftir“ þátttöku. Af sama meiði eru eftiráskýringar um nauðsyn þess að hafa litla fjárfesta með í þessu útboði. Fyrir liggur að hlutahafar skiptu þúsundum þegar útboðið fór fram og óþarft að hafa fleiri orð um það. Þá vekur það óneitanlega athygli að stjórnarformaður Bankasýslunnar situr í stjórn fyrirtækis sem keypti hlutabréf í útboðinu. Umboðskeðjan er hluti stjórnsýslunnar Forstjóri Bankasýslunnar er kominn út á berangur í málsvörn sinni. Hann virðist lítt meðvitaður um hlutverk sitt að framkvæma stefnu umbjóðanda síns, fjármálaráðherra. Bankasýslan er hluti af umboðskeðju stjórnsýslunnar. Hún reyndar er í mörgum tilvikum margslungin því stefna á tilteknu málefnasviði getur átt rætur í mörgum stefnuskjölum. Það er hins vegar grundvallaratriði að hver hlekkur í keðjunni sé sterkur og að fulltrúar hennar ræki skyldur sínar. Þar þarf til að koma bæði pólitísk forysta og þekking umboðsmanna í keðjunni á hlutverki sínu. Nú kveður hins vegar svo rammt við að hver bendir á annan. Ráðherrarláta fjölmiðla ekki ná í sig (eða eru [til vara] úti að aka á beinskiptum bíl og geta ekki tekið símann). Forstjóri Bankasýslunnar bendir á regluvörð sem vísast bendir á kaffivélina. Það hefur verið eitthvað rammt bragð af kaffinu „þann daginn“. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi með diplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun