Af hverju í sveitarstjórn? Kristján Rafn Sigurðsson skrifar 13. apríl 2022 19:30 Ég var spurður að því um daginn af hverju mig langaði í framboð til sveitarstjórnar. Svar mitt til viðkomandi er einfalt: Ég hefi unnið mikið fyrir mig og fjölskyldu mína af ástríðu með góðu fólki í verkefninu Eðalfiskur í 17 ár. Á þeim tíma hafa komið upp áskoranir og áföll í ytra umhverfinu sem fáir sem engir sáu fyrir. Aldrei var í boði að hvika frá leiðarljósinu sem markað hafði verið og hélt það okkur fjölskyldunni gangandi. Í dag er verkefninu fyrir okkur lokið og Eðalfiskur fyrirtæki sem við getum öll verið stolt af í nærsamfélaginu. Ég lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Eðalfisks á síðasta ári og hefi verið að hlaða batteríin og hugsa til næsta verkefnis. Það eru um 12-14 ár sem ég á eftir á starfsævinni ef heilsa og Guð lofar. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til betra, öruggara og framsæknara samfélags hér í Borgarbyggð. Hlustum betur á samfélagið Eitt af mínum áhyggjuefnum í gegnum tíðina hefur verið skortur á hlustun fulltrúa á tónlist samfélagsins. Þegar gerð var athugasemd við skuldastöðu Borgarbyggðar á sínum tíma var sett ofuráhersla á að ná skuldum niður á sem stystum tíma. Fórnarkostnaður þessarar aðgerðar var vöxtur sem er algerlega nauðsynlegur hverju sveitarfélagi til sköpunar á meiri jákvæðni íbúa og uppbyggingar á hverjum tíma. Með sífellt eðlilegum vexti hvers samfélags skapast meira svigrúm til athafna til að gera betur. Við þurfum að vinna betur saman að framsæknara samfélagi í vexti og viðhaldi til lengri tíma. Skipuleggjum lengra fram í tímann og verum forsjál Skýr og markviss framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið þarf að vera til staðar til a.m.k. næstu 50 ára. Það samtal fæst aldrei nema með næmri hlustun stjórnenda og þarf að vanda til í öllum málaflokkum. Traust, gegnsæi, ábyrgð og staðfesta þarf að vera til staðar. Við þurfum að taka vel á móti fólki og fyrirtækjum sem vilja koma og vera með í að skreyta samfélag okkar inn í framtíðina. Fólkið er frábært í Borgarbyggð – stillum strengina saman Það sem mér finnst best af öllu í Borgarbyggð er fólkið sjálft og samheldnin. Við getum gert ótrúlegustu hluti með meiri samvinnu í flestum málum og rutt braut til framfara svo eftir verður tekið. Hlúum vel að frumkvæði yngri einstaklinga sem vilja skapa sér tækifæri til vaxtar í atvinnurekstri í héraðinu og sköpum skilyrði fyrir þá sem hafa hug og þor til að fjárfesta í Borgarbyggð. Ég er til í það en þú? Höfundur er í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var spurður að því um daginn af hverju mig langaði í framboð til sveitarstjórnar. Svar mitt til viðkomandi er einfalt: Ég hefi unnið mikið fyrir mig og fjölskyldu mína af ástríðu með góðu fólki í verkefninu Eðalfiskur í 17 ár. Á þeim tíma hafa komið upp áskoranir og áföll í ytra umhverfinu sem fáir sem engir sáu fyrir. Aldrei var í boði að hvika frá leiðarljósinu sem markað hafði verið og hélt það okkur fjölskyldunni gangandi. Í dag er verkefninu fyrir okkur lokið og Eðalfiskur fyrirtæki sem við getum öll verið stolt af í nærsamfélaginu. Ég lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Eðalfisks á síðasta ári og hefi verið að hlaða batteríin og hugsa til næsta verkefnis. Það eru um 12-14 ár sem ég á eftir á starfsævinni ef heilsa og Guð lofar. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til betra, öruggara og framsæknara samfélags hér í Borgarbyggð. Hlustum betur á samfélagið Eitt af mínum áhyggjuefnum í gegnum tíðina hefur verið skortur á hlustun fulltrúa á tónlist samfélagsins. Þegar gerð var athugasemd við skuldastöðu Borgarbyggðar á sínum tíma var sett ofuráhersla á að ná skuldum niður á sem stystum tíma. Fórnarkostnaður þessarar aðgerðar var vöxtur sem er algerlega nauðsynlegur hverju sveitarfélagi til sköpunar á meiri jákvæðni íbúa og uppbyggingar á hverjum tíma. Með sífellt eðlilegum vexti hvers samfélags skapast meira svigrúm til athafna til að gera betur. Við þurfum að vinna betur saman að framsæknara samfélagi í vexti og viðhaldi til lengri tíma. Skipuleggjum lengra fram í tímann og verum forsjál Skýr og markviss framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið þarf að vera til staðar til a.m.k. næstu 50 ára. Það samtal fæst aldrei nema með næmri hlustun stjórnenda og þarf að vanda til í öllum málaflokkum. Traust, gegnsæi, ábyrgð og staðfesta þarf að vera til staðar. Við þurfum að taka vel á móti fólki og fyrirtækjum sem vilja koma og vera með í að skreyta samfélag okkar inn í framtíðina. Fólkið er frábært í Borgarbyggð – stillum strengina saman Það sem mér finnst best af öllu í Borgarbyggð er fólkið sjálft og samheldnin. Við getum gert ótrúlegustu hluti með meiri samvinnu í flestum málum og rutt braut til framfara svo eftir verður tekið. Hlúum vel að frumkvæði yngri einstaklinga sem vilja skapa sér tækifæri til vaxtar í atvinnurekstri í héraðinu og sköpum skilyrði fyrir þá sem hafa hug og þor til að fjárfesta í Borgarbyggð. Ég er til í það en þú? Höfundur er í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun