Byr í seglin – landfestar leystar Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 6. apríl 2022 14:00 Skip eru alltaf örugg við bryggju en til þess voru þau ekki byggð. Þó umhverfi og aðstæður Alberts Einstein hafi, þegar hann setti þetta fram, verið aðrar en við þekkjum í dag þá mætti heimfæra þessar hugleiðingar á rekstur Hörpu og dagleg störf. Við gætum auðvitað farið öruggu leiðina, legið við bryggju og gert það besta úr aðstæðum. En til þess var Harpa ekki byggð – heldur til að leggja á djúpið. Harpa hefur mikilvægt hlutverk í að auðga andann, hreyfa við okkur og tengja okkur við mennskuna sjálfa, það er menning. Í Hörpu eru stórkostlegir menningarviðburðum í bland við mikilvægar ráðstefnur og nemendasýningar. Fermingarbörn hjá Siðmennt ganga út í fangið á tökuliði Netflix sem vinnur að tökum á hasarmynd. Svo er það birtingamynd uppsafnaðrar aðdáunar þegar 1300 ferðamenn koma frá Bandaríkjunum til að sækja tónleika hjá sömu hljómsveit í Eldborg þrjú kvöld í röð. Til viðbótar við menninguna hefur Harpa ríkar skyldur við atvinnulífið, þar á meðal ferðaþjónustuna eina af megin stoðum íslensks atvinnulífs. Það hefði ekki þurft neinn sérstakan bölsýnismann til að draga upp þá mynd að í lok hins langvinna covid tíma væru Harpa og aðrar menningarstofnanir að dusta rykið af innanstokksmunum og skipulagi sem lagst hefði í covid dvala, einhverskonar djúpsvefn. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Sköpunin hefur verið alls ráðandi, nýjar leiðir hafa fundist til miðlunar og upplifunar og ráðist hefur verið í fjölda verkefna sem tengjast viðhaldi og þróun á búnaði og aðstöðu. Metnaðarfullir og framsýnir listamenn, starfsmenn og stjórnendur eiga þakkir skildar en sömuleiðis hugrakt og stórhuga stjórnmálafólk sem hefur séð og skilið mikilvægi þess að menningarstarf lifi erfiða tíma og blómstri á ný þegar samfélagið opnar. Það er ekki nýtt að stjórnmálafólk taki afstöðu með menningunni þegar að kreppir. Þau eru þekkt ummæli breska forsætisráðherrans Winston Churchill sem tók ákvörðun um aukin framlög til menningar og lista á krefjandi tímum þegar þjóðin stóð í stríði. Gagnrýni á þessa ákvörðun svaraði hann með þekktri spurningu: „Fyrir hverju erum við þá að berjast?“ Menning er ómetanleg fyrir sjálfsmynd og sjálfstæði þjóðarinnar. Það er mikil gæfa að framsýnir íslenskir stjórnmálamenn og samfélagið allt taki afstöðu með menningu og listum, þeirra skilningur og hugrekki gera okkur nú kleift að opna Hörpu og mæta gestum stolt af þeim breytingum sem staðið hafa yfir. Allar eru þær til þess fallnar að styrkja upplifun gesta og öfluga ímynd, auka gæði og bæta rekstur. Nú tekur við nýtt tímabil í okkar sögu, samfélagið opnast og Harpa fyllist á ný af lífi. Heimsfaraldurinn var okkur erfiður á margan hátt en ekki má horfa fram hjá því að hann kenndi okkur margt. Við vorum tilneydd að staldra við, endurmeta og endurhugsa hluti. Nú þarf að velja hvað af nýjum siðum, tækni og viðmiðum ætlum við að taka með okkur í nýja tíma og hvað við kveðjum með covid kaflanum. Í þessum efnum þarf að taka upplýsta ákvörðun, hvorki sjálfstýring eða viðjar vanans mega ráða för. Í Hörpu ætlum við áfram að anda með samfélaginu, mæta gestum, leiða, miðla og hlusta. Í Hörpu felast ótrúleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Menningarlegu verðmætin eru óumdeild á meðan önnur verðmæti felast í því að skapa forsendur fyrir árangri á ýmsum sviðum samfélagsins, öllum til hagsbóta. Hörpu er ætlað stórt hlutverk í íslensku samfélagi á komandi misserum og mikilvægt er að hvert tækifæri sé nýtt. Til þess þarf að leysa landfestar. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Harpa Menning Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Skip eru alltaf örugg við bryggju en til þess voru þau ekki byggð. Þó umhverfi og aðstæður Alberts Einstein hafi, þegar hann setti þetta fram, verið aðrar en við þekkjum í dag þá mætti heimfæra þessar hugleiðingar á rekstur Hörpu og dagleg störf. Við gætum auðvitað farið öruggu leiðina, legið við bryggju og gert það besta úr aðstæðum. En til þess var Harpa ekki byggð – heldur til að leggja á djúpið. Harpa hefur mikilvægt hlutverk í að auðga andann, hreyfa við okkur og tengja okkur við mennskuna sjálfa, það er menning. Í Hörpu eru stórkostlegir menningarviðburðum í bland við mikilvægar ráðstefnur og nemendasýningar. Fermingarbörn hjá Siðmennt ganga út í fangið á tökuliði Netflix sem vinnur að tökum á hasarmynd. Svo er það birtingamynd uppsafnaðrar aðdáunar þegar 1300 ferðamenn koma frá Bandaríkjunum til að sækja tónleika hjá sömu hljómsveit í Eldborg þrjú kvöld í röð. Til viðbótar við menninguna hefur Harpa ríkar skyldur við atvinnulífið, þar á meðal ferðaþjónustuna eina af megin stoðum íslensks atvinnulífs. Það hefði ekki þurft neinn sérstakan bölsýnismann til að draga upp þá mynd að í lok hins langvinna covid tíma væru Harpa og aðrar menningarstofnanir að dusta rykið af innanstokksmunum og skipulagi sem lagst hefði í covid dvala, einhverskonar djúpsvefn. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Sköpunin hefur verið alls ráðandi, nýjar leiðir hafa fundist til miðlunar og upplifunar og ráðist hefur verið í fjölda verkefna sem tengjast viðhaldi og þróun á búnaði og aðstöðu. Metnaðarfullir og framsýnir listamenn, starfsmenn og stjórnendur eiga þakkir skildar en sömuleiðis hugrakt og stórhuga stjórnmálafólk sem hefur séð og skilið mikilvægi þess að menningarstarf lifi erfiða tíma og blómstri á ný þegar samfélagið opnar. Það er ekki nýtt að stjórnmálafólk taki afstöðu með menningunni þegar að kreppir. Þau eru þekkt ummæli breska forsætisráðherrans Winston Churchill sem tók ákvörðun um aukin framlög til menningar og lista á krefjandi tímum þegar þjóðin stóð í stríði. Gagnrýni á þessa ákvörðun svaraði hann með þekktri spurningu: „Fyrir hverju erum við þá að berjast?“ Menning er ómetanleg fyrir sjálfsmynd og sjálfstæði þjóðarinnar. Það er mikil gæfa að framsýnir íslenskir stjórnmálamenn og samfélagið allt taki afstöðu með menningu og listum, þeirra skilningur og hugrekki gera okkur nú kleift að opna Hörpu og mæta gestum stolt af þeim breytingum sem staðið hafa yfir. Allar eru þær til þess fallnar að styrkja upplifun gesta og öfluga ímynd, auka gæði og bæta rekstur. Nú tekur við nýtt tímabil í okkar sögu, samfélagið opnast og Harpa fyllist á ný af lífi. Heimsfaraldurinn var okkur erfiður á margan hátt en ekki má horfa fram hjá því að hann kenndi okkur margt. Við vorum tilneydd að staldra við, endurmeta og endurhugsa hluti. Nú þarf að velja hvað af nýjum siðum, tækni og viðmiðum ætlum við að taka með okkur í nýja tíma og hvað við kveðjum með covid kaflanum. Í þessum efnum þarf að taka upplýsta ákvörðun, hvorki sjálfstýring eða viðjar vanans mega ráða för. Í Hörpu ætlum við áfram að anda með samfélaginu, mæta gestum, leiða, miðla og hlusta. Í Hörpu felast ótrúleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Menningarlegu verðmætin eru óumdeild á meðan önnur verðmæti felast í því að skapa forsendur fyrir árangri á ýmsum sviðum samfélagsins, öllum til hagsbóta. Hörpu er ætlað stórt hlutverk í íslensku samfélagi á komandi misserum og mikilvægt er að hvert tækifæri sé nýtt. Til þess þarf að leysa landfestar. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun