Að selja banka og samt ekki Jónas Elíasson skrifar 8. apríl 2022 15:30 Ýmislegt hefur orðið til þess að kasta rýrð á fjármálasnilli Íslendingar síðan 2008. Eru þetta menn með reynslu og þekkingu sem kunna að láta fjármagn vinna með eðlilegum hætti, eða eru þetta gróðapeyjar, alltaf að leita að næsta „díl“ hjá vinum og kunningjum?? Flestir sem fóru á hausinn 2008 þóttust vera að græða á „áhættusömum markaði“. Græða á daginn, grilla á kvöldin var mantran. Þeir virðast ekki hafa áttað sig á því að til þess að markaður sé áhættusamur er ekki nóg að hætta sé á tapa peningum á honum. Hættan af gróða verður líka að vera fyrir hendi, það er alveg nauðsynlegt svo markaður sé áhættusamur, annar er hann bara bókað tap, engin hætta á neinu öðru. Þessu lentu hrunsnillingarnir í þegar þeir fóru út í allar sínar skuldsettu yfirtökur. Yfirtóku Magasin og d´Anglaterre í Kaupmannahöfn, ónýtar prentsmiðjur og fleira í Bretlandi og það fór þá einu leið sem það gat farið. Þarna var engin hætta á gróða, nema því sem íslenslku bankarnir lánuðu í þetta og hægt af að „bjarga undan“. En er þetta ekki sérstakt fyrir Ísland ? Nei, kaup á fyrirtækjum til að „tæma þau“ eru algeng allsstaðar. Í Danmörku heita þessir gæjar „selskabstömmere“. Í Bretlandi er frægasta dæmið salan á Rover, kaupandinn fékk 95 milljóna punda lánalinu, ætlaði að ná því út, og var búinn að krækja sér í 35 milljónir þegar SFO (Serious Fraud Office) stoppaði leikinn. Fengu þeir ekki harðann dóm ? Nei, þeir höfðu ekki gert neitt ólöglegt. Öruggasta leiðin fyrir ríkið til að lemda ekki í þessu með sína banka er að selja þá ekki. Það er erfitt að sjá vfram á hvernig á að selja banka án þess að lend í einhverju. Ríkið mun kaupa bankann til baka frekar en láta hann fara á hausinn, þetta sannaðist hruninu. Það er því hægt að borga hvað sem er fyrir hann, ef friður fæst til að tæma hann á eftir. Fjármálaráðherra hefur örugglega haft þetta í huga fyrir söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka. En þarna klúðraðist eitthvað, svo rækilega að virtur þingmaður úr flokki ráðherrans skrifar grein á Vísi (Vá hvað ég er pirruð og svekkt; Bryndís Haraldsdóttir 7. apríl 2022, visir.is) og talar væntanlega fyrir fleiri en sjálfa sig. Hún telur sérstaklega fram hver helstu markmið með áframhaldandi sölu í bankanum voru; að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu; að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði; að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma; að auka fjárfestingarmöguleika fyrir einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Við þetta má gera eftirfarandi athugasemdir. Ríkið gæti þurft að kaupa bankann til baka svo áhættan eykst. Samkeppnin breyttist ekki neitt við yfirtöku ríkisins og mun ekki breytast nú. Að selja með afslætti er ekki gott tæki til að hámarka gróða. Eignarhaldið endar hjá þeim sem býður hæsta verðið á hlut á eftirmarkaði. Þetta gæti virkað, a.m.k. til skamms tíma. Gott mál, en að minnka óarðbærar fjárfestingar ríkisins er mun virkara meðal. Fyrir utan þetta virðist bankasýslan hafa hirt 700 milljónir handa sér og sínum bönkum. Þá eru ýmsir gamlir hrundansarar með, svo áhyggjur þingmannsins eru mjög skiljanlegar. Vandinn í fjármálakerfinu er sá, að greiðsluþjónustan við almenning og fjárfestinga starfsemin er ekki aðgreind í bankakerfinu. Ef svo væri, þyrfti ekki að hafa allar þessar áhyggjur af bönkunum. Áður og fyrrum var greiðsluþjónustan ókeypis, og fólk fékk innlánsvexti. Nú eru menn rukkaðir fyrir hverja einustu færslu í greiðsluþjónustunni og verða að sætta sig við innlánsvexti vel undir verðbólgu. Í staðin hrúga bankarnir upp milljarða hagnaði handa eigendum sínum. Nú geta menn farið í fyrsdtu málsgreinina og reynt að gera sér greein fyrir, hvorum flokknum tilheyra fjármálamenn okkar. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Salan á Íslandsbanka Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur orðið til þess að kasta rýrð á fjármálasnilli Íslendingar síðan 2008. Eru þetta menn með reynslu og þekkingu sem kunna að láta fjármagn vinna með eðlilegum hætti, eða eru þetta gróðapeyjar, alltaf að leita að næsta „díl“ hjá vinum og kunningjum?? Flestir sem fóru á hausinn 2008 þóttust vera að græða á „áhættusömum markaði“. Græða á daginn, grilla á kvöldin var mantran. Þeir virðast ekki hafa áttað sig á því að til þess að markaður sé áhættusamur er ekki nóg að hætta sé á tapa peningum á honum. Hættan af gróða verður líka að vera fyrir hendi, það er alveg nauðsynlegt svo markaður sé áhættusamur, annar er hann bara bókað tap, engin hætta á neinu öðru. Þessu lentu hrunsnillingarnir í þegar þeir fóru út í allar sínar skuldsettu yfirtökur. Yfirtóku Magasin og d´Anglaterre í Kaupmannahöfn, ónýtar prentsmiðjur og fleira í Bretlandi og það fór þá einu leið sem það gat farið. Þarna var engin hætta á gróða, nema því sem íslenslku bankarnir lánuðu í þetta og hægt af að „bjarga undan“. En er þetta ekki sérstakt fyrir Ísland ? Nei, kaup á fyrirtækjum til að „tæma þau“ eru algeng allsstaðar. Í Danmörku heita þessir gæjar „selskabstömmere“. Í Bretlandi er frægasta dæmið salan á Rover, kaupandinn fékk 95 milljóna punda lánalinu, ætlaði að ná því út, og var búinn að krækja sér í 35 milljónir þegar SFO (Serious Fraud Office) stoppaði leikinn. Fengu þeir ekki harðann dóm ? Nei, þeir höfðu ekki gert neitt ólöglegt. Öruggasta leiðin fyrir ríkið til að lemda ekki í þessu með sína banka er að selja þá ekki. Það er erfitt að sjá vfram á hvernig á að selja banka án þess að lend í einhverju. Ríkið mun kaupa bankann til baka frekar en láta hann fara á hausinn, þetta sannaðist hruninu. Það er því hægt að borga hvað sem er fyrir hann, ef friður fæst til að tæma hann á eftir. Fjármálaráðherra hefur örugglega haft þetta í huga fyrir söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka. En þarna klúðraðist eitthvað, svo rækilega að virtur þingmaður úr flokki ráðherrans skrifar grein á Vísi (Vá hvað ég er pirruð og svekkt; Bryndís Haraldsdóttir 7. apríl 2022, visir.is) og talar væntanlega fyrir fleiri en sjálfa sig. Hún telur sérstaklega fram hver helstu markmið með áframhaldandi sölu í bankanum voru; að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu; að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði; að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma; að auka fjárfestingarmöguleika fyrir einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Við þetta má gera eftirfarandi athugasemdir. Ríkið gæti þurft að kaupa bankann til baka svo áhættan eykst. Samkeppnin breyttist ekki neitt við yfirtöku ríkisins og mun ekki breytast nú. Að selja með afslætti er ekki gott tæki til að hámarka gróða. Eignarhaldið endar hjá þeim sem býður hæsta verðið á hlut á eftirmarkaði. Þetta gæti virkað, a.m.k. til skamms tíma. Gott mál, en að minnka óarðbærar fjárfestingar ríkisins er mun virkara meðal. Fyrir utan þetta virðist bankasýslan hafa hirt 700 milljónir handa sér og sínum bönkum. Þá eru ýmsir gamlir hrundansarar með, svo áhyggjur þingmannsins eru mjög skiljanlegar. Vandinn í fjármálakerfinu er sá, að greiðsluþjónustan við almenning og fjárfestinga starfsemin er ekki aðgreind í bankakerfinu. Ef svo væri, þyrfti ekki að hafa allar þessar áhyggjur af bönkunum. Áður og fyrrum var greiðsluþjónustan ókeypis, og fólk fékk innlánsvexti. Nú eru menn rukkaðir fyrir hverja einustu færslu í greiðsluþjónustunni og verða að sætta sig við innlánsvexti vel undir verðbólgu. Í staðin hrúga bankarnir upp milljarða hagnaði handa eigendum sínum. Nú geta menn farið í fyrsdtu málsgreinina og reynt að gera sér greein fyrir, hvorum flokknum tilheyra fjármálamenn okkar. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun