Sameining Sölvi Breiðfjörð skrifar 6. apríl 2022 12:00 Ég hef lengi spurt sjálfan mig að því hvort ekki sé löngu tímabært að Reykjavík sameinist bæjarfélögunum hér í kring. Þá á ég við Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Það eru eflaust margir sem telja mig galinn að fara út í þessa umræðu þar sem fólk þarf oftast að vera svo fastheldið á sitt bæjarfélag og það kemur ekkert annað til greina en að þeirra bæjarfélag verði eins og það hefur alltaf verið. Það er eins og margir haldi að með sameiningu hverfi bæjarfélagið þeirra, eins og samfélagið þurrkist upp og hverfi...... það er nú ekki svo, við munum enn búa á sama stað, með sömu nágrannana, skólann, leikskólann og svo má lengi telja, þetta verður allt þarna áfram. Nú hefur undirritaður búið í þremur af þessum bæjarfélögum, Reykjavík frá 1970 – 1990 og svo í Kópavogi, hafnarfyrði og svo aftur í Reykjavík frá 2015 til dagsins í dag. Mér hefur liðið vél á öllum stöðunum en vissulega eru miklar breytingar á útgjöldum eins og fasteignagjöld, sorphirðan, hiti, vatn, þjónusta við fatlaða, snjómokstur, skólagjöld og svo framvegis. Þessir hlutir eru svosem breytilegir og við sameiningu getum við lagað þetta allt til muna svo að allir geta notið góðs af og setið við sama borð. Það er margt sem breytist en bæjarfélögin munu áfram líta eins út og áður og myndu jú breytast úr því að vera bæjarfélag yfir í að verða stórborg með mörgum hverfum og úthverfum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er stór ákvörðun en alls ekki galin. Þetta er ekkert öðruvísi en sameining smærri sveitarfélaga úti á landi sem svo margir hafa talað um. Það er einmitt verið að sameina þau til að ná hagræðingu í rekstri sem og til að bæta alla almenna félagsþjónustu. Markmið sameiningar er að ná hagræðingu í rekstri og geta boði betri félagslegri þjónustu sem og fleira. Ávinningur sameiningar er meiri hagræðing: Yfirbyggingin minkar og þar af leiðandi minni launakostnaður og launatengd gjöld til Borgarstjórnar/Bæjarstjórnar. Allur almennur rekstur lækkar. Betri þjónusta við fatlaða. Mikil hagræðing í rekstri leikskóla sem og grunnskóla. Í þessum málum er hagstæðara að vera með eina stórborg en margar litlar einingar. Reykjavík er og verður höfuðborg Íslands og ef við horfum á þetta úr lofti, þá sjáið þið öll þessi bæjarfélög saman í einni þéttri byggð. Væri ekki bara fínt að sameina þetta í eina stóra Reykjavík með aðeins stærri borgarstjórn. Þá myndum við sameina yfirbyggingu allra fimm bæjarfélagana í eina Borgarstjórn. Yfirbyggingin myndi minka umtalsvert. Á heildina litið held ég að ávinningurinn væri mun meiri en minni og því hvet ég ríkið til að stuðla að sameiningu bæjarfélagana við Borgina. Ég þykist vita að viðræður kæmu líklega aldrei frá bæjarfélögunum þar sem það vill enginn missa spón úr aski sínum og missa jafnvel starfið sem þeir eru í. En það þarf að horfa á heildarmyndina í þessu samhengi og láta hagsmuni fárra aðila víkja fyrir stærri. Takk kærlega fyrir að lesa og ég vil benda á að ég er enginn sérfræðingur og þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir mér en svona sé ég þetta og væri gaman að vita hvort einhverjir væru á sama máli. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi spurt sjálfan mig að því hvort ekki sé löngu tímabært að Reykjavík sameinist bæjarfélögunum hér í kring. Þá á ég við Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Það eru eflaust margir sem telja mig galinn að fara út í þessa umræðu þar sem fólk þarf oftast að vera svo fastheldið á sitt bæjarfélag og það kemur ekkert annað til greina en að þeirra bæjarfélag verði eins og það hefur alltaf verið. Það er eins og margir haldi að með sameiningu hverfi bæjarfélagið þeirra, eins og samfélagið þurrkist upp og hverfi...... það er nú ekki svo, við munum enn búa á sama stað, með sömu nágrannana, skólann, leikskólann og svo má lengi telja, þetta verður allt þarna áfram. Nú hefur undirritaður búið í þremur af þessum bæjarfélögum, Reykjavík frá 1970 – 1990 og svo í Kópavogi, hafnarfyrði og svo aftur í Reykjavík frá 2015 til dagsins í dag. Mér hefur liðið vél á öllum stöðunum en vissulega eru miklar breytingar á útgjöldum eins og fasteignagjöld, sorphirðan, hiti, vatn, þjónusta við fatlaða, snjómokstur, skólagjöld og svo framvegis. Þessir hlutir eru svosem breytilegir og við sameiningu getum við lagað þetta allt til muna svo að allir geta notið góðs af og setið við sama borð. Það er margt sem breytist en bæjarfélögin munu áfram líta eins út og áður og myndu jú breytast úr því að vera bæjarfélag yfir í að verða stórborg með mörgum hverfum og úthverfum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er stór ákvörðun en alls ekki galin. Þetta er ekkert öðruvísi en sameining smærri sveitarfélaga úti á landi sem svo margir hafa talað um. Það er einmitt verið að sameina þau til að ná hagræðingu í rekstri sem og til að bæta alla almenna félagsþjónustu. Markmið sameiningar er að ná hagræðingu í rekstri og geta boði betri félagslegri þjónustu sem og fleira. Ávinningur sameiningar er meiri hagræðing: Yfirbyggingin minkar og þar af leiðandi minni launakostnaður og launatengd gjöld til Borgarstjórnar/Bæjarstjórnar. Allur almennur rekstur lækkar. Betri þjónusta við fatlaða. Mikil hagræðing í rekstri leikskóla sem og grunnskóla. Í þessum málum er hagstæðara að vera með eina stórborg en margar litlar einingar. Reykjavík er og verður höfuðborg Íslands og ef við horfum á þetta úr lofti, þá sjáið þið öll þessi bæjarfélög saman í einni þéttri byggð. Væri ekki bara fínt að sameina þetta í eina stóra Reykjavík með aðeins stærri borgarstjórn. Þá myndum við sameina yfirbyggingu allra fimm bæjarfélagana í eina Borgarstjórn. Yfirbyggingin myndi minka umtalsvert. Á heildina litið held ég að ávinningurinn væri mun meiri en minni og því hvet ég ríkið til að stuðla að sameiningu bæjarfélagana við Borgina. Ég þykist vita að viðræður kæmu líklega aldrei frá bæjarfélögunum þar sem það vill enginn missa spón úr aski sínum og missa jafnvel starfið sem þeir eru í. En það þarf að horfa á heildarmyndina í þessu samhengi og láta hagsmuni fárra aðila víkja fyrir stærri. Takk kærlega fyrir að lesa og ég vil benda á að ég er enginn sérfræðingur og þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir mér en svona sé ég þetta og væri gaman að vita hvort einhverjir væru á sama máli. Höfundur er ráðgjafi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun